Þórólfur telur mikilvægt að tryggja landamærin betur

Sóttvarnalæknir telur mikilvægt að tryggja landamærin betur áður en hægt verði að slaka meira á innanlands. Landlæknir vonar að persónubundnar sóttvarnir séu komnar til að vera. Góðar fréttir hafa verið að berast af dreifingu bóluefna.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur látið Svandísi Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra fá til­lögur að breyttum sótt­varna­að­gerðum á landa­mærum og býst við því að ráð­herra kynni reglu­gerð á næstu dög­um. 

Á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag sagði Þórólfur að hann hefði meðal ann­ars lagt til að gerð yrði krafa um nei­kvætt próf áður en fólk kæmi í flug til Íslands, að verk­ferlar á landa­mærum yrðu lag­aðir svo auð­veld­ara yrði að sann­reyna hvort fólk væri að gefa yfir­völdum réttar upp­lýs­ingar og einnig að athugað yrði hvort hægt væri að skylda fólk til þess að dvelja í far­sótta­húsum eftir kom­una til lands­ins.

Sótt­varna­læknir sagði á fund­inum að í kjöl­far þess að aðgerðir á landa­mærum yrðu hert­ar, til að lág­marka hætt­una á því að veiran leki inn í land­ið, gæti verið mögu­legt að slaka meira á hér inn­an­lands. 

Þó þyrfti að koma í ljós hvernig áhrifin af síð­ustu til­slök­unum inn­an­lands yrðu fyrst. Of snemmt væri að segja til um hvort til­slak­an­irnar fyrr í mán­uð­inum gætu haft bakslag í för með sér.

Góðar fréttir af dreif­ingu bólu­efna

Fram kom í máli Þór­ólfs að góðar fréttir hefðu borist um bólu­setn­ingar í síð­ustu viku. Ísland væri að fara að fá meira magn bólu­efna hraðar en talið hefði ver­ið. Sótt­varna­læknir sagði að um 70 þús­und skammtar myndu koma til lands­ins í lok mars, en inni í þeirri tölu væri ekki magn bólu­efna frá Astr­aZeneca.

Auglýsing

„Ég held að við getum verið von­góð um að við séum að fara að fá meira af bólu­efn­um,“ sagði Þórólfur og vís­aði til nýrra frétta frá Dan­mörku um að Danir teldu sig verða búna að „bólu­setja alla í sum­ar“.  Þar í landi er sagt frá því að nú megi búast við því að hægt verði að bólu­setja alla sem þess óska fyrir lok júní­mán­að­ar.

Þórólfur segir að það sé enn erfitt að segja til um hversu hratt bólu­efni komi hingað til lands, en það muni ráð­ast af dreif­ing­ar­á­ætl­unum sem muni koma frá fyr­ir­tækj­un­um.

16 pró­sent minna af sýkla­lyfjum ávísað í fyrra

Alma Möller land­læknir sagði á fund­inum að lands­menn þyrftu áfram að halda vöku sinni, við­halda per­sónu­bundnum sótt­vörnum og leita í sýna­töku ef minnti grunur vaknar um ein­kenni COVID-19. Hún minnti á upp­haf þriðju bylgj­unn­ar, þegar veiran var „undir rad­arn­um“ í nokkrar vikur áður en hún braust fram af krafti.

Alma Möller landlæknir á fundinum í dag. Mynd: AlmannavarnirHún minnti á að per­sónu­bundnar sótt­varnir væru ekki bara góðar í bar­átt­unni við veiruna, heldur líka gegn öðrum umgangspest­um, veiru­sýk­ingum og bakt­er­íu­sýk­ing­um. Fram kom í máli Ölmu að sýkla­lyfja­á­vís­unum hefði fækkað til muna á síð­asta ári, eða um 16 pró­sent frá fyrra ári heilt yfir og hlut­falls­lega meira hjá börn­um.

Þetta sagði Alma vera mjög mik­il­vægt, þar sem sýk­ingar valdi þján­ing­um, auki álag á heil­brigð­is­kerfið og auki á þann vanda sem mann­kynið glímir við og mun glíma við til fram­tíð­ar, sýkla­lyfja­ó­næmi.

Land­læknir vonar því að per­sónu­bundnar sótt­varnir séu komnar til að vera.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent