ASÍ, FFÍ, SA og Icelandair grafa stríðsöxina með undirritaðri yfirlýsingu

ASÍ og FFÍ munu ekki draga Icelandair Group og SA fyrir Félagsdóm eftir að síðarnefndu aðilarnir viðurkenndu að uppsagnir flugfreyja hafi ekki verið „í samræmi við þær góðu samskiptareglur sem aðilar vinnumarkaðarins vilja viðhafa.“

Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair og Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair og Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Auglýsing

Icelandair Group, Flug­freyju­fé­lags Íslands (FFÍ), Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) og Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) hafa sent frá sér sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu þar sem sam­komu­lag þeirra um að ljúka deilum vegna upp­sagna flug­freyja og -þjóna Icelandair 17. júlí síð­ast­lið­inn, í miðri kjara­deilu. Kjarn­inn greindi fyrst frá því að slík yfir­lýs­ing væri í burð­ar­liðnum í gær­morg­un. Með und­ir­ritun yfir­lýs­ing­ar­innar fellur ASÍ frá ætl­uðum mála­rekstri fyrir Félags­dómi vegna meintra brota Icelanda­ir. Hluta­fjár­út­boð Icelanda­ir, þar sem stefnt er að því að safna að minnsta kosti 20 millj­örðum króna til að bjarga félag­inu stendur nú yfir.

Sú yfir­lýs­ing sem send var út í dag er að efn­inu til önnur tveggja sem Drífa Snædal, for­seti ASÍ, fékk umboð til að und­ir­rita á auka­fundi mið­stjórnar ASÍ í gær­morg­un. 

Auglýsing
Hún er eft­ir­far­and­i: 

„Að­ilar eru sam­mála um að lög­mæt og rétt við­brögð atvinnu­rek­enda og stétt­ar­fé­laga í erf­iðum og lang­dregnum kjara­deilum eigi að fara eftir þeim leik­reglum og lögum sem gilda í sam­skiptum aðila vinnu­mark­aðar og sem koma fram í lögum nr. 80/1938. 

Þau við­brögð Icelanda­ir, með stuðn­ingi SA, þegar félagið taldi von­laust að ná árangri í við­ræðum við Flug­freyju­fé­lag Íslands, að segja upp öllum starf­andi flug­freyjum og flug­þjónum þann 17.7.2020  eru hörmuð enda ekki í sam­ræmi við þær góðu sam­skipta­reglur sem aðilar vinnu­mark­að­ar­ins vilja við­hafa. Icelandair telur nauð­syn­legt fyrir fram­tíð félags­ins að virða stétt­ar­fé­lög og sjálf­stæðan samn­ings­rétt starfs­fólks síns sem tryggir frið um starf­semi félags­ins á gild­is­tíma kjara­samn­inga og á meðan leitað er lausna í kjara­við­ræð­um.

Aðilar munu leggja sig fram um að halda góðu sam­starfi og munu leggja sitt af mörkum til þess að end­ur­vinna og efla traust sín í milli. 

­Með yfir­lýs­ingu þess­ari eru aðilar sam­mála um að með henni ljúki öllum deilum milli þeirra um þá atburði sem áttu sér stað í sam­skiptum þeirra þann 17.7 2020 og mun hvor­ugur aðila gera kröfur á hinn vegna þeirra.“

Undir yfir­lýs­ing­una skrifa Drífa, Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair Group, Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, og Berg­lind Haf­steins­dótt­ir, for­maður FFÍ. 

Kjarn­inn greindi ítar­lega frá þeim atburðum sem leiddu til þess að yfir­lýs­ingin var und­ir­rituð í frétta­skýr­ingu í morg­un. Hana má lesa hér

Í frétta­til­kynn­ingu vegna und­ir­rit­unar á yfir­lýs­ing­unni er haft eftir Drífu að í nýaf­stað­inni kjara­deilu hafi Icelanda­ir, með stuðn­ingi SA, beitt brögðum sem hafi ekki sést á Íslandi ára­tugum saman en þekk­ist víða erlendis og hafi það að mark­miði að brjóta niður stétt­ar­fé­lög og sam­stöðu launa­fólks. „Með þess­ari yfir­lýs­ingu er geng­ist við því að slíkar aðferðir eigi sér ekki pláss á íslenskum vinnu­mark­aði. Ég fagna því að hér hafi náðst nið­ur­staða aðila í milli án þess að fara fyrir dóm. Það er nauð­syn­legt fyrir alla  að farið sé eftir þeim form­legu og óform­legu leik­reglum sem gilda á íslenskum vinnu­mark­að­i.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Þáttur ársins
Kjarninn 21. janúar 2021
Leið evrópskra fótboltamanna til Englands þrengdist vegna Brexit
Frjálst flæði evrópsks vinnuafls til Bretlands heyrir sögunni til. Það á einnig við um fótboltamenn, sem nú þurfa að uppfylla ákveðnar gæðakröfur til að fá atvinnuleyfi. Leið ungra leikmanna til Englands er orðin þrengri. Kjarninn rýndi í breytingarnar.
Kjarninn 21. janúar 2021
Haukur V. Alfreðsson
Læsi og lífsgæði
Kjarninn 21. janúar 2021
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB þrýstir á Biden til að setja tæknifyrirtækjunum þröngar skorður
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í gær innsetningu Joe Biden í embætti Bandaríkjaforseta, en hvatti til aukins samstarfs milli ríkjanna við að takmarka vald stóru tæknifyrirtækjanna.
Kjarninn 21. janúar 2021
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent