Helga Vala og Kristrún í oddvitasætin hjá Samfylkingunni í Reykjavíkurkjördæmum

Framboðslistar Samfylkingarinnar fyrir komandi Alþingiskosningar voru samþykktir á allsherjarfundi í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir mun ekki leiða lista flokksins í SV kjördæmi heldur verður hún önnur í Reykjavík suður.

Þær Helga Vala og Kristrún munu sitja í oddvitasætum Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum í komandi Alþingiskosningum.
Þær Helga Vala og Kristrún munu sitja í oddvitasætum Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum í komandi Alþingiskosningum.
Auglýsing

Þær Helga Vala Helga­dóttir og Kristrún Frosta­dóttir munu sitja í odd­vita­sætum á fram­boðs­listum Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum í kom­andi Alþing­is­kosn­ing­um. Fram­boðs­listar flokks­ins fyrir kom­andi kosn­ingar voru sam­þykktir á alls­herj­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar­fé­laga í Reykja­vík í dag. Alls greiddu 280 atkvæði og af þeim stað­festu 79 pró­sent kjós­enda list­ann, 17,5 pró­sent höfn­uðu honum og 3,5% skil­uðu auðu.Helga Vala hefur verið þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður síðan árið 2017. Hún er auk þess for­maður vel­ferð­ar­nefnd­ar. Kristrún er á ný á lista hjá flokknum en hún starf­aði áður sem aðal­hag­fræð­ingur Kviku banka.Rósa Björk og Jóhann Páll næst á eftir odd­vit­unum

Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir gekk í raðir Sam­fylk­ing­ar­innar fyrr á þessum þing­vetri eftir að hafa setið á þingi um nokk­urt skeið sem óháður þing­mað­ur. Hún var kjörin á þing fyrir Vinstri­hreyf­ing­una – grænt fram­boð árið 2016. Hún hefur setið sem þing­maður suð­vest­ur­kjör­dæmis allt frá því hún var kjörin á þing og í til­kynn­ingu sem hún sendi frá sér í síð­ari hluta jan­úar á þessu ári sagð­ist hún vilja leiða flokk­inn í því kjör­dæmi. Í kom­andi kosn­ingum verður hún hins vegar önnur á lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Auglýsing


Nýr á lista Sam­fylk­ing­ar­innar kemur Jóhann Páll Jóhanns­son sem starfað hefur sem blaða­maður um ára­bil. Hann tekur annað sæti á lista flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur. Á eftir þeim Rósu Björk og Jóhanni Páli koma þau Viðar Egg­erts­son, leik­stjóri, í þriðja sæti í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður og Dag­björt Hákon­ar­dótt­ir, lög­fræð­ing­ur, í þriðja sæti í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.Fram­boðs­listar flokks­ins sem sam­þykktir voru í dag líta svona út:Reykja­vík norður

1.sæti Helga Vala Helga­dótt­ir, alþing­is­maður

2.sæti Jóhann Páll Jóhanns­son, blaða­maður

3.sæti Dag­björt Hákon­ar­dótt­ir, lög­fræð­ingur

4.sæti Magnús Árni Skjöld, dós­ent

5.sæti Ragna Sig­urð­ar­dótt­ir, for­seti UJ og lækna­nemi

6.sæti Finnur Birg­is­son, arki­tekt

7.sæti Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, ráð­gjafi

8.sæti Ásgeir Bein­teins­son, fyrrv. skóla­stjóri

9.sæti Magnea Mar­in­ós­dótt­ir, alþjóða­stjórn­mála­fræð­ingur

10.­sæti Sig­fús Ómar Hösk­ulds­son, rekstr­ar­fræð­ingur og þjálf­ari

11.­sæti Sonja Björg Jóhanns­dótt­ir, deild­ar­stjóri í leik­skóla

12.­sæti Hall­grímur Helga­son, rit­höf­undur

13.­sæti Alex­andra Ýr, rit­ari Sam­fylk­ing­ar­innar

14.­sæti Hlal Jarrah, veit­inga­maður

15.­sæti Inga Auð­björg Straum­land, for­maður Sið­menntar og kaospilot

16.­sæti Rúnar Geir­munds­son, fram­kvæmd­ar­stjóri

17.­sæti Kol­brún Birna Hall­gríms­dótt­ir, lag­ana­emi

18.­sæti Ólafur Örn Ólafs­son, veit­inga­maður

19.­sæti Sól­veig Ásgríms­dótt­ir, sál­fræð­ingur og for­maður 60+

20.­sæti Vil­hjálmur Þor­steins­son, hug­bún­að­ar­hönn­uður

21.­sæti Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, vara­for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar

22.­sæti Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herraReykja­vík suð­ur:

1.sæti Kristrún Mjöll Frosta­dótt­ir, hag­fræð­ingur

2.sæti Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, alþing­is­maður

3.sæti Viðar Egg­erts­son, leik­stjóri og verð­andi eldri borg­ari

4.sæti Vil­borg Odds­dótt­ir, félags­ráð­gjafi

5.sæti Birgir Þór­ar­ins­son, tón­list­ar­maður

6.sæti Aldís Mjöll Geirs­dótt­ir, lög­fræð­ingur

7.sæti Gunnar Alex­ander Ólafs­son, heilsu­hag­fræð­ingur

8.sæti Ellen Calmon, borg­ar­full­trúi og for­maður SffR

9.sæti Viktor Stef­áns­son, stjórn­mála­hag­fræð­ingur

10.­sæti Elín Tryggva­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ingur

11.­sæti Hlynur Már Vil­hjálms­son, starfs­maður á frí­stunda­heim­ili

12.­sæt Margret Adams­dótt­ir, leik­skóla­kenn­ari

13.­sæti Axel Jón Ellen­ar­son, graf­ískur hönn­uður

14.­sæti Ingi­björg S. Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ingur

15.­sæti Jakob Magn­ús­son, veit­inga­maður

16.­sæti Ingi­björg Gríms­dótt­ir, þjón­ustu­full­trúi

17.­sæti Jónas Hreins­son, raf­iðn­að­ar­maður

18.­sæti Sól­veig Jón­as­dótt­ir, kynn­ing­ar­full­trúi Sam­eykis

19.­sæti Hildur Kjart­ans­dótt­ir, mynd­list­ar­maður

20.­sæti Ell­ert B. Schram, fyrr­ver­andi alþing­is­maður

21.­sæti Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, fyrr­ver­andi alþing­is­maður

22.­sæti Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent