Segir eiginkonur Miðflokksmanna ekki kjósa flokkinn vegna Gunnars Braga Sveinssonar

Flokksráðsfulltrúi í Miðflokknum segir bæði konur og bændur ólíklegri til að kjósa Miðflokkinn ef Gunnar Bragi Sveinsson býður sig áfram fram fyrir flokkinn. Hann gagnrýnir tilgang aukalandsþings sem haldið var um liðna helgi.

Halldór Gunnarsson í Holti.
Halldór Gunnarsson í Holti.
Auglýsing

Hall­dór Gunn­ars­son frá Holti, sem situr í flokks­ráði Mið­flokks­ins, telur flokk­inn ekki geta náð í rík­is­stjórn eftir næstu kosn­ingar ef Gunnar Bragi Sveins­son, fyrr­ver­andi vara­for­maður Mið­flokks­ins og for­maður þing­flokks hans, verður í fram­boði fyrir hann haustið 2021. 

Flokks­ráð Mið­flokks­ins fer með æðsta vald í mál­efnum hans milli lands­þinga. 

Í aðsendri grein sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í dag veltur Hall­dór fyrir sér til­gangi þess að Mið­flokk­ur­inn hélt auka­lands­þing um síð­ustu helgi, en þar var emb­ætti vara­for­manns lagt niður og starfs­skyldur hans færðar til þing­flokks­for­manns. Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins, hafði til­kynnt fram­boð til vara­for­manns áður en þetta var ákveð­ið. Starfs­skyldur vara­for­manns héld­ust því hjá Gunn­ari Braga og Hall­dór veltir því fyrir sér hvort það leik­ur­inn hafi verið gerður til þess að „við­halda samt óbreyttri stöðu Gunn­ar­s“.

Hall­dór segir í grein­inni að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, hafi skil­greint stefnu og helstu áherslur flokks­ins í ræðu á lands­þing­inu. Þar hafi komið fram að flokk­ur­inn yrði að ná til kjós­enda þannig að hann næði stöðu til að kom­ast í næstu rík­is­stjórn. 

Ef flokk­ur­inn ætti að ná þeirri stöðu sem for­mað­ur­inn tal­aði fyrir yrði hann að ná jafnt til karla og kvenna, sem Hall­dór telur að Mið­flokk­ur­inn muni ekki gera með fram­boði Gunn­ars Braga Sveins­sonar við næstu alþing­is­kosn­ing­ar. „Skoð­ana­kann­anir sýna að konur kjósa síst flokk­inn. Þetta stað­festir síð­asta fram­boð flokks­ins til sveit­ar­stjórnar á Aust­ur­landi á sinn hátt. Næstum án und­an­tekn­ingar heyri ég eig­in­konur manna hlið­hollra Mið­flokknum segja við mig: Ég kýs ekki Mið­flokk­inn ef Gunnar Bragi Sveins­son býður sig fram. Þegar ég spyr um ástæður er svarið það sama, sem ég þarf ekki að end­ur­segja, því allir virð­ast sam­mála um ástæð­una.“ Senni­leg­ast er að Hall­dór sé þar að vísa til Klaust­urs­máls­ins, þar sem Gunnar Bragi og Berg­þór Óla­son, þing­menn Mið­flokks­ins, voru í aðal­hlut­verki í niðr­andi orð­ræðu um fjölda fólks, aðal­lega kvenna. 

Auglýsing
Halldór segir bændur hlið­holla Mið­flokknum hafa margir sagt það sama við sig. Sú gagn­rýni snú­ist meðal ann­ars um verk Gunn­ars Braga sem utan­rík­is­ráð­herra á árunum 2013 til 2016, þegar hann var enn í Fram­sókn­ar­flokkn­um, og beitti sér fyrir þátt­töku Íslands í við­skipta­banni á Rúss­land ásamt helstu sam­starfs­þjóðum lands­ins vegna inn­limunar Rússa á Krím­skaga. „Einnig að ekki hefði end­an­lega verið lokið í hans ráð­herra­tíð að aft­ur­kalla umsókn um inn­göngu í ESB, sem vænt­an­leg Sam­fylk­ing­ar­vinstri­st­jórn mun auð­veld­lega geta end­ur­nýjað og náð fram.“Gunnar Bragi Sveinsson.

Hall­dór, sem er fyrr­ver­andi sókn­ar­prestur í Holti, hefur komið víða við á póli­tískum ferli sín­um. Hann starf­aði lengi í Sjálf­stæð­is­flokknum og bauð sig fram gegn Bjarna Bene­dikts­syni í for­manns­slag árið 2013, en fékk ein­ungis tvö pró­sent atkvæða. Þá starf­aði hann innan Flokks fólks­ins en fylgdi þeim Karli Gauta Hjalta­syni og Ólafi Ísleifs­syni þaðan og yfir til Mið­flokks­ins eftir Klaust­ur­mál­ið. 

Mun sterk­ari á lands­byggð­inni en í höf­uð­borg­inni

Í frétta­skýr­inga­röð sem Kjarn­innbirti nýver­ið, þar sem farið var yfir bak­grunns­breytur vænt­an­legra kjós­enda stjórn­mála­flokka, kom fram að eng­inn flokkur hafi sveifl­­ast jafn mikið í fylgi og Mið­­flokk­­ur­inn á yfir­­stand­andi kjör­­tíma­bili sam­­kvæmt könn­unum MMR. 

Eftir að Klaust­­ur­­málið komst í hámæli fór fylgi flokks­ins niður í 5,9 pró­­sent en tæpu ári síð­­an, í kjöl­far lang­vinns mál­þófs til að tefja fyrir afgreiðslu þriðja orku­­pakk­ans svo­­kall­aða, náði það sínum hæstu hæðum og mæld­ist 16,9 pró­­sent. ­Mikil fylgni er milli breyt­inga á stuðn­­ingi við Mið­­flokk­inn ann­ars­vegar og Sjálf­­stæð­is­­flokk­inn hins veg­­ar. Þegar Mið­­flokk­­ur­inn hækkar lækkar Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn, og öfugt. Þetta bendir til þess að flokk­­arnir séu að fiska í sömu tjörnum eftir kjós­­end­­um.

Und­an­farið hefur fylgið þó verið rétt undir kjör­­fylgi. Í síð­­­ustu tveimur könn­unum MMR hefur með­­al­tals­­fylgið til að mynda mælst 10,3 pró­­sent. Og mik­ill stöð­ug­­leiki er í bak­grunns­breytum kjós­­enda flokks­ins.

Þegar fylgið er borið saman við það sem mæld­ist í tveimur könn­unum MMR í kringum síð­­­ustu kosn­­ing­­ar, þar sem nið­­ur­­staðan var nákvæm­­lega sú sama og í kosn­­ing­unum 2017 (10,9 pró­­sent), sést að Mið­­flokknum gengur heldur verr að ná til yngstu kjós­­end­anna nú en þá. Hjá þeim kjós­­endum sem eru undir þrí­­tugu mælist stuðn­­ingur við flokk­inn nú 6,1 pró­­sent, en var 9,2 pró­­sent fyrir rúmum þremur árum. Stuðn­­ingur í öðrum ald­­ur­s­hópum er hins vegar meira og minna á svip­uðu róli, á milli tíu til tólf pró­­sent.

Höf­uð­­borg­­ar­­svæðið er áfram sem áður það land­­svæði þar sem flokk­­ur­inn á erf­ið­­ast upp­­­dráttar en fylgi hans þar mælist 7,1 pró­­sent. Til sam­an­­burðar mælist það 16,4 til 17,8 pró­­sent á Norð­­ur­landi, Aust­­ur­landi og Suð­­ur­land­i. 

Menntun og kyn ráð­andi breytur

Stuðn­­ingur við Mið­­flokk­inn er mjög mis­­mun­andi eftir mennt­un­­ar­­stigi. Flokk­­ur­inn nýtur mestra vin­­sælda hjá þeim sem hafa mest lokið grunn­­skóla­­prófi, en þar mælist fylgi hans 18,4 pró­­sent. 

Hjá þeim sem hafa lokið háskóla­­prófi mælist fylgið hins vegar lít­ið, eða 5,2 pró­­sent. 

Kyn er líka ráð­andi breyta þegar kemur að stuðn­­ingi við Mið­­flokk­inn. Hann er mun vin­­sælli hjá körlum en kon­­um. Alls segj­­ast 14 pró­­sent karla að þeir myndu kjósa flokk­inn í dag en ein­ungis 5,5 pró­­sent kvenna. Stuðn­­ingur á meðal karla hefur auk­ist lít­il­­lega frá 2017 en stuðn­­ingur á meðal kvenna hefur dreg­ist saman um þriðj­ung og er 5,5 pró­­sent. 

Tekjur virð­­ast hins vegar ekki skipta máli þegar kjós­­endur eru að ákveða hvort Mið­­flokk­­ur­inn höfði til þeirra. Þannig segj­­ast 10,2 pró­­sent þeirra sem eru með undir 400 þús­und krónur í heim­il­is­­tekjur á mán­uði að þeir myndu kjósa flokk­inn í dag en níu pró­­sent þeirra sem eru með yfir 1,2 millj­­ónir króna á mán­uði í tekj­­ur. Stuðn­­ingur hjá þeim tekju­hópum sem eru þar á milli er mjög svip­að­­ur, sveifl­­ast frá 9,0 í 10,4 pró­­sent.



Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent