Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu

Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.

Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Auglýsing

Vís­inda­menn við lækna­deild Stan­for­d-há­skóla hafa þróað app fyrir snjallúr sem láta not­endur úranna vita ef lík­ami þeirra sýnir ein­hver merki um að vera að berj­ast við sýk­ingu. Meðal merkja sem úrið nemur er breyt­ing á hjartslætt­i.  Appið notar reikni­for­skrift sem merkir breyt­ingar á hvíld­ar­púlsi not­and­ans sem og fjölda skrefa sem hann tek­ur. Í rann­sókn sem gerð var í tengslum við þróun apps­ins kom í ljós að það fann í 63 pró­sent til­fella ummerki um sýk­ingu af völdum nýju kór­ónu­veirunnar áður en aug­ljós lík­am­leg ein­kenni gerðu vart við sig. Í þeim til­fellum sem appið gaf ranga nið­ur­stöðu getur skýr­ingin t.d. falist í lyfja­notkun við­kom­andi, segir Mich­ael Snyder, pró­fess­or­inn sem leiddi rann­sókn­ina og þróun apps­ins. Hana má einnig mögu­lega rekja til þess að við­kom­andi hafi verið á ferð og flugi eða hafi verið á ákveðnum stað í tíða­hringn­um.

AuglýsingAppið er enn í þróun en stefnt er að því að reikni­for­skriftin verði aðgengi­leg um tíu millj­ónum manna innan skamms. Stefnt er að því að not­endur Fit­bit-úra fái fyrstir að njóta þess en svo stendur til að gera það aðgengi­legt fyrir úr ann­arra fram­leið­enda sem og í aðrar gerðir tækja sem nema stöðugt lífs­mörk fólks.Það sem appið gerir er að senda not­anda úrs­ins við­vörun þegar það finnur breyt­ingar á lík­ams­starf­semi, annað hvort gula eða rauða. Snyder segir mik­il­vægt fyrir not­endur að gera sér grein fyrir því að appið getir ekki greint COVID-19 sýk­ingu frá öðrum sýk­ing­um. A‘ minnsta kosti ekki enn sem komið er.  Hann segir að mark­miðið sé ekki ein­fald­lega það að láta fólk vita að það sé orðið veikt heldur að finna merki um sýk­ingar snemma og áður en lík­am­leg ein­kenni fara að gera vart við sig. Á meðan far­aldri COVID-19 stendur gæti slíkt við­vör­un­ar­kerfi nýst fólki til að taka ákvörðun um að fara í ein­angrun fyrr en ella og að fara í sýna­töku. Segir Snyder að appið geti fundið merki um sýk­ingu tíu dögum áður en ein­kennin koma almennt fram.

Ein­kenna­lausir geta smitað aðraVeiran sem veldur COVID-19 er þeim eig­in­leikum gædd að ein­kenni vegna sýk­ingar af hennar völdum geta dulist í marga daga og þar með er aukin hætta á að sá sem sýkst hefur smiti aðra á þessu tíma­bili.Vin­sældir snjallúra eru miklar og margir not­endur þeirra hafa þau á sér allan sól­ar­hring­inn. Það þýðir að úrið er stöðugt að fylgj­ast með lík­ams­starf­semi á borð við hjart­slátt. Úrin „læra“ svo inn á hvern og einn not­anda og greina því merki um breyt­ingar á venju­legum hjartslætti af nokk­urri nákvæmni.Rann­sókn vís­inda­mann­anna við Stan­for­d-há­skóla hófst þegar í mars á síð­asta ári. Þá voru sjálf­boða­liðar fengnir til sam­starfs og báru þeir Fit­bit-­snjallúr. Af 5.000 þátt­tak­endum sýkt­ust 32 af COVID-19 og í 26 til­vikum mátti greina frá­vik í hvíld­ar­púls sem átti sér ekki eðli­legar skýr­ing­ar. Vís­inda­menn­irnir komust einnig að því að þeir sem höfðu sýkst gengu að með­al­tali 1.440 færri skref og sváfu að með­al­tali hálf­tíma lengur en þeir sjálf­boða­liðar sem ekki höfðu sýkst.Í kjöl­farið var þróað við­vör­un­ar­kerfi. Appið lætur við­kom­andi vita með „gulu spjaldi“ ef ein­hverjar breyt­ingar grein­ast sem fylgj­ast ætti með eða með „rauðu spjaldi“ sem táknar álag án aug­ljósrar skýr­ing­ar. Ef sá sem með úrið gengur veit hver ástæðan fyrir frá­vik­inu er, t.d. áfeng­is­neysla eða mikil hæð yfir sjáv­ar­máli, getur hann ein­fald­lega afskrifað við­vör­un­ina. Ef hann hefur engar skýr­ingar getur verið að hann hafi fengið sýk­ingu sem lík­am­inn er að reyna að vinna á og ætti því að ein­angra sig og fara í sýna­töku.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 34. Þáttur: Hinn hugdjarfi Yoshitsune
Kjarninn 4. mars 2021
Skjálftarnir færst sunnar – Krýsuvíkursvæðið undir sérstöku eftirliti
Skjálftarnir á Reykjanesi hafa færst til suðvesturs frá því gær. Virkni færðist í aukana í morgun. Krýsuvíkursvæðið er undir sérstöku eftirliti en það kerfi teygir anga sína inn í úthverfi höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 4. mars 2021
Steinunn Bragadóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Efnahagsaðgerðir, jafnrétti og besta nýtingin á almannafé
Kjarninn 4. mars 2021
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent