Segir eiginkonur Miðflokksmanna ekki kjósa flokkinn vegna Gunnars Braga Sveinssonar

Flokksráðsfulltrúi í Miðflokknum segir bæði konur og bændur ólíklegri til að kjósa Miðflokkinn ef Gunnar Bragi Sveinsson býður sig áfram fram fyrir flokkinn. Hann gagnrýnir tilgang aukalandsþings sem haldið var um liðna helgi.

Halldór Gunnarsson í Holti.
Halldór Gunnarsson í Holti.
Auglýsing

Halldór Gunnarsson frá Holti, sem situr í flokksráði Miðflokksins, telur flokkinn ekki geta náð í ríkisstjórn eftir næstu kosningar ef Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi varaformaður Miðflokksins og formaður þingflokks hans, verður í framboði fyrir hann haustið 2021. 

Flokksráð Miðflokksins fer með æðsta vald í málefnum hans milli landsþinga. 

Í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag veltur Halldór fyrir sér tilgangi þess að Miðflokkurinn hélt aukalandsþing um síðustu helgi, en þar var embætti varaformanns lagt niður og starfsskyldur hans færðar til þingflokksformanns. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hafði tilkynnt framboð til varaformanns áður en þetta var ákveðið. Starfsskyldur varaformanns héldust því hjá Gunnari Braga og Halldór veltir því fyrir sér hvort það leikurinn hafi verið gerður til þess að „viðhalda samt óbreyttri stöðu Gunnars“.

Halldór segir í greininni að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafi skilgreint stefnu og helstu áherslur flokksins í ræðu á landsþinginu. Þar hafi komið fram að flokkurinn yrði að ná til kjósenda þannig að hann næði stöðu til að komast í næstu ríkisstjórn. 

Ef flokkurinn ætti að ná þeirri stöðu sem formaðurinn talaði fyrir yrði hann að ná jafnt til karla og kvenna, sem Halldór telur að Miðflokkurinn muni ekki gera með framboði Gunnars Braga Sveinssonar við næstu alþingiskosningar. „Skoðanakannanir sýna að konur kjósa síst flokkinn. Þetta staðfestir síðasta framboð flokksins til sveitarstjórnar á Austurlandi á sinn hátt. Næstum án undantekningar heyri ég eiginkonur manna hliðhollra Miðflokknum segja við mig: Ég kýs ekki Miðflokkinn ef Gunnar Bragi Sveinsson býður sig fram. Þegar ég spyr um ástæður er svarið það sama, sem ég þarf ekki að endursegja, því allir virðast sammála um ástæðuna.“ Sennilegast er að Halldór sé þar að vísa til Klaustursmálsins, þar sem Gunnar Bragi og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, voru í aðalhlutverki í niðrandi orðræðu um fjölda fólks, aðallega kvenna. 

Auglýsing
Halldór segir bændur hliðholla Miðflokknum hafa margir sagt það sama við sig. Sú gagnrýni snúist meðal annars um verk Gunnars Braga sem utanríkisráðherra á árunum 2013 til 2016, þegar hann var enn í Framsóknarflokknum, og beitti sér fyrir þátttöku Íslands í viðskiptabanni á Rússland ásamt helstu samstarfsþjóðum landsins vegna innlimunar Rússa á Krímskaga. „Einnig að ekki hefði endanlega verið lokið í hans ráðherratíð að afturkalla umsókn um inngöngu í ESB, sem væntanleg Samfylkingarvinstristjórn mun auðveldlega geta endurnýjað og náð fram.“Gunnar Bragi Sveinsson.

Halldór, sem er fyrrverandi sóknarprestur í Holti, hefur komið víða við á pólitískum ferli sínum. Hann starfaði lengi í Sjálfstæðisflokknum og bauð sig fram gegn Bjarna Benediktssyni í formannsslag árið 2013, en fékk einungis tvö prósent atkvæða. Þá starfaði hann innan Flokks fólksins en fylgdi þeim Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni þaðan og yfir til Miðflokksins eftir Klausturmálið. 

Mun sterkari á landsbyggðinni en í höfuðborginni

Í fréttaskýringaröð sem Kjarninnbirti nýverið, þar sem farið var yfir bakgrunnsbreytur væntanlegra kjósenda stjórnmálaflokka, kom fram að eng­inn flokkur hafi sveifl­ast jafn mikið í fylgi og Mið­flokk­ur­inn á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili sam­kvæmt könn­unum MMR. 

Eftir að Klaust­ur­málið komst í hámæli fór fylgi flokks­ins niður í 5,9 pró­sent en tæpu ári síð­an, í kjöl­far lang­vinns mál­þófs til að tefja fyrir afgreiðslu þriðja orku­pakk­ans svo­kall­aða, náði það sínum hæstu hæðum og mæld­ist 16,9 pró­sent. ­Mikil fylgni er milli breyt­inga á stuðn­ingi við Mið­flokk­inn annarsvegar og Sjálf­stæð­is­flokk­inn hins veg­ar. Þegar Mið­flokk­ur­inn hækkar lækkar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, og öfugt. Þetta bendir til þess að flokk­arnir séu að fiska í sömu tjörnum eftir kjós­end­um.

Und­an­farið hefur fylgið þó verið rétt undir kjör­fylgi. Í síð­ustu tveimur könn­unum MMR hefur með­al­tals­fylgið til að mynda mælst 10,3 pró­sent. Og mik­ill stöð­ug­leiki er í bak­grunns­breytum kjós­enda flokks­ins.

Þegar fylgið er borið saman við það sem mæld­ist í tveimur könn­unum MMR í kringum síð­ustu kosn­ing­ar, þar sem nið­ur­staðan var nákvæm­lega sú sama og í kosn­ing­unum 2017 (10,9 pró­sent), sést að Mið­flokknum gengur heldur verr að ná til yngstu kjós­end­anna nú en þá. Hjá þeim kjós­endum sem eru undir þrí­tugu mælist stuðn­ingur við flokk­inn nú 6,1 pró­sent, en var 9,2 pró­sent fyrir rúmum þremur árum. Stuðn­ingur í öðrum ald­urs­hópum er hins vegar meira og minna á svip­uðu róli, á milli tíu til tólf pró­sent.

Höf­uð­borg­ar­svæðið er áfram sem áður það land­svæði þar sem flokk­ur­inn á erf­ið­ast upp­dráttar en fylgi hans þar mælist 7,1 pró­sent. Til sam­an­burðar mælist það 16,4 til 17,8 pró­sent á Norð­ur­landi, Aust­ur­landi og Suð­ur­land­i. 

Menntun og kyn ráð­andi breytur

Stuðn­ingur við Mið­flokk­inn er mjög mis­mun­andi eftir mennt­un­ar­stigi. Flokk­ur­inn nýtur mestra vin­sælda hjá þeim sem hafa mest lokið grunn­skóla­prófi, en þar mælist fylgi hans 18,4 pró­sent. 

Hjá þeim sem hafa lokið háskóla­prófi mælist fylgið hins vegar lít­ið, eða 5,2 pró­sent. 

Kyn er líka ráð­andi breyta þegar kemur að stuðn­ingi við Mið­flokk­inn. Hann er mun vin­sælli hjá körlum en kon­um. Alls segj­ast 14 pró­sent karla að þeir myndu kjósa flokk­inn í dag en ein­ungis 5,5 pró­sent kvenna. Stuðn­ingur á meðal karla hefur auk­ist lít­il­lega frá 2017 en stuðn­ingur á meðal kvenna hefur dreg­ist saman um þriðj­ung og er 5,5 pró­sent. 

Tekjur virð­ast hins vegar ekki skipta máli þegar kjós­endur eru að ákveða hvort Mið­flokk­ur­inn höfði til þeirra. Þannig segj­ast 10,2 pró­sent þeirra sem eru með undir 400 þús­und krónur í heim­il­is­tekjur á mán­uði að þeir myndu kjósa flokk­inn í dag en níu pró­sent þeirra sem eru með yfir 1,2 millj­ónir króna á mán­uði í tekj­ur. Stuðn­ingur hjá þeim tekju­hópum sem eru þar á milli er mjög svip­að­ur, sveifl­ast frá 9,0 í 10,4 pró­sent.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent