Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu

Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Auglýsing

„Í síðustu viku braut ég eigin reglu um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum, setti læk við færslu vina minna sem reka líkamsræktarstöðina Hress en ákváðu að hafa hana áfram lokaða um skeið,“ skrifar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segist í ræðu og riti hafa hvatt til aukinnar áherslu á lýðheilsu í samfélaginu öllu og hollrar hreyfingar sem nærir líkama og sál. Í þeim efnum séu líkamsræktarstöðvar nauðsynlegar, staðir þar sem fólk hittist, hreyfir sig og nýtur leiðsagnar sérþjálfaðs liðs.


„Gott er að vita til þess að opnun líkamsræktarstöðva var ströngum skilyrðum háð og að bæði eigendur þeirra og viðskiptavinir einsetji sér að sjálfsögðu að fylgja þeim,“ skrifar Guðni. „En þegar við erum að reyna að fækka smitleiðum, fækka þeim sem þurfa að fara í sóttkví hverju sinni og halda þessari þriðju bylgju veirunnar í skefjum er sjálfsagt að um stundarsakir leiti sem flestir annarra leiða til að hlaupa, lyfta og teygja en að hópast saman inni í líkamsræktarstöð. Til þess er guðsgræn náttúran tilvalin. Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu.“


Guðni vonast til þess að hægt verði að búa svo um hnútana sem fyrst að fólk geti nýtt sér líkamsræktarstöðvar, sundlaugar og aðra staði til heilsubótar.

Auglýsing

„Takmörk á mannamótum snúast um það að sé maður með smit án þess að vita af því er illskárra að maður hafi ekki verið í fjölmenni daginn út og inn. Hafi maður verið í mikilli nánd við aðra fjölgar þeim til muna sem þurfa að fara í sóttkví til að stemma stigu við því að þau smiti fjölmarga aðra og svo koll af kolli. Þess vegna segir sig líka sjálft að vakni grunur um smit, hvað þá fullvissa, á ekki að láta eins og ekkert hafi í skorist, hvort sem er á lofti, láði eða legi,“ skrifar forsetinn.


„Vissulega geta hömlur valdið gremju og þreytu, jafnvel vanlíðan. Á því verðum við að taka en ætti að slaka á tilmælum og leiðbeiningum væri að margra mati réttast að hefja leikinn með því að heimila íþróttaæfingar og skipulagðar tómstundir barna og ungmenna. Því er fagnaðarefni að senn verða þær aftur leyfðar um allt land. Við sem erum eldri skulum þreyja þorrann og tek ég því undir þessi sjónarmið heilbrigðisráðherra: „Hver og einn verður svo að leggja á það mat fyrir sitt leyti hvort hann vill gera allt sem heimilt er innan ramma gildandi takmarkana eða hvort hann vill ganga skemur til að draga enn frekar úr smithættu, eins og okkur er öllum í sjálfsvald sett.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til að bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent