Tæpur helmingur hefur nýtt sér fimm þúsund króna ferðagjöfina

Fimm þúsund króna ferðagjöf stjórnvalda til landsmanna úr ríkissjóði átti að kosta 1,5 milljarð króna. Tæplega helmingur þeirra sem eiga rétt á henni hafa nýtt gjöfina nú þegar tveir og hálfur mánuður er eftir af gildistíma hennar.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, lagði fram frumvarp um ferðagjöfina sem samþykkt var 12. júní.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, lagði fram frumvarp um ferðagjöfina sem samþykkt var 12. júní.
Auglýsing

Þann 7. októ­ber höfðu 167.323 manns sótt fimm þús­und króna ferða­gjöf stjórn­valda, af þeim um 280 þús­und manns sem eiga rétt á henni. Af þeim sem hafa sótt hana hafa 130 þús­und manns, tæpur helm­ingur þeirra sem geta nýtt sér hana, þegar notað gjöf­ina til að greiða fyrir vörur og þjón­ustu hjá þeim fyr­ir­tækjum sem tóku þátt í átak­inu fyrir alls um 837 millj­ónir króna. Ferða­gjöfin gildir út árið 2020 og því verða þeir sem ekki nýta hana fyrir ára­mót af henni. , en tveir og hálfur mán­uður eru eftir af árin­u. 

Þegar aðgerðin var kynnt af stjórn­­völdum kom fram að með þessu fram­taki ætti að gefa Íslend­ingum eldri en 18 ára sam­tals 1,5 millj­­arð króna til að örva vilja þeirra til inn­­­lendrar neyslu og ferða­laga. Í dag hefur þjóðin sam­tals eytt um 56 pró­sent þeirrar upp­hæðar sem stjórn­völd kynntu að aðgerðin ætti að kosta. 

Frum­varp um ferða­­gjöf­ina var sam­­þykkt 12. júní síð­­ast­lið­inn og hægt hefur verið að sækja sína ferða­­gjöf frá 19. júní síð­­ast­liðn­­­um. 

Kostn­að­­ur­inn strax ofá­ætl­­aður

Ein af efna­hags­að­­gerðum rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar, sem opin­beruð var þegar fyrsti aðgerð­­ar­­pakki hennar var kynntur 21. mars síð­­ast­lið­inn, var að senda á öllum ein­stak­l­ingum 18 ára og eldri með íslenska kenn­i­­­tölu star­fræna fimm þús­und króna gjöf útgefna af stjórn­­­völd­­­um. Síðar fékk þessi aðgerð, sem átti að hafa þau áhrif að efla eft­ir­­spurn eftir kaupum á inn­­­lendri vöru og þjón­­ustu í sum­­­ar, nafnið „Ferða­­gjöf­in“.

Auglýsing
Alls átti kostn­að­­ur­inn við þessa gjöf til allra full­orð­inna lands­­manna að vera 1,5 millj­­arðar króna. Ef það ætti að nást hefðu 300 þús­und manns þurft að sækja ferða­­gjöf­ina, en miðað við mann­­fjölda­­tölur Hag­­stofu Íslands voru íbúar Íslands 18 ára og eldri um 280 þús­und í upp­­hafi árs og ekki víst að þeir séu allir með íslenska kenn­i­­tölu, en slíka þarf til að sækja ferða­­gjöf­ina. Því er ljóst að kostn­aður við ferða­­gjöf­ina gat í raun aldrei orðið meiri en 1,4 millj­­arðar króna hið mesta.

Rætt um að skala gjöf­ina upp

Búið var til sér­­stakt app sem hægt að var nýta gjöf­ina í gegnum og safna saman ann­­arra manna gjöfum ef þeir ætl­­uðu sér ekki að nýta sína, upp að 15 ávís­ana hámarki. Heild­­ar­­kostn­aður við gerð apps­ins átti að vera að hámarki 15 millj­­ónir króna.

Hvert og eitt fyr­ir­tæki átti að hámarki að geta tekið við 100 millj­­­ónum króna í formi ferða­gjafa og fyr­ir­tæki sem metið var í  rekstr­­­ar­erf­ið­­­leikum 31. des­em­ber 2019 átti að hámarki að geta tekið við sam­an­lagt 25 millj­­­ónum króna.  

Sig­­­urður Ingi Jóhanns­­­son, for­­­maður Fram­­­sókn­­­ar­­­flokks­ins og sam­göngu- og sveit­­­­ar­­­­stjórn­­­­­­­ar­ráð­herra, sagði í við­tali við Kjarn­ann í maí að ein leið til að örva eft­ir­­­spurn eftir ferða­­­þjón­­­ustu á Íslandi á kom­andi sumri væri að skala upp hug­­­mynd­ina um ferða­­­gjöf­ina og eyða hærri fjár­­­hæð en 1,5 millj­­­arði króna í hana. 

„Tækn­i­­­­lausnin liggur fyr­ir, útfærslan er ein­­­­föld. Það væri hægt að skala þetta upp og búa til veru­­­­lega eft­ir­­­­spurn eftir ferða­­­­þjón­ust­unni á Íslandi og flétta það síðan saman við opnun landamæra sem verður þó háð því hvernig öðrum löndum tekst að eiga við plág­una.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent