Rannsakaði fyrrverandi dótturfélag Samherja í starfi sínu fyrir PwC

Æðsti yfirmaður efnahagbrotadeildar norsku lögreglunnar segist vanhæfur til að skoða möguleg peningaþvættisbrot DNB, af því að hann var áður ráðinn til að rannsaka starfsemi fyrrverandi dótturfélags Samherja, fyrir nýja eigendur þess.

Rannsókn á mögulegu broti norska bankans DNB tengdum Samherja-málinu hefur verið vísað til saksóknaraembættisins í Ósló.
Rannsókn á mögulegu broti norska bankans DNB tengdum Samherja-málinu hefur verið vísað til saksóknaraembættisins í Ósló.
Auglýsing

Pål K. Løn­seth, æðsti yfir­maður Økokrim, efna­hag­brota­deildar norsku lög­regl­unn­ar, seg­ist van­hæfur til að fara með rann­sókn á mögu­legum pen­inga­þvætt­is­laga­brotum norska bank­ans DNB vegna fyrri starfa sinna, sem hafi teng­ingu við Sam­herja og þær rann­sóknir sem eru í gangi í Namibíu og á Íslandi vegna meintra mútu­greiðsla og ann­arra brota.

Løn­seth lýsti sig van­hæfan til að fara með rann­sókn á DNB í lok sept­em­ber, en hann starf­aði sem lög­fræð­ingur fyrir end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tækið Pricewa­ter­hou­seCoopers (PwC) frá 2013 og þar til í sumar þegar hann var ráð­inn til Økokrim.

Hann sagði nýlega við norska blaðið Dag­ens Nær­ingsliv að í störfum sínum fyrir PwC hefði hann verið feng­inn til að rann­saka hvort mútu­greiðslur hefðu átt sér stað í fyr­ir­tæki sem áður var í eigu Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar.

Pål K. Lønseth.

„Sem lög­maður hjá PwC var ég ráð­inn af fyr­ir­tæki sem hafði keypt fyr­ir­tæki af Sam­herj­a-­sam­stæð­unni. Þáver­andi við­skipta­vinur minn óskaði eftir rann­sókn á því hvort fyr­ir­tækið sem hann keypti hefði verið við­riðið mútu­greiðsl­ur. Rann­sóknin sem við gerðum hafði snertifleti við rann­sóknir Namibíu og Íslands, en enga beina þýð­ingu fyrir rann­sókn­ina á mögu­legum brotum DNB á pen­inga­þvættilög­gjöf­inn­i,“ hefur Dag­ens Nær­ingsliv eftir Løn­seth.

Auglýsing

Hann sagði ekki frá því hvaða fyr­ir­tæki hann var feng­inn til að rann­saka eða hvenær nýir eig­endur þess fengu PwC í Nor­egi til þess að rann­saka starf­sem­ina.

Málið fær­ist til Ósló

Vitnað er til þess­ara orða hans í frétt blaðs­ins í dag, þar sem greint er frá því að rík­is­lög­maður Nor­egs hafi ákveðið að færa rann­sókn­ina á DNB í tengslum við Sam­herj­a­málið frá Økokrim og til sak­sókn­ara­emb­ætt­is­ins í Ósló.

Norski bank­inn DNB sleit sem kunn­ugt er við­­­skipta­­­sam­­­bandi sínu við Sam­herja í lok síð­­­asta árs, án útskýr­inga. Ekki hefur komið fram opin­ber­­­lega af hverju sú ákvörðun var tekin innan bank­ans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Eva Steinþórsdóttir er uppalin í Mýrdal.
Fólk orðið fyrir skítkasti og einelti og legið hefur við slagsmálum
Deilur um hringveginn í Mýrdal hafa orðið svo heitar að fólk hefur flutt í burtu. Vegagerðin áformar að færa veginn meðfram sjónum og í jarðgöng en „gatinu í gegnum Reynisfjall“ var að sögn íbúa þröngvað í gegn með „pólitísku handafli“.
Kjarninn 22. janúar 2021
Hallgrímur Hróðmarsson
Arðrán Auðmanna – Fjölgun Öreiga
Kjarninn 22. janúar 2021
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika búin að kaupa Netgíró
Kvika banki hefur lokið við kaup sín á öllu hlutafé í Netgíró, þremur mánuðum á eftir áætlun.
Kjarninn 22. janúar 2021
Ekki hefur enn komið til þess að einhverjir ferðamenn gjörsamlega harðneiti að fara í skimun.
Hvað má valdstjórnin gera ef fólk harðneitar að fara í landamæraskimun?
Sannfæringarkraftur landamæravarða um nauðsyn sýnatöku á landamærum hefur reynst nægur. Ekki hefur þurft að beita þvingunarúrræðum eða vísa fólki rakleiðis úr landi. Þær heimildir eru þó til staðar í sóttvarnalögum og útlendingalögum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Skoðanir kjósenda stjórnarflokkanna eru mjög mismunandi. Einungis á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks er meirihlutastuðningur við söluáformin.
Könnun: Innan við fjórðungur hlynnt sölu Íslandsbanka
Ný könnun frá Gallup sýnir fram á að tæp 56 prósent landsmanna leggjast gegn sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu mánuðum. Væntir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera fylgjandi söluáformunum.
Kjarninn 22. janúar 2021
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg
Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent