Fleiri börn með áhyggjur hringja í Hjálparsímann

Aukning hefur orðið í símtölum í Hjálparsímann 1717 frá börnum og unglingum sem hafa áhyggjur og líður ekki vel. Einnig hringja töluvert fleiri vegna kvíða.

Börn geta fundið fyrir kvíða og áhyggjum vegna ástandsins í samfélaginu og mikilvægt er að ræða við þau um tilfinningarnar.
Börn geta fundið fyrir kvíða og áhyggjum vegna ástandsins í samfélaginu og mikilvægt er að ræða við þau um tilfinningarnar.
Auglýsing

Und­an­farið hafa fleiri börn og ung­lingar en áður hringt í Hjálp­ar­sím­ann 1717 og lýst áhyggjum sínum og van­líð­an. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá almanna­vörnum hefur sím­tölum frá fólki sem finnur fyrir kvíða einnig fjölg­að.



Pieta-­sam­tök­in, sem sinna for­varn­ar­starfi gegn sjálfs­vígum og sjálfs­skaða, sinna yfir 300 við­tölum á viku við fólk sem glímir við sjálfs­vígs­hugs­an­ir. Hringt er í Hjálp­ar­sím­ann 1717, sem Rauði kross­inn rek­ur, og Pieta-sím­ann á öllum tímum sól­ar­hrings­ins.



Óvissan er stór fylgi­fiskur heims­far­ald­urs­ins sem heims­byggðin stendur frammi fyrir og ýmsar breyt­ingar hafa orðið á dag­legum venjum og virkni fólks. Það þýðir til dæmis að tæki­færi til að sinna því sem almennt skapar vellíð­an, eins og að fara í rækt­ina og sund eða að hitta ást­vini, eru tak­mark­aðri en ella. Allt getur þetta haft áhrif á líðan og valdið áhyggj­um. Þjálfaðir og reynslu­miklir sjálf­boða­liðar Rauða kross­ins sjá um að svara þeim sím­tölum sem ber­ast í 1717 eða skila­boðum í net­spjalli og „ekk­ert vanda­mál er of stórt eða lít­ið,“ segir á heima­síðu Hjálp­ar­sím­ans. Þangað er hægt að hringja í trún­aði og ástæður þess að fólk leitar sér þar hjálpar eru margar og mis­mun­andi, svo sem ein­mana­leiki, þung­lyndi, kvíði, sjálfs­vígs­hugs­anir og sjálfs­skaði.

Auglýsing



Á for­síðu blaðs Geð­hjálp­ar, sem kemur út í dag, er birt tala: 39. Talan stendur fyrir þá íbúa Íslands sem féllu fyrir eigin hendi á árinu 2019. „Við höfum í gegnum árin veigrað okkur við að ræða þessa tölu, þennan mæli­kvarða á geð­heilsu okk­ar, opin­ber­lega,“ skrifa Héð­inn Unn­steins­son, for­maður Geð­hjálp­ar, og Kristín Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Pieta, í aðsendri grein sem birt er í Morg­un­blað­inu í dag. Ástæðan fyrir því að þau ákveða að gera það nú er tví­þætt. „Ann­ars vegar viljum við ræða sjálfs­víg og þann skyndi­lega missi, sárs­auka og sorg sem aðstand­endur verða fyrir og hins vegar viljum við ræða þá ástæðu sem býr að baki og orsaka­þætti geð­heil­brigð­is. [...] Nú þegar nær níu mán­uðir eru liðnir frá því að Covid-19 fór að hafa áhrif á hugs­anir okkar og hegðun er ljóst að áhrifin á orsaka­þætti geð­heilsu verða mik­il.“



Héð­inn og Kristín segja að allir þurfi að laga sig að breyttum veru­leika og fyrir suma sé sú aðlögun umtals­verð. Rútínan fer úr skorð­um, fjár­hagur verður ótrygg­ari, óvissa og heilsu­ótti eru meðal þátta sem geta haft áhrif á geð­heilsu. „Líðan okk­ar, geð­heilsan, er því und­ir, nú sem aldrei fyrr, og lík­legt er að félags- og efna­hags­legar afleið­ingar Covid-19 á sam­fé­lagið muni fylgja okkur í nokkur ár.“ Með öðrum orð­um, skrifa þau, „allar líkur eru á að heilt á litið muni okk­ur, sem þjóð, líða verr en okkur hefur liðið síð­ast­liðin ár“.



Leggja þau það til að sam­fé­lagið bregð­ist við þeirri áskorun með því að ein­beita sér að orsaka­þáttum geð­heilsu. Benda þau á að fé til almanna­þjón­ustu rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga gæti dreg­ist saman næstu miss­eri á sama tíma og þörfin fyrir þjón­ust­una hefur auk­ist. „Við þurfum nefni­lega ekki að vera veik til að líða skelfi­lega illa. Orð eins og biðlist­ar, úrræði við hæfi, með­ferð, grein­ing, geð­sjúk­dóm­ur, sjálfs­víg, van­líðan og sál­rænn sárs­auki eru orð sem við­halda orð­ræðu þeirra afleið­inga sem við þurfum ávallt að búa við en það verður að auka áhersl­una á orsakir geð­heilsu okkar allra, óháð því hvernig okkur líð­ur.“



Á vef­síð­unni www.39.is er hægt að skrifa undir áskorun um að setja geð­heils­una í for­gang í sam­fé­lag­inu.

Eðli­legt að hafa áhyggjur



Alma Möller land­læknir hefur frá upp­hafi far­ald­urs­ins ítrekað bent á mik­il­vægi þess að hlúa að sjálfum sér og öðrum og meðal ann­ars bent á efni á covid.is undir flip­anum Líðan okk­ar.



Í ljósi mik­illar fréttaum­fjöll­unar um far­ald­ur­inn sem nú dynur á öllum er „eðli­legt að hafa áhyggjur af því hvaða áhrif ástandið muni hafa á okkur og ást­vini okk­ar,“ segir í bæk­lingnum Að takast á við áhyggjur og kvíða í heims­far­aldri sem birtur er á vef­síð­unni Covid.is. „Það er eðli­legt að eiga erfitt á tímum sem þessum, svo það er mik­il­vægt að sýna sjálfum sér og öðrum aðgát og sam­úð.“

Líkamsræktarstöðvar eru lokaðar en á netinu má finna fjöldann allan af fjölbreyttum æfingum til að gera heima. Mynd: EPA



Allir hafa ein­hverjar áhyggj­ur, segir þar enn­frem­ur, og það að hugsa fram í tím­ann getur hjálpað okkur að skipu­leggja hluti og bregð­ast við aðstæð­um. Erfitt getur verið fyrir fólk að meta hvenær áhyggjur eru orðnar óhóf­legar en þær verða sjálf­stætt vanda­mál þegar þær koma í veg fyrir að fólk geti lifað því lífi sem það vill lifa eða ef þær valda þreytu og van­líð­an.



Þegar við finnum fyrir áhyggjum getur farið af stað eins konar keðja af hugs­unum og hug­ar­myndum sem oft á tíðum stig­magn­ast í styrk og svart­sýni og bein­ist stundum að ólík­leg­ustu hlut­um. „Á tímum sem þessum er eðli­legt að við stöndum okkur að því að hugsa um verstu mögu­legu útkomu. Sumir upp­lifa algert stjórn­leysi gagn­vart áhyggjum sínum og finnst eins og þær öðlist sjálf­stætt líf,“ segir á Covid.­is.



Þar er að finna gagn­legt fræðslu­efni og æfingar til að við­halda vellíðan og höndla áhyggjur m.a. eft­ir­far­andi:



Jafn­vægi í dag­legu lífi

Hvort sem fólk vinnur að heiman, er í sótt­kví eða ein­angrun getur verið hjálp­legt að koma sér upp skipu­lagi sem felur í sér jafn­vægi á milli athafna sem: Veita fólki þá upp­lifun að það ha­fi áorkað ein­hverju; gert gagn eða gert eitt­hvað mik­il­vægt, fela í sér tengsl og nánd milli fólks og fram­kvæmdar eru ánægj­unnar vegna.

Eðli vand­ans

Snú­ast áhyggj­urnar um raun­veru­leg vanda­mál eða mögu­leg vanda­mál? Ef við erum með áhyggjur af mörgum mögu­legum vanda­málum er mik­il­vægt að við minnum okkur á að hug­ur­inn er upp­tek­inn af vanda­málum sem við höfum ekki tök á að leysa núna. Í fram­hald­inu er hjálp­legt að finna leiðir til að sleppa áhyggj­unum og ein­beita sér að öðru.



Æfingar í að fresta áhyggj­um 

Áhyggjur geta verið ágengar og valdið því að fólki finn­ist nauð­syn­legt að bregð­ast strax við. Með því að æfa sig í að fresta áhyggjum af mögu­legum vanda­málum fær fólk gjarnan annað sjón­ar­horn og upp­lifun af áhyggjum sín­um. Í fram­kvæmd snýst þetta um að taka dag­lega frá tíma (t.d. 30 mín­útur seinnipart dags) til þess að hugsa um áhyggj­urnar og jafn­framt að sleppa og fresta áhyggjum á öðrum tímum sól­ar­hrings­ins.



Sjálf­s­tal sem ein­kenn­ist af sam­kennd

Áhyggjur bein­ast gjarnan að fólki sem okkur þykir vænt um. Eitt af helstu verk­færum hug­rænnar atferl­is­með­ferðar er að skrifa niður hugs­anir sem eru nei­kvæð­ar, valda kvíða eða öðru upp­námi og að finna svör við þeim.



Núvit­und

Að læra núvit­und og stunda slíkar æfingar getur hjálpað fólki að sleppa áhyggjum og að draga athygl­ina að líð­andi stund. Full athygli að önd­un­inni eða umhverf­is­hljóðum getur verið hjálp­leg­t „­akk­er­i“ til þess að beina athygl­inni að núinu og að sleppa áhyggj­um.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent