Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020

Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.

Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Auglýsing

Stoð­ir, einn umsvifa­mesti einka­fjár­festir á íslenska hluta­bréfa­mark­aðnum í dag, tap­aði 477 millj­ónum króna á fyrri hluta árs­ins 2020. Á sama tíma­bili í fyrra hagn­að­ist félagið um rúma tvo millj­arða króna. Tapið má rekja til breyt­inga á virði fjár­fest­inga­eigna sem lækk­uðu um 694 millj­ónir króna á tíma­bil­inu. Geng­is­hagn­aður upp á 318 millj­ónir króna vóg upp það tak.

Eignir Stoða voru metnar á 24,7 millj­arða króna í lok júní síð­ast­lið­ins og höfðu rýrnað um tæpan hálfan millj­arð króna frá ára­mót­um. Eignir Stoða skipt­ast að uppi­stöðu í fjár­fest­ingar upp á 19,3 millj­arða króna, reiðufé upp á 3,3 millj­arða króna og veitt lán upp á rúma tvo millj­arða króna. 

Félagið skuldar hins vegar nán­ast ekk­ert og eigið fé þess því jafnt eign­un­um, eða 24,7 millj­arðar króna.

Þetta kemur fram í árs­hluta­reikn­ingi Stoða sem birtur var nýver­ið.

Grunn­ur­inn var Refresco

Þótt fyr­ir­ferð Stoða á íslenskum fjár­fest­inga­mark­aði hafi auk­ist veru­lega á síð­ustu árum þá á félagið sér langa sögu. Það hét áður FL Group og var meðal ann­ars stærsti eig­andi Glitnis banka fyrir hrun. 

Auglýsing
Félagið fór í greiðslu­­stöðvun þegar sá banki fór á haus­inn og kröf­u­hafar þess tóku það yfir. Vorið 2017 keyptu svo félög, í eigu stórra hlut­hafa í TM sem voru margir hverjir lyk­il­­­menn í FL Group á árunum fyrir hrun, ráð­andi hlut í Stoð­u­m.

Þá áttu Stoðir ein­ungis eina eign af viti sem átti eftir að vinna úr, hlut í hol­­lenska drykkj­­­ar­vöru­fram­­­leið­and­­­anum Refresco. Sá hlutur var seldur í mars 2018 eftir yfir­­­tökutil­­boð og eftir sátu um 18 millj­­arðar króna í Stoð­­um. Þeir fjár­­munir hafa verið not­aðir í fjár­­­fest­ingar á und­an­­förnum mis­s­er­­um.

Gömul tengsl

Stærstu hlut­hafar Stoða eru S121 ehf. (64,6 pró­sent), Lands­bank­inn (12,1 pró­sent) og sjóðir í stýr­ingu Stefn­is, sjóð­stýr­inga­fyr­ir­tækis Arion banka (10,12 pró­sent).

Stærstu end­an­legu eig­endur S121 hafa margir tengsl við gamla FL Group, annað hvort störf­uðu þar eða sátu í stjórn. Má þar nefna félög tengd Magn­úsi Ármann, sem var hlut­hafi í FL Group og sat í stjórn félags­ins, Örv­ari Kjærne­sted, sem var yfir starf­semi FL Group London fyrir hrun, og Bern­hard Boga­syni, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri lög­fræðis­viðs FL Group. Þá á Einar Örn Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Skelj­ungs, líka stóran hlut. 

Auk þess á eig­in­kona Jóns Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra FL Group/­Stoða og núver­andi stjórn­ar­for­manns Stoða, og fjöl­skylda hennar stóran hlut. Með Jóni í stjórn­inni sitja Sig­­­ur­jón Páls­­­son og Örvar Kjærne­sted. Fram­­­kvæmda­­­stjóri félags­­­ins er Júl­­­íus Þor­finns­­­son.

Gætu orðið stórir í tveimur bönkum

Helstu eignir Stoða eru 4,99 pró­sent hlutur í Arion banka, 14,86 pró­sent hlutur í Sím­anum og 11,66 pró­sent hlutur í trygg­inga­fé­lag­inu TM. 

­Stoðir eru stærsti ein­staki eig­and­inn í bæði Sím­anum og TM, og langstærsti íslenski einka­fjár­festir­inn í Arion banka. Örvar og Einar Örn sitja báðir í stjórn TM, og Jón Sig­urðs­son er stjórn­ar­for­maður Sím­ans. 

Í byrjun viku var greint frá því að Kvika banki og TM hefðu ákveðið að hefja for­m­­legar við­ræður um sam­ein­ingu bank­ans við Lykil og að trygg­ing­ar­fyr­ir­tækið verði dótt­­ur­­fé­lag bank­ans. Gert er ráð fyrir TM verði dótt­­ur­­fé­lag Kviku banka og að Lyk­ill sam­ein­ist Kviku banka. Þá er gert ráð fyrir að hlut­hafar í TM fái sem end­­ur­­gjald fyrir hluta­bréfin sín í TM 55 pró­­senta hlut í sam­ein­uðu félag­i. 

Gangi þetta eftir munu Stoðir verða stærsti ein­staki eig­andi sam­ein­aðs banka með um 6,4 pró­sent eign­ar­hlut. Fjár­fest­inga­fé­lagið verður þá líka orðið stærsti einka­fjár­festir­inn í báðum einka­reknu bönkum lands­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent