ESB þrýstir á Biden til að setja tæknifyrirtækjunum þröngar skorður

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í gær innsetningu Joe Biden í embætti Bandaríkjaforseta, en hvatti til aukins samstarfs milli ríkjanna við að takmarka vald stóru tæknifyrirtækjanna.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Auglýsing

Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins (ES­B), sagði inn­setn­ingu Joe Biden í emb­ætti Banda­ríkja­for­seta marka „nýja dög­un“ þar í landi, og bætti við að Evr­ópa ætti sér loks­ins vin í Hvíta hús­inu eftir fjögur löng ár. Hún sagði mik­il­vægt að ESB og Banda­ríkin vinni saman í að koma í veg fyrir hat­urs­orð­ræðu og fals­fréttir með fjöl­þjóð­legum reglu­gerðum fyrir tækni­fyr­ir­tæk­in.

Þetta kemur fram í frétt á vef Reuters sem birt­ist í gær. Sam­kvæmt frétt­inni hefur fram­kvæmda­stjórnin útbúið nýja sam­vinnu­á­ætlun við Banda­rík­in, en í henni er von­ast til frekara sam­starfs við Banda­ríkin í lofts­lags­mál­um, heil­brigð­is­mál­um, staf­rænni þróun og lýð­ræð­is­mál­u­m. 

Í ávarpi sínu til fram­kvæmda­stjórn­ar­innar í gær sagði von der Leyen að hún fyndi fyrir miklum létti nú, þar sem ein­angr­un­ar­stefna Don­ald Trump væri á enda. Þó var­aði hún við að slíkur léttir ætti ekki að blinda fólki sýn, þar sem stuðn­ings­menn Trump væru enn til staðar og nauð­syn­legt væri að takast á við eggjun þeirra til ofbeld­is. 

Auglýsing

Að mati von der Leyen væri hægt að tak­marka orð­ræð­una sem leiddi til inn­rás­ar­innar í banda­ríska þing­húsið fyrir tveimur vikum síðan með laga­setn­ingu gegn hat­urs­orð­ræðu og dreif­ingu fals­frétta. „Slíkt póli­tískt vald, sem er núna algjör­lega í höndum netrisanna, þarf að tak­marka,“ hefur Reuters eftir von der Leyen. 

Fram­kvæmda­stjór­inn lagði til að sér­stakt tækni­ráð yrði sett upp með full­trúum frá bæði Banda­ríkj­unum og ESB. Hlut­verk slíks ráðs væri að leggja drög að alþjóð­legri reglu­gerð fyrir tækni­fyr­ir­tæki sem lönd um allan heim gætu fylgt. Sam­kvæmt Evr­ópu­sam­band­inu þyrfti skýrar reglur um upp­bygg­ingu gervi­greindar og flók­inna algríma sem byggð væru á mik­illi gagna­söfn­un, án þess að þær kæmu niður á kost­ina sem slík tækni getur boðið upp á.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent