Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020

Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.

Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Auglýsing

Stoð­ir, einn umsvifa­mesti einka­fjár­festir á íslenska hluta­bréfa­mark­aðnum í dag, tap­aði 477 millj­ónum króna á fyrri hluta árs­ins 2020. Á sama tíma­bili í fyrra hagn­að­ist félagið um rúma tvo millj­arða króna. Tapið má rekja til breyt­inga á virði fjár­fest­inga­eigna sem lækk­uðu um 694 millj­ónir króna á tíma­bil­inu. Geng­is­hagn­aður upp á 318 millj­ónir króna vóg upp það tak.

Eignir Stoða voru metnar á 24,7 millj­arða króna í lok júní síð­ast­lið­ins og höfðu rýrnað um tæpan hálfan millj­arð króna frá ára­mót­um. Eignir Stoða skipt­ast að uppi­stöðu í fjár­fest­ingar upp á 19,3 millj­arða króna, reiðufé upp á 3,3 millj­arða króna og veitt lán upp á rúma tvo millj­arða króna. 

Félagið skuldar hins vegar nán­ast ekk­ert og eigið fé þess því jafnt eign­un­um, eða 24,7 millj­arðar króna.

Þetta kemur fram í árs­hluta­reikn­ingi Stoða sem birtur var nýver­ið.

Grunn­ur­inn var Refresco

Þótt fyr­ir­ferð Stoða á íslenskum fjár­fest­inga­mark­aði hafi auk­ist veru­lega á síð­ustu árum þá á félagið sér langa sögu. Það hét áður FL Group og var meðal ann­ars stærsti eig­andi Glitnis banka fyrir hrun. 

Auglýsing
Félagið fór í greiðslu­­stöðvun þegar sá banki fór á haus­inn og kröf­u­hafar þess tóku það yfir. Vorið 2017 keyptu svo félög, í eigu stórra hlut­hafa í TM sem voru margir hverjir lyk­il­­­menn í FL Group á árunum fyrir hrun, ráð­andi hlut í Stoð­u­m.

Þá áttu Stoðir ein­ungis eina eign af viti sem átti eftir að vinna úr, hlut í hol­­lenska drykkj­­­ar­vöru­fram­­­leið­and­­­anum Refresco. Sá hlutur var seldur í mars 2018 eftir yfir­­­tökutil­­boð og eftir sátu um 18 millj­­arðar króna í Stoð­­um. Þeir fjár­­munir hafa verið not­aðir í fjár­­­fest­ingar á und­an­­förnum mis­s­er­­um.

Gömul tengsl

Stærstu hlut­hafar Stoða eru S121 ehf. (64,6 pró­sent), Lands­bank­inn (12,1 pró­sent) og sjóðir í stýr­ingu Stefn­is, sjóð­stýr­inga­fyr­ir­tækis Arion banka (10,12 pró­sent).

Stærstu end­an­legu eig­endur S121 hafa margir tengsl við gamla FL Group, annað hvort störf­uðu þar eða sátu í stjórn. Má þar nefna félög tengd Magn­úsi Ármann, sem var hlut­hafi í FL Group og sat í stjórn félags­ins, Örv­ari Kjærne­sted, sem var yfir starf­semi FL Group London fyrir hrun, og Bern­hard Boga­syni, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri lög­fræðis­viðs FL Group. Þá á Einar Örn Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Skelj­ungs, líka stóran hlut. 

Auk þess á eig­in­kona Jóns Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra FL Group/­Stoða og núver­andi stjórn­ar­for­manns Stoða, og fjöl­skylda hennar stóran hlut. Með Jóni í stjórn­inni sitja Sig­­­ur­jón Páls­­­son og Örvar Kjærne­sted. Fram­­­kvæmda­­­stjóri félags­­­ins er Júl­­­íus Þor­finns­­­son.

Gætu orðið stórir í tveimur bönkum

Helstu eignir Stoða eru 4,99 pró­sent hlutur í Arion banka, 14,86 pró­sent hlutur í Sím­anum og 11,66 pró­sent hlutur í trygg­inga­fé­lag­inu TM. 

­Stoðir eru stærsti ein­staki eig­and­inn í bæði Sím­anum og TM, og langstærsti íslenski einka­fjár­festir­inn í Arion banka. Örvar og Einar Örn sitja báðir í stjórn TM, og Jón Sig­urðs­son er stjórn­ar­for­maður Sím­ans. 

Í byrjun viku var greint frá því að Kvika banki og TM hefðu ákveðið að hefja for­m­­legar við­ræður um sam­ein­ingu bank­ans við Lykil og að trygg­ing­ar­fyr­ir­tækið verði dótt­­ur­­fé­lag bank­ans. Gert er ráð fyrir TM verði dótt­­ur­­fé­lag Kviku banka og að Lyk­ill sam­ein­ist Kviku banka. Þá er gert ráð fyrir að hlut­hafar í TM fái sem end­­ur­­gjald fyrir hluta­bréfin sín í TM 55 pró­­senta hlut í sam­ein­uðu félag­i. 

Gangi þetta eftir munu Stoðir verða stærsti ein­staki eig­andi sam­ein­aðs banka með um 6,4 pró­sent eign­ar­hlut. Fjár­fest­inga­fé­lagið verður þá líka orðið stærsti einka­fjár­festir­inn í báðum einka­reknu bönkum lands­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent