Jarðskjálfti sem var 5,6 að stærð samkvæmt endanlegum mælingum Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag.
Upptök skjálftans voru í Núpahlíðarhálsi, vestan við Krýsuvík á Reykjanesi. Vefur Veðurstofunnar lá niðri vegna álags fyrstu mínúturnar eftir skjálftann.
Yfir 50 eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið á skjálftanum öfluga og búast má við fleirum. Almannavarnir hvetja fólk til þess að kynna sér viðbrögð eftir jarðskjálfta.
Á Alþingi skalf allt og nötraði og Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata forðaði sér út pontu. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis bað þingmenn um að sitja rólega í sætum sínum, eins og sjá má hér að neðan.
Auglýsing