Fjórar konur á meðal fimm efstu í könnun Samfylkingar – Oddvita í Reykjavík hafnað

Fari uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík eftir niðurstöðu könnunar sem gerð var á meðal félagsmanna munu konur leiða bæði Reykjavíkurkjördæmin. Ágúst Ólafur Ágústsson varð ekki á meðal fimm efstu í könnuninni.

þrjarkonur.jpg
Auglýsing

Helga Vala Helga­dóttir þing­mað­ur, Kristrún Frosta­dótt­ir, aðal­hag­fræð­ingur Kviku banka, Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir þing­mað­ur, Jóhann Páll Jóhanns­son, fyrr­ver­andi blaða­maður og núver­andi starfs­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Ragna Sig­urð­ar­dótt­ir, for­seti ungra jafn­að­ar­manna, lentu í fimm efstu sæt­unum í skoð­ana­könnun sem haldin var á meðal félaga í Sam­fylk­ing­unni í Reykja­vík í síð­asta mán­uði. Þetta er full­yrt í Frétta­blað­inu í dag en nið­ur­stöður könn­un­ar­innar eiga ekki að vera opin­berar heldur ein­ungis aðgengi­legar upp­still­ing­ar­nefnd.

Skoð­ana­könn­un­inni er ætlað að veita upp­still­ing­ar­nefnd flokks­ins, sem í sitja 17 manns, sýn á vilja flokks­manna í höf­uð­borg­inni þegar hún raðar á lista fyrir næstu kosn­ing­ar. Nefndin er þó ekki bundin af nið­ur­stöð­unni.

Sam­kvæmt þessu mun Ágúst Ólafur Ágústs­son, þing­maður og núver­andi odd­viti Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur, að öllum lík­indum ekki vera í sæti á lista flokks­ins sem ætti mögu­leika á að koma honum á þing. Jó­hanna Vig­dís Guð­munds­dótt­ir, sem var í öðru sæti á lista flokks­ins í Reykja­vík suður fyrir rúmum fjórum árum, nær heldur ekki inn á lista yfir fimm efstu menn. Það gera rit­höf­und­ur­inn Einar Kára­son og Eva H. Bald­urs­dótt­ir, lög­maður og jóga­kenn­ari, sem sátu í þriðja sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­innar í sitt­hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu 2017, ekki held­ur.

Auglýsing
Rósa Björk, sem var kjörin á þing fyrir Vinstri græn í síð­ustu kosn­ingum en skipti yfir í Sam­fylk­ing­una í des­em­ber síð­ast­liðn­um, hefur ekki úti­lokað að bjóða sig fram í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, Krag­anum svo­kall­aða, þar sem hún leiddi lista Vinstri grænna 2017. Til þess að hún leiddi þar þyrfti Guð­mundur Andri Thors­son að víkja og sætta sig við sæti neðar á lista. Gangi þau áform eftir ættu Helga Vala og Kristrún að leiða sitt hvort Reykja­vík­ur­kjör­dæm­ið, verði farið eftir nið­ur­stöðu skoð­ana­könn­un­ar­inn­ar, og Jóhann Páll og Ragna að vera í öðru sæti í sitt hvor þeirra.

Sem stendur er Sam­fylk­ingin með einn þing­mann í hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu og einn þing­mann í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.

Í nýlegri umfjöllun Kjarn­ans, sem byggði á nið­ur­stöðu tveggja kann­ana MMR sem gerðar voru um mán­aða­mótin októ­ber/nóv­em­ber, mæld­ist fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 18,4 pró­sent. Fylgi á þeim slóðum myndi skila flokknum 4-5 þing­sætum í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum tveim­ur. Ef hann vinnur kosn­inga­sigur í borg­inni gætu þau orðið sex. Lík­leg upp­skera í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, miðað við stöðu mála í könn­unum um þessar mund­ir, yrðu tvö þing­sæti.

Í sömu umfjöllun kom fram að Sam­fylk­ingin væri á miklu skriði hjá yngstu kjós­end­unum og kon­um. Í könnun sem MMR birti dag­inn fyrir kosn­­ing­­arnar 2016 mæld­ist Sam­­fylk­ingin með eitt pró­­sent fylgi í ald­­ur­s­hópnum 18 til 29 ára. Í haust var Sam­­fylk­ingin með 19,3 pró­­sent fylgi hjá þeim ald­urs­flokki. Þá kom fram í umfjöll­un­inni að Sam­fylk­ingin nyti stuðn­ings 21,4 pró­sent kvenna en ein­ungis 11,9 pró­sent karla. 

Fyrir liggur að Logi Ein­ars­son, for­maður flokks­ins, muni leiða í Norð­aust­ur­kjör­dæmi en óljóst er hvernig málum verður háttað í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, þar sem þing­mað­ur­inn Guð­jón Brjáns­son leiddi síð­ast, og í Suð­ur­kjör­dæmi, þar sem Oddný Harð­ar­dóttir er sitj­andi odd­viti. Heim­ildir Kjarn­ans herma að vilji sé hjá mörgum áhrifa­mönnum innan flokks að gera breyt­ingar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi og sækja fastar fylgi í þétt­býl­ari sveit­ar­fé­lög innan þess.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent