Þórólfur telur mikilvægt að tryggja landamærin betur

Sóttvarnalæknir telur mikilvægt að tryggja landamærin betur áður en hægt verði að slaka meira á innanlands. Landlæknir vonar að persónubundnar sóttvarnir séu komnar til að vera. Góðar fréttir hafa verið að berast af dreifingu bóluefna.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur látið Svandísi Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra fá til­lögur að breyttum sótt­varna­að­gerðum á landa­mærum og býst við því að ráð­herra kynni reglu­gerð á næstu dög­um. 

Á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag sagði Þórólfur að hann hefði meðal ann­ars lagt til að gerð yrði krafa um nei­kvætt próf áður en fólk kæmi í flug til Íslands, að verk­ferlar á landa­mærum yrðu lag­aðir svo auð­veld­ara yrði að sann­reyna hvort fólk væri að gefa yfir­völdum réttar upp­lýs­ingar og einnig að athugað yrði hvort hægt væri að skylda fólk til þess að dvelja í far­sótta­húsum eftir kom­una til lands­ins.

Sótt­varna­læknir sagði á fund­inum að í kjöl­far þess að aðgerðir á landa­mærum yrðu hert­ar, til að lág­marka hætt­una á því að veiran leki inn í land­ið, gæti verið mögu­legt að slaka meira á hér inn­an­lands. 

Þó þyrfti að koma í ljós hvernig áhrifin af síð­ustu til­slök­unum inn­an­lands yrðu fyrst. Of snemmt væri að segja til um hvort til­slak­an­irnar fyrr í mán­uð­inum gætu haft bakslag í för með sér.

Góðar fréttir af dreif­ingu bólu­efna

Fram kom í máli Þór­ólfs að góðar fréttir hefðu borist um bólu­setn­ingar í síð­ustu viku. Ísland væri að fara að fá meira magn bólu­efna hraðar en talið hefði ver­ið. Sótt­varna­læknir sagði að um 70 þús­und skammtar myndu koma til lands­ins í lok mars, en inni í þeirri tölu væri ekki magn bólu­efna frá Astr­aZeneca.

Auglýsing

„Ég held að við getum verið von­góð um að við séum að fara að fá meira af bólu­efn­um,“ sagði Þórólfur og vís­aði til nýrra frétta frá Dan­mörku um að Danir teldu sig verða búna að „bólu­setja alla í sum­ar“.  Þar í landi er sagt frá því að nú megi búast við því að hægt verði að bólu­setja alla sem þess óska fyrir lok júní­mán­að­ar.

Þórólfur segir að það sé enn erfitt að segja til um hversu hratt bólu­efni komi hingað til lands, en það muni ráð­ast af dreif­ing­ar­á­ætl­unum sem muni koma frá fyr­ir­tækj­un­um.

16 pró­sent minna af sýkla­lyfjum ávísað í fyrra

Alma Möller land­læknir sagði á fund­inum að lands­menn þyrftu áfram að halda vöku sinni, við­halda per­sónu­bundnum sótt­vörnum og leita í sýna­töku ef minnti grunur vaknar um ein­kenni COVID-19. Hún minnti á upp­haf þriðju bylgj­unn­ar, þegar veiran var „undir rad­arn­um“ í nokkrar vikur áður en hún braust fram af krafti.

Alma Möller landlæknir á fundinum í dag. Mynd: AlmannavarnirHún minnti á að per­sónu­bundnar sótt­varnir væru ekki bara góðar í bar­átt­unni við veiruna, heldur líka gegn öðrum umgangspest­um, veiru­sýk­ingum og bakt­er­íu­sýk­ing­um. Fram kom í máli Ölmu að sýkla­lyfja­á­vís­unum hefði fækkað til muna á síð­asta ári, eða um 16 pró­sent frá fyrra ári heilt yfir og hlut­falls­lega meira hjá börn­um.

Þetta sagði Alma vera mjög mik­il­vægt, þar sem sýk­ingar valdi þján­ing­um, auki álag á heil­brigð­is­kerfið og auki á þann vanda sem mann­kynið glímir við og mun glíma við til fram­tíð­ar, sýkla­lyfja­ó­næmi.

Land­læknir vonar því að per­sónu­bundnar sótt­varnir séu komnar til að vera.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent