Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinni útsendingu á YouTube-rás bandaríska blaðsins Washington Post að ræða kórónuveirufaraldurinn þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir kl. 13:43 í dag.
„Guð minn góður, það er jarðskjálfti,“ sagði Katrín og baðst síðan skömmu afsökunar á þeirri truflun sem jarðskjálftinn olli á útsendingunni og hélt áfram að tala um kórónuveiruna.
Katrín sagðist giska á að skjálftinn hefði verið frekar stór og nærri, sem var hárrétt metið hjá henni, enda var skjálftinn 5,6 að stærð og átti upptök sín í Núpahlíðarhálsi, 5 kílómetra vestur af Seltúni á Reykjanesi.
Yfir 50 eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið og búast má við fleirum. Almannavarnir hvetja fólk til þess að kynna sér viðbrögð eftir jarðskjálfta:
Sjá má viðbrögð Katrínar í myndskeiðinu hér að neðan: