Rannsakaði fyrrverandi dótturfélag Samherja í starfi sínu fyrir PwC

Æðsti yfirmaður efnahagbrotadeildar norsku lögreglunnar segist vanhæfur til að skoða möguleg peningaþvættisbrot DNB, af því að hann var áður ráðinn til að rannsaka starfsemi fyrrverandi dótturfélags Samherja, fyrir nýja eigendur þess.

Rannsókn á mögulegu broti norska bankans DNB tengdum Samherja-málinu hefur verið vísað til saksóknaraembættisins í Ósló.
Rannsókn á mögulegu broti norska bankans DNB tengdum Samherja-málinu hefur verið vísað til saksóknaraembættisins í Ósló.
Auglýsing

Pål K. Lønseth, æðsti yfirmaður Økokrim, efnahagbrotadeildar norsku lögreglunnar, segist vanhæfur til að fara með rannsókn á mögulegum peningaþvættislagabrotum norska bankans DNB vegna fyrri starfa sinna, sem hafi tengingu við Samherja og þær rannsóknir sem eru í gangi í Namibíu og á Íslandi vegna meintra mútugreiðsla og annarra brota.

Lønseth lýsti sig vanhæfan til að fara með rannsókn á DNB í lok september, en hann starfaði sem lögfræðingur fyrir endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers (PwC) frá 2013 og þar til í sumar þegar hann var ráðinn til Økokrim.

Hann sagði nýlega við norska blaðið Dagens Næringsliv að í störfum sínum fyrir PwC hefði hann verið fenginn til að rannsaka hvort mútugreiðslur hefðu átt sér stað í fyrirtæki sem áður var í eigu Samherjasamstæðunnar.

Pål K. Lønseth.

„Sem lögmaður hjá PwC var ég ráðinn af fyrirtæki sem hafði keypt fyrirtæki af Samherja-samstæðunni. Þáverandi viðskiptavinur minn óskaði eftir rannsókn á því hvort fyrirtækið sem hann keypti hefði verið viðriðið mútugreiðslur. Rannsóknin sem við gerðum hafði snertifleti við rannsóknir Namibíu og Íslands, en enga beina þýðingu fyrir rannsóknina á mögulegum brotum DNB á peningaþvættilöggjöfinni,“ hefur Dagens Næringsliv eftir Lønseth.

Auglýsing

Hann sagði ekki frá því hvaða fyrirtæki hann var fenginn til að rannsaka eða hvenær nýir eigendur þess fengu PwC í Noregi til þess að rannsaka starfsemina.

Málið færist til Ósló

Vitnað er til þessara orða hans í frétt blaðsins í dag, þar sem greint er frá því að ríkislögmaður Noregs hafi ákveðið að færa rannsóknina á DNB í tengslum við Samherjamálið frá Økokrim og til saksóknaraembættisins í Ósló.

Norski bank­inn DNB sleit sem kunnugt er við­­skipta­­sam­­bandi sínu við Sam­herja í lok síð­­asta árs, án útskýr­inga. Ekki hefur komið fram opin­ber­­lega af hverju sú ákvörðun var tekin innan bank­ans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Enn af þrælmennum
Kjarninn 16. maí 2021
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent