Vilja lækka kosningaaldur niður í 16 ár í öllum kosningum á Íslandi

Ellefu þingmenn hafa lagt fram frumvarp um að lækka kosningaaldur niður úr 18 árum í 16. 2018 kom málþóf þingmanna úr þremur flokkum i veg fyrir að greidd yrðu atkvæði um frumvarp sem hefði tryggt 16 ára kosningarétt í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

Andrés Ingi Jónsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Andrés Ingi Jónsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Auglýsing

Níu þing­menn úr þremur stjórn­ar­and­stöðu­flokkum og tveir þing­menn utan flokka hafa lagt fram frum­varp um að lækka kosn­inga­aldur niður í 16 ára. Verið frum­varpið að lögum munu allir lands­menn sem náð hafa 16 ára aldri geta kosið hér­lend­is. Fyrstu kosn­ing­arnar sem þetta fyr­ir­komu­lag myndi gilda yrðu í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum 2022. Fyrstu for­seta­kosn­ing­arnar sem 16 ára gamlir ein­stak­lingar gætu kosið í yrðu 2024 og fyrstu þing­kosn­ing­arnar að óbreyttu árið 2025. 

Fyrsti flutn­ings­maður máls­ins er Andrés Ingi Jóns­son, sem starfar utan flokka eftir að hafa yfir­gefið Vinstri græn fyrir tæpu ári síð­an. Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, sem fór sömu leið og Andrés fyrr á þessu ári, er einnig á meðal flutn­ings­manna. Auk þeirra eru þing­menn frá Sam­fylk­ingu, Pírötum og Við­reisn á frum­varp­in­u. 

Auglýsing
Í grein­ar­gerð sem fylgir með því segir að ungt fólk hafi löngum þurft að þola lýð­ræð­is­halla hvað varðar aðkomu að vali á kjörnum full­trúum og vægi á fram­boðs­listum stjórn­mála­sam­taka. „Lækkun kosn­inga­ald­urs mundi styrkja rödd ungu kyn­slóð­ar­innar og leið­rétta þennan lýð­ræð­is­halla. Þetta mundi jafn­framt auðga stjórn­málin með nýjum hug­myndum um leið og þjóðin er að eld­ast. Ísland mundi með lækkun kosn­inga­ald­urs skipa sér í hóp með þeim ríkjum þar sem ekki er ein­ungis kallað eftir sjón­ar­miðum ungs fólks til mála­mynda, heldur væri því veittur form­legur og fullur aðgangur að lýð­ræð­inu til jafns við full­orðna. Ísland yrði í hópi ríkja sem eru í far­ar­broddi þegar kemur að lýð­ræð­is­þróun – stigi mik­il­vægt skref sem er þó eng­inn enda­punktur heldur krafa um stöðugar umbætur til að sem flestar og fjöl­breyttastar raddir heyr­is­t.“

Mál­þóf kom í veg fyrir atkvæða­greiðslu

Frum­vörp um að lækka kosn­inga­aldur í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum niður í 16 ár hafa áður verið lögð fram. Í mars 2018, skömmu fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar það árið, var öruggur meiri­hluti fyrir því að sam­þykkja mál­ið, sam­kvæmt við­mæl­endum Kjarn­ans innan stjórn­mála­flokka á þeim tíma. 

lögð­ust hins vegar þing­menn úr Sjálf­­stæð­is­­flokki, Mið­­flokki og Flokki fólks­ins í mál­þóf til að tefja fyrir atkvæða­greiðslu um frum­varp­ið.

Kann­anir sýndu  að þeir flokkar sem nutu mest stuðn­­ings hjá ungu fólki voru mun meira fylgj­andi því að frum­varpið yrði sam­­þykkt í mars 2018 og að breyt­ingin myndi taka gildi fyrir sveit­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­ing­­arnar sem fóru fram í lok maí sama ár. 

Í síð­­­ustu skoð­ana­könn­un­inni sem Gallup gerði um fylgi stjórn­­­mála­­flokka fyrir síð­­­ustu Alþing­is­­kosn­­ing­­ar, og birt­ist 27. októ­ber 2017, kom til að mynda fram að Vinstri græn nutu stuðn­­ings 25 pró­­sent kjós­­enda sem voru undir 30 ára. Stuðn­­ingur við flokk­inn var lang­­mestur í yngsta ald­­ur­s­hópn­um. Píratar nutu stuðn­­ings 15 pró­­sent kjós­­enda í þeim ald­­ur­s­hópi. Til sam­an­­burðar ætl­­uðu 3-6 pró­­sent þeirra sem voru eldri en 50 ára að kjósa Pírata. Við­reisn naut stuðn­­ings 11 pró­­sents kjós­­enda undir þrí­­tugu en ein­ungis fjögur pró­­sent kjós­­enda sem voru yfir 60 ára ætl­­uðu að kjósa flokk­inn. 

Eini flokk­­ur­inn sem var í heild sinni fylgj­andi breyt­ing­unni á kosn­­inga­aldr­inum sem naut meira fylgis hjá eldri kjós­­endum en yngri var Sam­­fylk­ing­in. Það er þó þannig að 12 pró­­sent kjós­­enda undir þrí­­tugu ætl­­uðu að kjósa þann flokk sem er meira fylgi en hann naut hjá fólki á fer­tugs­aldri.

Flokkar sem sækja stuðn­ing til eldri kjós­enda á móti

Flokk­­arnir sem voru mest á móti breyt­ing­unni, eða að minnsta kosti mót­­fallnir því að hún myndi taka gildi fyrir síð­ustu sveit­­ar­­stjórn­­­ar­­kosn­­ing­­ar, áttu það allir sam­eig­in­­legt að njóta umtals­verðs meira fylgis hjá eldri kjós­­endum en þeim sem yngri eru. 

Mun­­ur­inn var sýn­i­­leg­astur hjá Sjálf­­stæð­is­­flokki. Í áður­nefndri könnun Gallup kom fram að 18 pró­­sent kjós­­enda undir þrí­­tugu ætl­­uðu að kjósa flokk­inn í síð­ustu kosn­ing­um, sem er langt undir kjör­­fylgi hans. Að sama skapi naut hann stuðn­­ings 28-30 pró­­sent þeirra sem voru eldri en 40 ára. Mið­­flokk­­ur­inn naut stuðn­­ings sjö pró­­sents kjós­­enda undir þrí­­tugu og Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn naut stuðn­­ings átta pró­­sent ungra kjós­­enda. 

Í báðum til­­vikum var það fylgi tölu­vert undir kjör­­fylg­i. 

Í til­­viki Flokks fólks­ins mæld­ist stuðn­­ingur við hann hjá fólki yngra en 30 ára ein­ungis eitt pró­­sent í könnun Gallup.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt
Samgöngustofa féllst ekki á röksemdir Icelandair um að flugfélagið þyrfti ekki að greiða bætur fyrir að aflýsa flugi með skömmum fyrirvara. Félagið bar því fyrir sig að ferðatakmarkanir væru óviðráðanlegar aðstæður. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.
Kjarninn 30. október 2020
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent