Þann 7. október höfðu 167.323 manns sótt fimm þúsund króna ferðagjöf stjórnvalda, af þeim um 280 þúsund manns sem eiga rétt á henni. Af þeim sem hafa sótt hana hafa 130 þúsund manns, tæpur helmingur þeirra sem geta nýtt sér hana, þegar notað gjöfina til að greiða fyrir vörur og þjónustu hjá þeim fyrirtækjum sem tóku þátt í átakinu fyrir alls um 837 milljónir króna. Ferðagjöfin gildir út árið 2020 og því verða þeir sem ekki nýta hana fyrir áramót af henni. , en tveir og hálfur mánuður eru eftir af árinu.
Þegar aðgerðin var kynnt af stjórnvöldum kom fram að með þessu framtaki ætti að gefa Íslendingum eldri en 18 ára samtals 1,5 milljarð króna til að örva vilja þeirra til innlendrar neyslu og ferðalaga. Í dag hefur þjóðin samtals eytt um 56 prósent þeirrar upphæðar sem stjórnvöld kynntu að aðgerðin ætti að kosta.
Frumvarp um ferðagjöfina var samþykkt 12. júní síðastliðinn og hægt hefur verið að sækja sína ferðagjöf frá 19. júní síðastliðnum.
Kostnaðurinn strax ofáætlaður
Ein af efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem opinberuð var þegar fyrsti aðgerðarpakki hennar var kynntur 21. mars síðastliðinn, var að senda á öllum einstaklingum 18 ára og eldri með íslenska kennitölu starfræna fimm þúsund króna gjöf útgefna af stjórnvöldum. Síðar fékk þessi aðgerð, sem átti að hafa þau áhrif að efla eftirspurn eftir kaupum á innlendri vöru og þjónustu í sumar, nafnið „Ferðagjöfin“.
Rætt um að skala gjöfina upp
Búið var til sérstakt app sem hægt að var nýta gjöfina í gegnum og safna saman annarra manna gjöfum ef þeir ætluðu sér ekki að nýta sína, upp að 15 ávísana hámarki. Heildarkostnaður við gerð appsins átti að vera að hámarki 15 milljónir króna.
Hvert og eitt fyrirtæki átti að hámarki að geta tekið við 100 milljónum króna í formi ferðagjafa og fyrirtæki sem metið var í rekstrarerfiðleikum 31. desember 2019 átti að hámarki að geta tekið við samanlagt 25 milljónum króna.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði í viðtali við Kjarnann í maí að ein leið til að örva eftirspurn eftir ferðaþjónustu á Íslandi á komandi sumri væri að skala upp hugmyndina um ferðagjöfina og eyða hærri fjárhæð en 1,5 milljarði króna í hana.
„Tæknilausnin liggur fyrir, útfærslan er einföld. Það væri hægt að skala þetta upp og búa til verulega eftirspurn eftir ferðaþjónustunni á Íslandi og flétta það síðan saman við opnun landamæra sem verður þó háð því hvernig öðrum löndum tekst að eiga við pláguna.“