Smitum fjölgar ört í Svíþjóð

Vonir um að Svíþjóð myndi ekki verða fyrir haustbylgju kórónuveirufaraldursins í Evrópu virðast farnar, en daglegum smitum fer þar ört fjölgandi á mörgum stöðum landsins.

Anders Tegnell, sóttvarnarlæknir Svíþjóðar.
Anders Tegnell, sóttvarnarlæknir Svíþjóðar.
Auglýsing

Viku­legur fjöldi nýrra COVID-19 smita í Sví­þjóð er nú á svip­uðum slóðum og hann var í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins í byrjun apríl þar í landi. Hröð aukn­ing smita í Stokk­hólmi, Upp­sölum og á Skáni vekja ugg, en land­læknir bendir á háskóla­nema og hokkís­pil­ara sem hugs­an­lega smit­ber­a. 

Útbreitt ónæmi hindr­aði ekki nýja bylgju

­Fyrir mán­uði síðan greindi Kjarn­inn frá fækkun smita í Sví­þjóð, á meðan þeim fór fjölg­andi í Dan­mörku. And­ers Tegn­ell sótt­varn­ar­læknir Sví­þjóðar mat það svo að útbreitt ónæmi fyrir veirunni þar í landi skýra mis­mun­inn í fjölgun smita. Enn fremur sagð­ist hann ekki ótt­ast aðra stóra bylgju veirunnar í land­inu, þótt hann taldi lík­legt að stað­bundin hópsmit gætu komið upp.

Þrátt fyrir yfir­lýs­ingar Tegn­ell virð­ist svo vera sem að önnur bylgja sé nú hafin í Sví­þjóð, en nýjum smitum hefur fjölgað ört þar í landi á síð­ustu dögum sam­kvæmt tölum frá land­lækn­is­emb­ætti lands­ins

Auglýsing
Sjá má viku­legan fjölda smita í Sví­þjóð frá febr­ú­ar­byrjun á mynd hér að neð­an, en sam­kvæmt henni greindust rúm 3.600 til­felli í síð­ustu viku, sem er svipað mikið og í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins í apríl og maí þar í landi.

Vikuleg tilfelli af COVID-19 í Svíþjóð. Heimild: Landlæknisembætti Svíþjóðar.

Smitin eru þó ekki enn orðin jafn­mörg og þau voru á hápunkti far­ald­urs­ins í Sví­þjóð júní síð­ast­liðn­um, en þá greindust rúm­lega sjö þús­und smit á viku.

Aukn­ingin er hröð í höf­uð­borg lands­ins, Stokk­hólmi, þar sem viku­leg til­felli eru nú fjórum sinnum fleiri en þau voru í byrjun sept­em­ber­mán­að­ar. Einnig hefur smitum fjölgað hratt á Skáni í suð­ur­hluta lands­ins, en þar hefur fjöldi nýrra smita orðið jafn­hár og hann var á hápunkti far­ald­urs­ins fyrr í ár. 

Í Upp­sölum má líka sjá öra fjölgun nýrra til­fella, en ákveðið var í dag að fresta öllum aðgerðum í háskóla­sjúkra­hús­inu í borg­inni sem ekki eru nauð­syn­leg­ar. Sam­kvæmt Johan Nöjd, smit­sjúk­dóma­lækni sjúkra­húss­ins hefur fjöldi inn­lagna þeirra sem eru sýktir af kór­ónu­veirunni auk­ist hratt, en 20 manns liggja þar inni þessa stund­ina. 

Á blaða­manna­fundi í gær sagði Tegn­ell að Stokk­hólm­ur, Skánn, Upp­salir og Upp­land standi út úr í fjölda smita, en fjölg­unin bendi til þess að smitin séu til­tölu­lega útbreidd í sam­fé­lag­inu og ekki stað­bundin leng­ur. 

Hokkílið og stúd­entar

Land­lækn­is­emb­ætti Sví­þjóðar seg­ist hafa skoðað hvað gæti legið að baki nýlegri aukn­ingu smita og segir að vís­bend­ingar séu frá Sví­þjóð, Nor­egi og Finn­landi um að ýmis íþrótta­starf­semi gæti átt í sök. 

Emb­ættið nefnir sér­stak­lega hokkílið, þar sem hóp­sýk­ingar hafa mynd­ast. Tegn­ell bætir þó við að ekki sé talið að neinn hafi smit­ast á skauta­svell­unum sjálf­um, lík­legra er að smit hafi borist á milli manna innan sömu lið­anna. „Við erum í sam­ræðum við Íþrótta­sam­band Sví­þjóðar um mögu­legar ástæður að baki smit­semi hokkís­ins,“ sagði sótt­varn­ar­lækn­ir­inn svo.

Einnig benti Tegn­ell á að einka­sam­kvæmi og veislur meðal náms­manna hafi leitt til frek­ari útbreiðslu smit­anna í Upp­sölum á blaða­manna­fundi í gær. Nöjd sagð­ist þá einnig vera í sam­ræðum við Tegn­ell um mögu­lega tak­mörkun á opn­un­ar­tíma veit­inga- og skemmti­staða í borg­inn­i. Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent