„Búið að markaðsvæða þátttöku í frístundastarfi“

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins telur að frístundakortin taki ekki tillit til undirliggjandi þátta á borð við fátækt og skort. Hún segir að frístundaheimilin ættu að vera gjaldfrjáls.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Auglýsing

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sós­í­alista­flokks­ins, segir að oft kosti að fá aðgang að pen­ingum og að frí­stunda­kort Reykja­vík­ur­borgar sé eitt dæmið um það. Þetta kom fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu hennar í vik­unni.

Frí­stunda­kortið er styrkja­kerfi í frí­stunda­starfi fyrir 6 til 18 ára börn og ung­linga með lög­heim­ili í Reykja­vík. Á vef­síðu borg­ar­innar kemur fram að styrk­ur­inn sé 50.000 krónur á barn á ári. Ekki sé um bein­greiðslur til for­ráða­manna að ræða, heldur hafi þeir rétt til að ráð­stafa til­greindri upp­hæð í nafni barns síns til nið­ur­greiðslu á þátt­töku- og æfinga­gjöld­um.

Sanna telur að þessi leið virki ekki til þess að tryggja að öll börn og ung­menni geti æft það sem þau vilja. „Yf­ir­lýst mark­mið Reykja­vík­ur­borgar með frí­stunda­kort­inu er að tryggja að börn geti tekið þátt í upp­byggi­legu frí­stunda­starfi óháð efna­hag eða félags­legum aðstæð­um. Ég var enn í grunn­skóla þegar frí­stunda­kortið kom til sög­unnar og ég man ekki eftir því. Mér finnst lík­legt að við mæðgur höfum hugsað að þetta myndi hvað sem er ekki dekka neitt að fullu og því engin ástæða til þess að taka þátt í ein­hverju ef þú átt ekki fyrir öllu nám­skeið­in­u.“

Auglýsing

Frí­stunda­heim­ilin ættu að vera gjald­frjáls

End­ur­skoðun á reglu­verki um frí­stunda­kortið var til umræðu á borg­ar­stjórn­ar­fundi í vik­unni og ræddu borg­ar­full­trúar skýrslu þar sem þessi mál voru tekin til skoð­un­ar. „Í henni voru lagðar fram nið­ur­stöður könn­unar sem var send til for­eldra/­for­ráða­manna allra grunn­skóla­barna í Reykja­vík og svörun var um 40 pró­sent. 16 pró­sent nýttu frí­stunda­kortið á frí­stunda­heim­ili því ann­ars hefðu þau ekki efni á því að hafa börnin á frí­stunda­heim­ili og 9 pró­sent nýttu kortið á frí­stunda­heim­ili þar sem þau höfðu ekki efni á að setja barnið í annað frí­stunda­starf,“ skrifar Sanna.

Telur hún í fyrsta lagi að frí­stunda­heim­ili borg­ar­innar ættu að vera gjald­frjáls. Í raun sé búið að mark­aðsvæða þátt­töku í frí­stunda­starfi, þar sem meira fjár­magn veiti aðgang að fjöl­þætt­ari þjón­ustu og meira fram­boði. „For­eldrar sem hafa ein­ungis þessar 50.000 krónur þurfa að hugsa innan þess ramma og það nær skammt. Ef barn er að æfa íþrótt og er í tón­list­ar­skóla þá geta gjöldin verið rúm­lega 200.000 krónur á ári.

Ef mark­miðið er að tryggja að öll börn og ung­menni geti tekið þátt í því sem þau vilja óháð efna­hag, þurfum við þá ekki að tryggja að kostn­að­ur­inn við þátt­tök­una verði sem minnstur? Væri ekki betra að efla þau félög sem halda úti skipu­lögðu íþrótta- og frí­stunda­starfi? Nú er ég ekki með svörin og lausn­irnar á hreinu en viljum við ekki efla tón­list­ar­skól­ana og íþrótta­fé­lögin og aðra sem veita mik­il­væga þjón­ustu á sviði tóm­stunda svo að kostn­aður fyrir þátt­töku sé ekki hindr­un?“ spyr hún.

Man sjálf eftir því að hafa viljað taka þátt og hafa neitað sér um hluti

Þá bendir borg­ar­fúll­trú­inn á að inn­eign­ar­kerfi „sem byggir á því að þú getir valið hvert þú ferð með þitt (tak­mark­aða) fjár­magn er ekki að fara að tryggja að öll börn geti tekið þátt í frí­stunda­starfi óháð efna­hag. Slíkt tekur ekki til­lit til und­ir­liggj­andi þátta líkt og fátækt­ar, skorts, stað­reynd­ar­innar um að börn séu svöng og ófær um að fara að brenna hita­ein­ingum hlaup­andi um á æfing­um. Að gefa öllum börnum smá inn­eign til að taka þátt í frí­stundum tekur heldur ekki til­lit til vænt­inga barna. Vænt­ingar sem þau hafa skrúfað niður og leyfa sér að ekki að verða spennt fyrir hlutum opin­ber­lega, þar sem þau vita að þau geta ekki tekið þátt í nám­skeiði sem kostar of mikið og segj­ast því ekki hafa áhuga á neinu, þó að innst inni þau vilji bara fara á þetta á dans­nám­skeið með öllum skemmti­legu hip-hop lög­un­um.“

Sanna seg­ist sjálf ekki muna eftir frí­stunda­kort­inu en hún man eftir því að hafa viljað taka þátt og hafa neitað sér um hluti. Það sé senni­lega ekki heil­brigt að börn læri að neita sér um hluti. „Tryggjum að öll börn geti tekið þátt.“

Þá vill hún að málin séu skoðuð „hinum megin frá“ og að horfið verði frá „nýfrjáls­hyggju-á­vís­ana­kerfi um að allir hafi val til að velja það besta fyrir börnin sín (þó að valið sé raun­veru­lega ekki til stað­ar). Eflum tóm­stunda­starf, það á ekki að vera svona dýrt að vera krakki. Skipu­leggjum frí­stundir sem öfl­ugar félags­legar stofn­anir og hverfum út úr þess­ari mark­aðs­hugs­un,“ segir hún að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent