Fjölgar verulega í hópi atvinnulausra án bótaréttar sem þurfa fjárhagsaðstoð

Ljóst er að hópur fólks býr við viðvarandi fátækt á Íslandi, segir upplýsingafulltrúi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Fleiri þurftu á fjárhagsaðstoð að halda fyrstu tíu mánuði ársins en allt árið í fyrra.

Reykjavík
Auglýsing

Tölu­vert fleiri þurftu á fjár­hags­að­stoð Reykja­vík­ur­borgar til fram­færslu að halda á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins en allt árið í fyrra. Í júlí einum saman fengu yfir 1.400 manns slíka aðstoð en fjöld­inn hefur ekki verið meiri í þeim mán­uði í fimm ár. Fjórð­ungi fleiri fengu fjár­hags­að­stoð í októ­ber en á sama tíma árið 2019. „Á síð­ustu árum hefur þeim fjölgað sem sækja sér fjár­hags­að­stoð til fram­færslu og hefur þung­inn verið mik­ill á árinu 2020,“ segir Hólm­fríður Helga Sig­urð­ar­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi vel­ferð­ar­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, við Kjarn­ann.

AuglýsingVel­ferð­ar­svið veitir fjár­hags­að­stoð til fram­færslu ein­stak­linga og fjöl­skyldna sem ekki geta séð sér og sínum far­borða án aðstoð­ar. Fjár­hags­að­stoð er að jafn­aði veitt sem styrkur og í tengslum við önnur úrræði vel­ferð­ar­sviðs, eins og ráð­gjöf og leið­bein­ing­ar. Grunn­fjár­hæð fjár­hags­að­stoðar til ein­stak­lings 18 ára eða eldri getur numið allt að 207.709 krónum á mán­uð­i.

Í gangi er vinna við að end­ur­skoða reglur um fjár­hags­að­stoð og verið er að móta aðgerðir til að sporna við sárafátækt hjá börnum og fjöl­skyldum þeirra.Í heild hafa 2.349 ein­stak­lingar þegar fengið fjár­hags­að­stoð á árinu 2020. Tveir mán­uðir eiga eftir að bæt­ast við svo sú tala mun hækka. Alls fengu 2.195 ein­stak­lingar fjár­hags­að­stoð í fyrra og 2.011 ein­stak­lingar árið 2018.„Aukn­ingin á fjölda þeirra sem sækja um fjár­hags­að­stoð gefur til kynna að ástandið nú sé mörgum erfitt,“ segir Hólm­fríð­ur. „Mörg þeirra sem misst hafa vinn­una eiga ekki rétt á atvinnu­leys­is­bót­um. Það er sú aukn­ing sem við finnum einna mest fyrir á vel­ferð­ar­svið­i.“ 

Flestir á leigu­mark­aðiÍ maí fékk 261 for­eldri með sam­tals 441 barn á fram­færi fjár­hags­að­stoð til fram­færslu. Í sama mán­uði í fyrra voru for­eldr­arnir 208 tals­ins og börn á þeirra fram­færslu 338. Lang­flestar fjöl­skyld­urnar búa í íbúð á almennu leigu­mark­aði eða hjá Félags­bú­stöð­um. Aðeins tveir for­eldrar sem fengu fjár­hags­að­stoð í maí síð­ast­liðnum bjuggu í eigin hús­næði. Í maí höfðu 75 for­eldrar með 130 börn fengið fjár­hags­að­stoð í tólf mán­uði.Ef ein­stak­lingur þarf á aðstoð sveit­ar­fé­lags að halda í tólf mán­uði eða lengur er litið svo á að hætta sé á við­var­andi fátækt. Í októ­ber höfðu 462 ein­stak­lingar fengið fjár­hags­að­stoð í tólf mán­uði, „svo ljóst er að hópur fólks býr við við­var­andi fátækt á Ísland­i,“ segir Hólm­fríð­ur.

Eiga ekki rétt á atvinnu­leys­is­bótumStærsti hóp­ur­inn sem fær fjár­hags­að­stoð er nú sem fyrr ein­hleypir karl­menn. Á tíma­bil­inu jan­úar til októ­ber fengu 1.248 ein­hleypir karlar fjár­hags­að­stoð en þeir voru 1.066 á sama tíma­bili í fyrra.

Algeng­asta ástæðan fyrir aðstoð­inni er að við­kom­andi er óvinnu­fær en Hólm­fríður segir helstu breyt­ing­arnar að und­an­förnu þær að þeim sem eru atvinnu­laus en hafa ekki bóta­rétt hefur fjölgað til muna. Sá hópur er nú orð­inn jafn­stór þeim sem eru óvinnu­fær eða um 35 pró­sent af heild­ar­fjölda þeirra sem fá aðstoð­ina. ­Þrjár ástæður geta verið fyrir því að fólk eigi ekki rétt á bót­um. Í fyrsta lagi gæti fólk ekki hafa áunnið sér rétt á atvinnu­leys­is­bótum vegna lít­illar atvinnu­þátt­töku. Í öðru lagi gæti fólk ekki átt rétt á bótum þar sem það er óvinnu­fært/­sjúk­lingar og skilar vott­orði um það. Það gæti hafa sótt um örorku­bætur en fengið synjun og leitað því til borg­ar­inn­ar. Í þriðja lagi gæti atvinnu­leys­is­bóta­réttur verið full­nýtt­ur.

Fólk á almennt ekki rétt á atvinnu­leys­is­bótum nema að hafa starfað í sam­fellt í 24 mán­uði á inn­lendum vinnu­mark­aði.

Útlend­ingar illa útiÞá fer hlut­fall fólks með erlent rík­is­fang einnig hækk­andi og helst þetta í hendur við fjölgun í hópi þeirra sem ekki eiga rétt á atvinnu­leys­is­bót­um. Í sept­em­ber 2019 fór hlut­fall fólks með erlent rík­is­fang sem fékk fjár­hags­að­stoð vel­ferð­ar­sviðs í fyrsta sinn yfir 30 pró­sent. Nú eru 40 pró­sent þeirra sem fá fjár­hags­að­stoð með erlent rík­is­fang.Efna­hags­þreng­ing­arnar sem orðið hafa vegna heims­far­ald­urs­ins hafa kom­ið  harka­lega niður á útlend­ingum sem hingað voru komnir til að vinna, m.a. í ferða­þjón­ustu og bygg­ing­ar­iðn­aði.Heild­ar­kostn­aður árs­ins 2018 vegna fjár­hags­að­stoðar vel­ferð­ar­sviðs var tæpur 2,1 millj­arð­ur. Á árinu 2019 nam sú upp­hæð 2,37 millj­örðum og það sem af er árinu (jan­úar til októ­ber) nemur kostn­að­ur­inn 2,81 millj­arði. Gert er ráð fyrir að kostn­að­ur­inn á árinu 2020 í heild verði rúmir 3,5 millj­arð­ar.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent