Telur Reykjavíkurborg reyna að gera Sundabraut óarðbæra

Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tímabært og mikilvægt að ráðast í samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar eigi enn eftir að skýrast hvernig 120 milljarða samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga verði fjármagnaður.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Auglýsing

„Vandinn við samgöngusáttmálann er að það er óljóst hvernig hann verður fjármagnaður,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við Kjarnann. Hann segir þó löngu tímabært að ráðist sé í fjárfestingu í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins og það sé gott að það sé verið ganga til verks núna, vegna áhrifa kórónuveirunnar á atvinnulífið. 

Mikilvægt sé að hið opinbera stígi sterkt fram í verklegum framkvæmdum á þessum tímum.

Fjármögnun samgöngusáttmálans er þó enn ekki að fullu útfærð, en alls stendur til að 120 milljörðum verði varið í stofnvegaframkvæmdir, Borgarlínu og uppbyggingu innviða fyrir aðra ferðamáta á næstu 15 árum.

„Sveitarfélögin hafa skuldbundið sig til að leggja fram 15 milljarða og ríkið 45, en svo er helmingurinn, 60 milljarðar, sem ekki liggur fyrir hvaðan eiga að koma. Ríkið hefur skuldbundið sig til þess að leggja það fram með einum eða öðrum hætti, sama hvort það verður með beinum hætti eða í gegnum einhverja gjaldheimtu,“ sagði Sigurður við blaðamann Kjarnans á dögunum.

Ítarlegt viðtal við Sigurð um ýmis önnur mál, þar sem hann sagði meðal annars að stjórnvöld þyrftu að hætta að velja ferðaþjónustu sem sigurvegara og gera umbætur í því skyni að auka samkeppnishæfni landsins, birtist á Kjarnanum í síðustu viku.

Auglýsing

Sigurður segir að Samtök iðnaðarins hafi kallað eftir arðsemismati á framkvæmdunum sem eru undir í samgöngusáttmálanum, sem nýta mætti varðandi forgangsröðun á framkvæmdum. „Vonandi hefur það verið unnið þó ég hafi ekki séð það,“ segir Sigurður.

Borgin reyni að gera dýrasta kostinn að einu leiðinni varðandi Sundabraut

Spurður sérstaklega út í Sundabraut, segir Sigurður hana stóra framkvæmd sem geti breytt mjög miklu, hafi verið rætt mjög lengi og verið lengi á teikniborðinu. Opnað hefur verið á aðkomu einkaaðila að verkefninu og það telur Sigurður að gæti orðið spennandi og hagkvæm lausn, rétt eins og Hvalfjarðargöngin voru vel heppnuð framkvæmd og verkefni.

Óljóst er í hvaða formi Sundabrautin verður inni í þéttbýli Reykjavíkur, hvort ráðist verði í gerð jarðganga eða lágbrúar.


„En það sem er auðvitað óútkljáð er lega brautarinnar í Reykjavík og þar fæ ég ekki betur séð en að meirihluti borgarstjórnar sé viljandi að leggja stein í götu þessa verkefnis. Það væri mjög heiðarlegt ef þau myndu bara segja það beint út, sem þau hafa ekki treyst sér til að gera en þeirra aðgerðir miða að því að draga úr fýsileika þessa verkefnis, að þrengja að hagkvæmum kostum þannig að dýrasti kosturinn verði eina leiðin og þá er ekki víst að þetta verkefni verði fjárhagslega arðbært,“ segir Sigurður.

Hann bætir við að á meðan þessi mál séu óútkljáð verði ekkert af framkvæmdinni, en eins og Kjarninn fjallaði um nýlega er verkefnið um Sundabraut þar statt þesssa dagana að starfshópur er að störfum við að rýna fýsileika þeirra tveggja kosta sem eftir standa um tengingu innan þéttbýlis í Reykjavík, lágbrúar yfir Kleppsvík eða jarðganga frá Laugarnesi yfir í Gufunes. Fréttaskýringu um málið má lesa hér

Spurður hvort hann telji að íslensk verktakafyrirtæki hafi bolmagn í að ráðast í framkvæmd á borð við Sundabraut segir Sigurður að hann telji það, þrátt fyrir að mögulega myndu fyrirtæki leita samstarfs við erlenda aðila um framkvæmdina.

„Ég held að íslenskir aðilar verði þarna í aðalhlutverki þó að aðrir myndu koma að. Við höfum skynjað áhuga öflugra fyrirtækja á þessu og fleiri verkefnum af sama toga, þessum samvinnuverkefnum, svo áhuginn er sannarlega til staðar,“ segir Sigurður.

Rætt var við Sigurð um ýmis önnur mál í Kjarnanum í síðustu viku og má lesa það viðtal hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent