Telur Reykjavíkurborg reyna að gera Sundabraut óarðbæra

Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tímabært og mikilvægt að ráðast í samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar eigi enn eftir að skýrast hvernig 120 milljarða samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga verði fjármagnaður.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Auglýsing

„Vand­inn við sam­göngusátt­mál­ann er að það er óljóst hvernig hann verður fjár­magn­að­ur,“ segir Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins, í sam­tali við Kjarn­ann. Hann segir þó löngu tíma­bært að ráð­ist sé í fjár­fest­ingu í sam­göngu­málum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og það sé gott að það sé verið ganga til verks núna, vegna áhrifa kór­ónu­veirunnar á atvinnu­líf­ið. 

Mik­il­vægt sé að hið opin­bera stígi sterkt fram í verk­legum fram­kvæmdum á þessum tím­um.

Fjár­mögnun sam­göngusátt­mál­ans er þó enn ekki að fullu útfærð, en alls stendur til að 120 millj­örðum verði varið í stofn­vega­fram­kvæmd­ir, Borg­ar­línu og upp­bygg­ingu inn­viða fyrir aðra ferða­máta á næstu 15 árum.

„Sveit­ar­fé­lögin hafa skuld­bundið sig til að leggja fram 15 millj­arða og ríkið 45, en svo er helm­ing­ur­inn, 60 millj­arð­ar, sem ekki liggur fyrir hvaðan eiga að koma. Ríkið hefur skuld­bundið sig til þess að leggja það fram með einum eða öðrum hætti, sama hvort það verður með beinum hætti eða í gegnum ein­hverja gjald­heimt­u,“ sagði Sig­urður við blaða­mann Kjarn­ans á dög­un­um.

Ítar­legt við­tal við Sig­urð um ýmis önnur mál, þar sem hann sagði meðal ann­ars að stjórn­völd þyrftu að hætta að velja ferða­þjón­ustu sem sig­ur­veg­ara og gera umbætur í því skyni að auka sam­keppn­is­hæfni lands­ins, birt­ist á Kjarn­anum í síð­ustu viku.

Auglýsing

Sig­urður segir að Sam­tök iðn­að­ar­ins hafi kallað eftir arð­sem­is­mati á fram­kvæmd­unum sem eru undir í sam­göngusátt­mál­an­um, sem nýta mætti varð­andi for­gangs­röðun á fram­kvæmd­um. „Von­andi hefur það verið unnið þó ég hafi ekki séð það,“ segir Sig­urð­ur.

Borgin reyni að gera dýrasta kost­inn að einu leið­inni varð­andi Sunda­braut

Spurður sér­stak­lega út í Sunda­braut, segir Sig­urður hana stóra fram­kvæmd sem geti breytt mjög miklu, hafi verið rætt mjög lengi og verið lengi á teikni­borð­inu. Opnað hefur verið á aðkomu einka­að­ila að verk­efn­inu og það telur Sig­urður að gæti orðið spenn­andi og hag­kvæm lausn, rétt eins og Hval­fjarð­ar­göngin voru vel heppnuð fram­kvæmd og verk­efni.

Óljóst er í hvaða formi Sundabrautin verður inni í þéttbýli Reykjavíkur, hvort ráðist verði í gerð jarðganga eða lágbrúar.„En það sem er auð­vitað óút­kljáð er lega braut­ar­innar í Reykja­vík og þar fæ ég ekki betur séð en að meiri­hluti borg­ar­stjórnar sé vilj­andi að leggja stein í götu þessa verk­efn­is. Það væri mjög heið­ar­legt ef þau myndu bara segja það beint út, sem þau hafa ekki treyst sér til að gera en þeirra aðgerðir miða að því að draga úr fýsi­leika þessa verk­efn­is, að þrengja að hag­kvæmum kostum þannig að dýr­asti kost­ur­inn verði eina leiðin og þá er ekki víst að þetta verk­efni verði fjár­hags­lega arð­bært,“ segir Sig­urð­ur.

Hann bætir við að á meðan þessi mál séu óút­kljáð verði ekk­ert af fram­kvæmd­inni, en eins og Kjarn­inn fjall­aði um nýlega er verk­efnið um Sunda­braut þar statt þesssa dag­ana að starfs­hópur er að störfum við að rýna fýsi­leika þeirra tveggja kosta sem eftir standa um teng­ingu innan þétt­býlis í Reykja­vík, lág­brúar yfir Klepps­vík eða jarð­ganga frá Laug­ar­nesi yfir í Gufu­nes. Frétta­skýr­ingu um málið má lesa hér

Spurður hvort hann telji að íslensk verk­taka­fyr­ir­tæki hafi bol­magn í að ráð­ast í fram­kvæmd á borð við Sunda­braut segir Sig­urður að hann telji það, þrátt fyrir að mögu­lega myndu fyr­ir­tæki leita sam­starfs við erlenda aðila um fram­kvæmd­ina.

„Ég held að íslenskir aðilar verði þarna í aðal­hlut­verki þó að aðrir myndu koma að. Við höfum skynjað áhuga öfl­ugra fyr­ir­tækja á þessu og fleiri verk­efnum af sama toga, þessum sam­vinnu­verk­efn­um, svo áhug­inn er sann­ar­lega til stað­ar,“ segir Sig­urð­ur.

Rætt var við Sig­urð um ýmis önnur mál í Kjarn­anum í síð­ustu viku og má lesa það við­tal hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent