Telur Reykjavíkurborg reyna að gera Sundabraut óarðbæra

Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tímabært og mikilvægt að ráðast í samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar eigi enn eftir að skýrast hvernig 120 milljarða samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga verði fjármagnaður.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Auglýsing

„Vand­inn við sam­göngusátt­mál­ann er að það er óljóst hvernig hann verður fjár­magn­að­ur,“ segir Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins, í sam­tali við Kjarn­ann. Hann segir þó löngu tíma­bært að ráð­ist sé í fjár­fest­ingu í sam­göngu­málum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og það sé gott að það sé verið ganga til verks núna, vegna áhrifa kór­ónu­veirunnar á atvinnu­líf­ið. 

Mik­il­vægt sé að hið opin­bera stígi sterkt fram í verk­legum fram­kvæmdum á þessum tím­um.

Fjár­mögnun sam­göngusátt­mál­ans er þó enn ekki að fullu útfærð, en alls stendur til að 120 millj­örðum verði varið í stofn­vega­fram­kvæmd­ir, Borg­ar­línu og upp­bygg­ingu inn­viða fyrir aðra ferða­máta á næstu 15 árum.

„Sveit­ar­fé­lögin hafa skuld­bundið sig til að leggja fram 15 millj­arða og ríkið 45, en svo er helm­ing­ur­inn, 60 millj­arð­ar, sem ekki liggur fyrir hvaðan eiga að koma. Ríkið hefur skuld­bundið sig til þess að leggja það fram með einum eða öðrum hætti, sama hvort það verður með beinum hætti eða í gegnum ein­hverja gjald­heimt­u,“ sagði Sig­urður við blaða­mann Kjarn­ans á dög­un­um.

Ítar­legt við­tal við Sig­urð um ýmis önnur mál, þar sem hann sagði meðal ann­ars að stjórn­völd þyrftu að hætta að velja ferða­þjón­ustu sem sig­ur­veg­ara og gera umbætur í því skyni að auka sam­keppn­is­hæfni lands­ins, birt­ist á Kjarn­anum í síð­ustu viku.

Auglýsing

Sig­urður segir að Sam­tök iðn­að­ar­ins hafi kallað eftir arð­sem­is­mati á fram­kvæmd­unum sem eru undir í sam­göngusátt­mál­an­um, sem nýta mætti varð­andi for­gangs­röðun á fram­kvæmd­um. „Von­andi hefur það verið unnið þó ég hafi ekki séð það,“ segir Sig­urð­ur.

Borgin reyni að gera dýrasta kost­inn að einu leið­inni varð­andi Sunda­braut

Spurður sér­stak­lega út í Sunda­braut, segir Sig­urður hana stóra fram­kvæmd sem geti breytt mjög miklu, hafi verið rætt mjög lengi og verið lengi á teikni­borð­inu. Opnað hefur verið á aðkomu einka­að­ila að verk­efn­inu og það telur Sig­urður að gæti orðið spenn­andi og hag­kvæm lausn, rétt eins og Hval­fjarð­ar­göngin voru vel heppnuð fram­kvæmd og verk­efni.

Óljóst er í hvaða formi Sundabrautin verður inni í þéttbýli Reykjavíkur, hvort ráðist verði í gerð jarðganga eða lágbrúar.„En það sem er auð­vitað óút­kljáð er lega braut­ar­innar í Reykja­vík og þar fæ ég ekki betur séð en að meiri­hluti borg­ar­stjórnar sé vilj­andi að leggja stein í götu þessa verk­efn­is. Það væri mjög heið­ar­legt ef þau myndu bara segja það beint út, sem þau hafa ekki treyst sér til að gera en þeirra aðgerðir miða að því að draga úr fýsi­leika þessa verk­efn­is, að þrengja að hag­kvæmum kostum þannig að dýr­asti kost­ur­inn verði eina leiðin og þá er ekki víst að þetta verk­efni verði fjár­hags­lega arð­bært,“ segir Sig­urð­ur.

Hann bætir við að á meðan þessi mál séu óút­kljáð verði ekk­ert af fram­kvæmd­inni, en eins og Kjarn­inn fjall­aði um nýlega er verk­efnið um Sunda­braut þar statt þesssa dag­ana að starfs­hópur er að störfum við að rýna fýsi­leika þeirra tveggja kosta sem eftir standa um teng­ingu innan þétt­býlis í Reykja­vík, lág­brúar yfir Klepps­vík eða jarð­ganga frá Laug­ar­nesi yfir í Gufu­nes. Frétta­skýr­ingu um málið má lesa hér

Spurður hvort hann telji að íslensk verk­taka­fyr­ir­tæki hafi bol­magn í að ráð­ast í fram­kvæmd á borð við Sunda­braut segir Sig­urður að hann telji það, þrátt fyrir að mögu­lega myndu fyr­ir­tæki leita sam­starfs við erlenda aðila um fram­kvæmd­ina.

„Ég held að íslenskir aðilar verði þarna í aðal­hlut­verki þó að aðrir myndu koma að. Við höfum skynjað áhuga öfl­ugra fyr­ir­tækja á þessu og fleiri verk­efnum af sama toga, þessum sam­vinnu­verk­efn­um, svo áhug­inn er sann­ar­lega til stað­ar,“ segir Sig­urð­ur.

Rætt var við Sig­urð um ýmis önnur mál í Kjarn­anum í síð­ustu viku og má lesa það við­tal hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent