Helga Vala og Kristrún í oddvitasætin hjá Samfylkingunni í Reykjavíkurkjördæmum

Framboðslistar Samfylkingarinnar fyrir komandi Alþingiskosningar voru samþykktir á allsherjarfundi í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir mun ekki leiða lista flokksins í SV kjördæmi heldur verður hún önnur í Reykjavík suður.

Þær Helga Vala og Kristrún munu sitja í oddvitasætum Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum í komandi Alþingiskosningum.
Þær Helga Vala og Kristrún munu sitja í oddvitasætum Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum í komandi Alþingiskosningum.
Auglýsing

Þær Helga Vala Helgadóttir og Kristrún Frostadóttir munu sitja í oddvitasætum á framboðslistum Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum í komandi Alþingiskosningum. Framboðslistar flokksins fyrir komandi kosningar voru samþykktir á allsherjarfundi Samfylkingarfélaga í Reykjavík í dag. Alls greiddu 280 atkvæði og af þeim staðfestu 79 prósent kjósenda listann, 17,5 prósent höfnuðu honum og 3,5% skiluðu auðu.


Helga Vala hefur verið þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður síðan árið 2017. Hún er auk þess formaður velferðarnefndar. Kristrún er á ný á lista hjá flokknum en hún starfaði áður sem aðalhagfræðingur Kviku banka.


Rósa Björk og Jóhann Páll næst á eftir oddvitunum

Rósa Björk Brynjólfsdóttir gekk í raðir Samfylkingarinnar fyrr á þessum þingvetri eftir að hafa setið á þingi um nokkurt skeið sem óháður þingmaður. Hún var kjörin á þing fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð árið 2016. Hún hefur setið sem þingmaður suðvesturkjördæmis allt frá því hún var kjörin á þing og í tilkynningu sem hún sendi frá sér í síðari hluta janúar á þessu ári sagðist hún vilja leiða flokkinn í því kjördæmi. Í komandi kosningum verður hún hins vegar önnur á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Auglýsing

Nýr á lista Samfylkingarinnar kemur Jóhann Páll Jóhannsson sem starfað hefur sem blaðamaður um árabil. Hann tekur annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Á eftir þeim Rósu Björk og Jóhanni Páli koma þau Viðar Eggertsson, leikstjóri, í þriðja sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður og Dagbjört Hákonardóttir, lögfræðingur, í þriðja sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður.


Framboðslistar flokksins sem samþykktir voru í dag líta svona út:

Reykjavík norður

1.sæti Helga Vala Helgadóttir, alþingismaður

2.sæti Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður

3.sæti Dagbjört Hákonardóttir, lögfræðingur

4.sæti Magnús Árni Skjöld, dósent

5.sæti Ragna Sigurðardóttir, forseti UJ og læknanemi

6.sæti Finnur Birgisson, arkitekt

7.sæti Ásta Guðrún Helgadóttir, ráðgjafi

8.sæti Ásgeir Beinteinsson, fyrrv. skólastjóri

9.sæti Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur

10.sæti Sigfús Ómar Höskuldsson, rekstrarfræðingur og þjálfari

11.sæti Sonja Björg Jóhannsdóttir, deildarstjóri í leikskóla

12.sæti Hallgrímur Helgason, rithöfundur

13.sæti Alexandra Ýr, ritari Samfylkingarinnar

14.sæti Hlal Jarrah, veitingamaður

15.sæti Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar og kaospilot

16.sæti Rúnar Geirmundsson, framkvæmdarstjóri

17.sæti Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir, laganaemi

18.sæti Ólafur Örn Ólafsson, veitingamaður

19.sæti Sólveig Ásgrímsdóttir, sálfræðingur og formaður 60+

20.sæti Vilhjálmur Þorsteinsson, hugbúnaðarhönnuður

21.sæti Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar

22.sæti Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra


Reykjavík suður:

1.sæti Kristrún Mjöll Frostadóttir, hagfræðingur

2.sæti Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingismaður

3.sæti Viðar Eggertsson, leikstjóri og verðandi eldri borgari

4.sæti Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi

5.sæti Birgir Þórarinsson, tónlistarmaður

6.sæti Aldís Mjöll Geirsdóttir, lögfræðingur

7.sæti Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur

8.sæti Ellen Calmon, borgarfulltrúi og formaður SffR

9.sæti Viktor Stefánsson, stjórnmálahagfræðingur

10.sæti Elín Tryggvadóttir, hjúkrunarfræðingur

11.sæti Hlynur Már Vilhjálmsson, starfsmaður á frístundaheimili

12.sæt Margret Adamsdóttir, leikskólakennari

13.sæti Axel Jón Ellenarson, grafískur hönnuður

14.sæti Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur

15.sæti Jakob Magnússon, veitingamaður

16.sæti Ingibjörg Grímsdóttir, þjónustufulltrúi

17.sæti Jónas Hreinsson, rafiðnaðarmaður

18.sæti Sólveig Jónasdóttir, kynningarfulltrúi Sameykis

19.sæti Hildur Kjartansdóttir, myndlistarmaður

20.sæti Ellert B. Schram, fyrrverandi alþingismaður

21.sæti Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi alþingismaður

22.sæti Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent