Fjórar konur á meðal fimm efstu í könnun Samfylkingar – Oddvita í Reykjavík hafnað

Fari uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík eftir niðurstöðu könnunar sem gerð var á meðal félagsmanna munu konur leiða bæði Reykjavíkurkjördæmin. Ágúst Ólafur Ágústsson varð ekki á meðal fimm efstu í könnuninni.

þrjarkonur.jpg
Auglýsing

Helga Vala Helgadóttir þingmaður, Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður, Jóhann Páll Jóhannsson, fyrrverandi blaðamaður og núverandi starfsmaður Samfylkingarinnar, og Ragna Sigurðardóttir, forseti ungra jafnaðarmanna, lentu í fimm efstu sætunum í skoðanakönnun sem haldin var á meðal félaga í Samfylkingunni í Reykjavík í síðasta mánuði. Þetta er fullyrt í Fréttablaðinu í dag en niðurstöður könnunarinnar eiga ekki að vera opinberar heldur einungis aðgengilegar uppstillingarnefnd.

Skoðanakönnuninni er ætlað að veita uppstillingarnefnd flokksins, sem í sitja 17 manns, sýn á vilja flokksmanna í höfuðborginni þegar hún raðar á lista fyrir næstu kosningar. Nefndin er þó ekki bundin af niðurstöðunni.

Samkvæmt þessu mun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður og núverandi oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, að öllum líkindum ekki vera í sæti á lista flokksins sem ætti möguleika á að koma honum á þing. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, sem var í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavík suður fyrir rúmum fjórum árum, nær heldur ekki inn á lista yfir fimm efstu menn. Það gera rithöfundurinn Einar Kárason og Eva H. Baldursdóttir, lögmaður og jógakennari, sem sátu í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í sitthvoru Reykjavíkurkjördæminu 2017, ekki heldur.

Auglýsing
Rósa Björk, sem var kjörin á þing fyrir Vinstri græn í síðustu kosningum en skipti yfir í Samfylkinguna í desember síðastliðnum, hefur ekki útilokað að bjóða sig fram í Suðvesturkjördæmi, Kraganum svokallaða, þar sem hún leiddi lista Vinstri grænna 2017. Til þess að hún leiddi þar þyrfti Guðmundur Andri Thorsson að víkja og sætta sig við sæti neðar á lista. Gangi þau áform eftir ættu Helga Vala og Kristrún að leiða sitt hvort Reykjavíkurkjördæmið, verði farið eftir niðurstöðu skoðanakönnunarinnar, og Jóhann Páll og Ragna að vera í öðru sæti í sitt hvor þeirra.

Sem stendur er Samfylkingin með einn þingmann í hvoru Reykjavíkurkjördæminu og einn þingmann í Suðvesturkjördæmi.

Í nýlegri umfjöllun Kjarnans, sem byggði á niðurstöðu tveggja kannana MMR sem gerðar voru um mánaðamótin október/nóvember, mældist fylgi Samfylkingarinnar á höfuðborgarsvæðinu 18,4 prósent. Fylgi á þeim slóðum myndi skila flokknum 4-5 þingsætum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Ef hann vinnur kosningasigur í borginni gætu þau orðið sex. Líkleg uppskera í Suðvesturkjördæmi, miðað við stöðu mála í könnunum um þessar mundir, yrðu tvö þingsæti.

Í sömu umfjöllun kom fram að Samfylkingin væri á miklu skriði hjá yngstu kjósendunum og konum. Í könnun sem MMR birti dag­inn fyrir kosn­ing­arnar 2016 mæld­ist Sam­fylk­ingin með eitt pró­sent fylgi í ald­urs­hópnum 18 til 29 ára. Í haust var Sam­fylk­ingin með 19,3 pró­sent fylgi hjá þeim aldursflokki. Þá kom fram í umfjölluninni að Samfylkingin nyti stuðnings 21,4 prósent kvenna en einungis 11,9 prósent karla. 

Fyrir liggur að Logi Einarsson, formaður flokksins, muni leiða í Norðausturkjördæmi en óljóst er hvernig málum verður háttað í Norðvesturkjördæmi, þar sem þingmaðurinn Guðjón Brjánsson leiddi síðast, og í Suðurkjördæmi, þar sem Oddný Harðardóttir er sitjandi oddviti. Heimildir Kjarnans herma að vilji sé hjá mörgum áhrifamönnum innan flokks að gera breytingar í Norðvesturkjördæmi og sækja fastar fylgi í þéttbýlari sveitarfélög innan þess.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent