Þórólfur telur mikilvægt að tryggja landamærin betur

Sóttvarnalæknir telur mikilvægt að tryggja landamærin betur áður en hægt verði að slaka meira á innanlands. Landlæknir vonar að persónubundnar sóttvarnir séu komnar til að vera. Góðar fréttir hafa verið að berast af dreifingu bóluefna.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur látið Svandísi Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra fá til­lögur að breyttum sótt­varna­að­gerðum á landa­mærum og býst við því að ráð­herra kynni reglu­gerð á næstu dög­um. 

Á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag sagði Þórólfur að hann hefði meðal ann­ars lagt til að gerð yrði krafa um nei­kvætt próf áður en fólk kæmi í flug til Íslands, að verk­ferlar á landa­mærum yrðu lag­aðir svo auð­veld­ara yrði að sann­reyna hvort fólk væri að gefa yfir­völdum réttar upp­lýs­ingar og einnig að athugað yrði hvort hægt væri að skylda fólk til þess að dvelja í far­sótta­húsum eftir kom­una til lands­ins.

Sótt­varna­læknir sagði á fund­inum að í kjöl­far þess að aðgerðir á landa­mærum yrðu hert­ar, til að lág­marka hætt­una á því að veiran leki inn í land­ið, gæti verið mögu­legt að slaka meira á hér inn­an­lands. 

Þó þyrfti að koma í ljós hvernig áhrifin af síð­ustu til­slök­unum inn­an­lands yrðu fyrst. Of snemmt væri að segja til um hvort til­slak­an­irnar fyrr í mán­uð­inum gætu haft bakslag í för með sér.

Góðar fréttir af dreif­ingu bólu­efna

Fram kom í máli Þór­ólfs að góðar fréttir hefðu borist um bólu­setn­ingar í síð­ustu viku. Ísland væri að fara að fá meira magn bólu­efna hraðar en talið hefði ver­ið. Sótt­varna­læknir sagði að um 70 þús­und skammtar myndu koma til lands­ins í lok mars, en inni í þeirri tölu væri ekki magn bólu­efna frá Astr­aZeneca.

Auglýsing

„Ég held að við getum verið von­góð um að við séum að fara að fá meira af bólu­efn­um,“ sagði Þórólfur og vís­aði til nýrra frétta frá Dan­mörku um að Danir teldu sig verða búna að „bólu­setja alla í sum­ar“.  Þar í landi er sagt frá því að nú megi búast við því að hægt verði að bólu­setja alla sem þess óska fyrir lok júní­mán­að­ar.

Þórólfur segir að það sé enn erfitt að segja til um hversu hratt bólu­efni komi hingað til lands, en það muni ráð­ast af dreif­ing­ar­á­ætl­unum sem muni koma frá fyr­ir­tækj­un­um.

16 pró­sent minna af sýkla­lyfjum ávísað í fyrra

Alma Möller land­læknir sagði á fund­inum að lands­menn þyrftu áfram að halda vöku sinni, við­halda per­sónu­bundnum sótt­vörnum og leita í sýna­töku ef minnti grunur vaknar um ein­kenni COVID-19. Hún minnti á upp­haf þriðju bylgj­unn­ar, þegar veiran var „undir rad­arn­um“ í nokkrar vikur áður en hún braust fram af krafti.

Alma Möller landlæknir á fundinum í dag. Mynd: AlmannavarnirHún minnti á að per­sónu­bundnar sótt­varnir væru ekki bara góðar í bar­átt­unni við veiruna, heldur líka gegn öðrum umgangspest­um, veiru­sýk­ingum og bakt­er­íu­sýk­ing­um. Fram kom í máli Ölmu að sýkla­lyfja­á­vís­unum hefði fækkað til muna á síð­asta ári, eða um 16 pró­sent frá fyrra ári heilt yfir og hlut­falls­lega meira hjá börn­um.

Þetta sagði Alma vera mjög mik­il­vægt, þar sem sýk­ingar valdi þján­ing­um, auki álag á heil­brigð­is­kerfið og auki á þann vanda sem mann­kynið glímir við og mun glíma við til fram­tíð­ar, sýkla­lyfja­ó­næmi.

Land­læknir vonar því að per­sónu­bundnar sótt­varnir séu komnar til að vera.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent