Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu

Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Auglýsing

„Í síð­ustu viku braut ég eigin reglu um að læka ekki efni á sam­fé­lags­miðl­u­m, setti læk við færslu vina minna sem reka lík­ams­rækt­ar­stöð­ina Hress en ákváðu að hafa hana áfram lok­aða um skeið,“ skrifar Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, í færslu á Face­book-­síðu sinni. Hann seg­ist í ræðu og riti hafa hvatt til auk­innar áherslu á lýð­heilsu í sam­fé­lag­inu öllu og hollrar hreyf­ingar sem nærir lík­ama og sál. Í þeim efnum séu lík­ams­rækt­ar­stöðvar nauð­syn­leg­ar, staðir þar sem fólk hitt­ist, hreyfir sig og nýtur leið­sagnar sér­þjálfaðs liðs.„Gott er að vita til þess að opnun lík­ams­rækt­ar­stöðva var ströngum skil­yrðum háð og að bæði eig­endur þeirra og við­skipta­vinir ein­setji sér að sjálf­sögðu að fylgja þeim,“ skrifar Guðni. „En þegar við erum að reyna að fækka smit­leið­um, fækka þeim sem þurfa að fara í sótt­kví hverju sinni og halda þess­ari þriðju bylgju veirunnar í skefjum er sjálf­sagt að um stund­ar­sakir leiti sem flestir ann­arra leiða til að hlaupa, lyfta og teygja en að hóp­ast saman inni í lík­ams­rækt­ar­stöð. Til þess er guðs­græn nátt­úran til­val­in. Arm­beygjur eru ekki verri á grasi en plast­dýn­u.“Guðni von­ast til þess að hægt verði að búa svo um hnút­ana sem fyrst að fólk geti nýtt sér lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar, sund­laugar og aðra staði til heilsu­bót­ar.

Auglýsing


„Tak­mörk á manna­mótum snú­ast um það að sé maður með smit án þess að vita af því er ill­skárra að maður hafi ekki verið í fjöl­menni dag­inn út og inn. Hafi maður verið í mik­illi nánd við aðra fjölgar þeim til muna sem þurfa að fara í sótt­kví til að stemma stigu við því að þau smiti fjöl­marga aðra og svo koll af kolli. Þess vegna segir sig líka sjálft að vakni grunur um smit, hvað þá full­vissa, á ekki að láta eins og ekk­ert hafi í skorist, hvort sem er á lofti, láði eða leg­i,“ skrifar for­set­inn.„Vissu­lega geta hömlur valdið gremju og þreytu, jafn­vel van­líð­an. Á því verðum við að taka en ætti að slaka á til­mælum og leið­bein­ingum væri að margra mati rétt­ast að hefja leik­inn með því að heim­ila íþrótta­æf­ingar og skipu­lagðar tóm­stundir barna og ung­menna. Því er fagn­að­ar­efni að senn verða þær aftur leyfðar um allt land. Við sem erum eldri skulum þreyja þorr­ann og tek ég því undir þessi sjón­ar­mið heil­brigð­is­ráð­herra: „Hver og einn verður svo að leggja á það mat fyrir sitt leyti hvort hann vill gera allt sem heim­ilt er innan ramma gild­andi tak­mark­ana eða hvort hann vill ganga skemur til að draga enn frekar úr smit­hættu, eins og okkur er öllum í sjálfs­vald sett.“Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stoðir orðinn stærsti eigandi Kviku banka
Fjárfestingafélagið Stoðir er nú stærsti einstaki eigandi Kviku banka eftir að hafa skipt á hlutabréfum í TM fyrir hlutabréf í bankanum. Félagið er líka stærsti einstaki eigandi TM.
Kjarninn 4. desember 2020
Kristján Vilhelmsson.
Kristján Vilhelmsson vildi láta svipta Helga Seljan Edduverðlaunum
Útgerðarstjóri Samherja, sem var um árabil annar af stærstu eigendum fyrirtækisins, vildi láta taka Edduverðlaun Helga Seljan af honum vegna Seðlabankamálsins. Helgi var valinn sjónvarpsmaður ársins af almenningi tvö ár í röð.
Kjarninn 4. desember 2020
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent