„Umgangist einungis þá sem þið búið með“

Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.

Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
Auglýsing

Stefan Löf­ven for­sæt­is­ráð­herra Sví­þjóðar var ómyrkur í máli er hann ávarp­aði þjóð sína í sjón­varpi í gær­kvöldi um stöðu kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins í land­inu. „Um­gang­ist ein­ungis þá sem þið búið með. Ef þið búið ein, veljið einn eða að hámarki tvo vini til þess að hitta. En haldið áfram að virða fjar­lægð­ar­mörk,“ sagði Löf­ven meðal ann­ars í ávarpi sínu.

Hann hvatti lands­menn til að sýna ábyrgð í verki og slá öllu á frest sem ekki sem ekki þyrfti nauð­syn­lega að gera. Það hvernig lands­menn myndu bregð­ast við til­mælum nú myndi hafa afleið­ingar síð­ar, meðal ann­ars á hvernig jóla­haldið yrði. Og á það hverjir yrðu ennþá lif­andi um jól­in.

„Þetta hljómar kannski harka­lega. Ef til vill hrotta­lega. En raun­veru­leik­inn er einmitt svona harka­legur og hrotta­leg­ur,“ sagði Löf­ven í ávarpi sínu, sem var hans annað sjón­varps­ávarp um kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn á árinu. Slík ávörp for­sæt­is­ráð­herra eru afar fátíð, en fyrir veiru­far­ald­ur­inn höfðu sænskir for­sæt­is­ráð­herrar ein­ungis tví­vegis ávarpað þjóð­ina utan hefð­bund­inna ávarpa á hátíð­is­dög­um.

Auglýsing

Far­ald­ur­inn hefur verið í örum vexti í Sví­þjóð und­an­farnar vikur og í síð­ustu viku brugð­ust yfir­völd við með því að lækka fjölda þeirra sem mættu koma saman á opin­berum fjölda­sam­komum niður í átta manns. Þessar reglur taka form­lega gildi á morg­un, 24. nóv­em­ber.  

Sænsku sýsl­urn­ar, sem hafa mikið um það að segja hvernig tak­mörk­unum er fram­fylgt innan þeirra sýslu­marka, hafa allar í sam­ein­ingu ákveðið að taka upp átta manna sam­komu­tak­mark­anir á við­burðum þar sem gestir eru sitj­andi, eins og til dæmis á íþrótta­við­burð­um. Eina und­an­tekn­ingin eru jarð­ar­far­ir, en í þær mega 20 manns mæta að hámarki.

Stjórn­ar­skráin skóp „­sænsku leið­ina“

Þessar reglur gilda þó ekki um starf­semi fyr­ir­tækja né einka­við­burði nema þeir séu leyf­is­skyldir hjá opin­berum aðil­um. Versl­an­ir, lík­ams­rækt­ar­stöðvar og veit­inga­staðir þurfa þannig ekki að fara eftir þessum stífu fjölda­tak­mörk­un­um, þrátt fyrir að mælst sé til þess að allir sýni ábyrgð og fari ekki á slíka staði.

Það er sænska leið­in, að segja fólki til í stað þess að beita vald­boði sem við liggja refs­ingar eins og flestar aðrar þjóðir Evr­ópu. Ástæðan er sænska stjórn­ar­skrá­in. Hún er í reynd lyk­ill­inn að sænsku leið­inni og hefur verið það allt frá því að veiran fór að láta á sér kræla. Hún bindur hendur sænskra yfir­valda í raun að nokkru leyti í glímunni við veiruna.

Þetta hefur ekki verið fyr­ir­ferða­mikið í frétta­flutn­ingi af við­brögðum Svía, hvorki í alþjóða­press­unni, sem hefur ýmist lof­samað eða lastað sænsku leið­ina, né heldur inn­an­lands í Sví­þjóð, þrátt fyrir að hlut­verk stjórn­ar­skrár­innar hafi reyndar verið útskýrt í innslagi sænska sjón­varps­ins SVT fyrir skemmstu.

Í stuttu máli sagt þá er eng­inn grund­völlur í stjórn­ar­skrá lands­ins fyrir nokkru sem kall­ast gæti „lock­down“ nema Sví­þjóð sé í stríði. Sænska stjórn­ar­skráin tryggir nefni­lega öllum sænskum rík­is­borg­urum frjálsa för innan landamæra kon­ungs­rík­is­ins og kemur sömu­leiðis í veg fyrir að stjórn­völd lýsi yfir neyð­ar­stigi inn­an­lands nema stríðs­á­stand rík­i. 

Nánar má fræð­ast um þetta í grein sem Lars Jon­ung, pró­fessor í hag­fræði við Háskól­ann í Lundi, skrif­aði um hlut­verk stjórn­ar­skrár­innar í við­brögðum Svía við veirunni í vefritið VoxEU fyrr á árinu.

Smit eða grunur um smit á elli- eða hjúkr­un­ar­heim­ilum í 93 af 290 sveit­ar­fé­lögum

Fjöldi smita hefur sem áður segir auk­ist hratt í Sví­þjóð und­an­farnar vikur og dauðs­föllum hefur einnig fjölg­að, þrátt fyrir að staðan sé ekki orðin neitt í lík­ingu við það þegar fyrsta bylgjan reið yfir með til­liti til sjúkra­húsinn­lagna og dauðs­falla. Þá var staðan víða þung á hjúkr­un­ar­heim­ilum og illa gekk að koma í veg fyrir að smit bær­ust til við­kvæmra hópa sem þar voru.

Sænska útvarpið SR segir frá því í dag að víða í Sví­þjóð, eða í alls 93 af 290 sveit­ar­fé­lögum lands­ins, séu nú ýmist stað­fest COVID-19 smit eða grunur um smit inni á elli- eða hjúkr­un­ar­heim­ilum sem eru rekin af hinu opin­bera. Átta sveit­ar­fé­lög segja stöð­una alvar­lega og ekki undir stjórn, en 46 sveit­ar­fé­lög segja stöð­una alvar­lega þrátt fyrir að þau hafi stjórn á útbreiðslu smit­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent