ASÍ, FFÍ, SA og Icelandair grafa stríðsöxina með undirritaðri yfirlýsingu

ASÍ og FFÍ munu ekki draga Icelandair Group og SA fyrir Félagsdóm eftir að síðarnefndu aðilarnir viðurkenndu að uppsagnir flugfreyja hafi ekki verið „í samræmi við þær góðu samskiptareglur sem aðilar vinnumarkaðarins vilja viðhafa.“

Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair og Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair og Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Auglýsing

Icelandair Group, Flug­freyju­fé­lags Íslands (FFÍ), Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) og Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) hafa sent frá sér sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu þar sem sam­komu­lag þeirra um að ljúka deilum vegna upp­sagna flug­freyja og -þjóna Icelandair 17. júlí síð­ast­lið­inn, í miðri kjara­deilu. Kjarn­inn greindi fyrst frá því að slík yfir­lýs­ing væri í burð­ar­liðnum í gær­morg­un. Með und­ir­ritun yfir­lýs­ing­ar­innar fellur ASÍ frá ætl­uðum mála­rekstri fyrir Félags­dómi vegna meintra brota Icelanda­ir. Hluta­fjár­út­boð Icelanda­ir, þar sem stefnt er að því að safna að minnsta kosti 20 millj­örðum króna til að bjarga félag­inu stendur nú yfir.

Sú yfir­lýs­ing sem send var út í dag er að efn­inu til önnur tveggja sem Drífa Snædal, for­seti ASÍ, fékk umboð til að und­ir­rita á auka­fundi mið­stjórnar ASÍ í gær­morg­un. 

Auglýsing
Hún er eft­ir­far­and­i: 

„Að­ilar eru sam­mála um að lög­mæt og rétt við­brögð atvinnu­rek­enda og stétt­ar­fé­laga í erf­iðum og lang­dregnum kjara­deilum eigi að fara eftir þeim leik­reglum og lögum sem gilda í sam­skiptum aðila vinnu­mark­aðar og sem koma fram í lögum nr. 80/1938. 

Þau við­brögð Icelanda­ir, með stuðn­ingi SA, þegar félagið taldi von­laust að ná árangri í við­ræðum við Flug­freyju­fé­lag Íslands, að segja upp öllum starf­andi flug­freyjum og flug­þjónum þann 17.7.2020  eru hörmuð enda ekki í sam­ræmi við þær góðu sam­skipta­reglur sem aðilar vinnu­mark­að­ar­ins vilja við­hafa. Icelandair telur nauð­syn­legt fyrir fram­tíð félags­ins að virða stétt­ar­fé­lög og sjálf­stæðan samn­ings­rétt starfs­fólks síns sem tryggir frið um starf­semi félags­ins á gild­is­tíma kjara­samn­inga og á meðan leitað er lausna í kjara­við­ræð­um.

Aðilar munu leggja sig fram um að halda góðu sam­starfi og munu leggja sitt af mörkum til þess að end­ur­vinna og efla traust sín í milli. 

­Með yfir­lýs­ingu þess­ari eru aðilar sam­mála um að með henni ljúki öllum deilum milli þeirra um þá atburði sem áttu sér stað í sam­skiptum þeirra þann 17.7 2020 og mun hvor­ugur aðila gera kröfur á hinn vegna þeirra.“

Undir yfir­lýs­ing­una skrifa Drífa, Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair Group, Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, og Berg­lind Haf­steins­dótt­ir, for­maður FFÍ. 

Kjarn­inn greindi ítar­lega frá þeim atburðum sem leiddu til þess að yfir­lýs­ingin var und­ir­rituð í frétta­skýr­ingu í morg­un. Hana má lesa hér

Í frétta­til­kynn­ingu vegna und­ir­rit­unar á yfir­lýs­ing­unni er haft eftir Drífu að í nýaf­stað­inni kjara­deilu hafi Icelanda­ir, með stuðn­ingi SA, beitt brögðum sem hafi ekki sést á Íslandi ára­tugum saman en þekk­ist víða erlendis og hafi það að mark­miði að brjóta niður stétt­ar­fé­lög og sam­stöðu launa­fólks. „Með þess­ari yfir­lýs­ingu er geng­ist við því að slíkar aðferðir eigi sér ekki pláss á íslenskum vinnu­mark­aði. Ég fagna því að hér hafi náðst nið­ur­staða aðila í milli án þess að fara fyrir dóm. Það er nauð­syn­legt fyrir alla  að farið sé eftir þeim form­legu og óform­legu leik­reglum sem gilda á íslenskum vinnu­mark­að­i.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent