Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir

Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.

Dýralíf
Auglýsing

1. Risa risa­eðla

Leifar tröll­vax­innar risa­eðlu, sem fund­ust í Argent­ínu árið 2014, eru lík­lega elstu leifar tít­an­seðlu sem fund­ist hafa til þessa. Eðla þessi, sem var um 20 metrar að lengd, hefur reikað um svæði sem nú heitir Pata­gónía fyrir um 140 millj­ónum ára.

Tít­an­seðlur til­heyrðu ætt graseðla enda jurta­ætur en þar sem þær voru svo gríð­ar­lega stórar hefur fjöl­skylda þeirra stundum verið nefnd tröl­leðl­ur. Henni til­heyrir til dæmis einnig hin þekkta þór­seðla. Tröl­leðlur eru taldar stærstu dýr sem nokkru sinni hafa gengið um jörð­ina.

Unnið að uppgreftri leifa risaeðlunnar í Argentínu.

Eftir að stein­gerðar leifar eðl­unar fund­ust í suð­vest­ur­hluta Argent­ínu voru þær grafnar upp og rann­sak­aðar ítar­lega. Vís­inda­menn­irnir hafa nú skilað grein­ingu sinni á fund­inum og m.a. komust þeir að því að um leiða deili­teg­und tít­an­seðlu er að ræða og ljóst að hún var uppi um lengri tíma en áður var talið. Nú þykir ljóst að þær voru þegar komnar fram á sjón­ar­sviðið við upp­haf Krít­ar­tíma­bils­ins en því lauk fyrir um 66 millj­ónum ára, sem mark­aði enda­lok risa­eðl­anna á jörð­inni.

Auglýsing

2. Var þá lif­andi eftir allt saman

Í 180 ár var talið að fugl­inn brúnaslúðra (e. black-browed babbler) væri útdauð­ur, rétt eins og risa­eðl­urnar forð­um. Einn upp­stopp­aður fugl af þess­ari teg­und var reyndar allan þann tíma eina sönnun þess að hann hefði raun­veru­lega verið til. Á fimmta ára­tug nítj­ándu aldar sá leið­ang­ur, undir stjórn Charles Lucien Bonap­ar­te, frænda Napo­le­ons, fugl­inn í Aust­ur-Ind­í­um. Bonap­arte lýsti fugl­inum síðar fyrir vís­inda­mönnum og gaf honum nafn sem þýða mætti brúnaslúðra á íslensku.

En svo spurð­ist ekki til hans í um 180 ár. Allt þar til nýverið er tveir menn, Muhammad Suranto og Muhammad Rizky Fauzan, sáu fugl á eyj­unni Borneó í októ­ber á síð­asta ári sem þeir könn­uð­ust ekki við. Þeim tókst að fanga fugl­inn og mynda hann en slepptu honum að því loknu.

Mönnunum tókst að handsama fuglinn og mynda hann.

Upp­lýs­ing­unum deildu þeir svo á net­inu með öðru áhuga­fólki um fugla.

Það leið ekki á löngu þar til sér­fræð­ingar stað­festu að þarna væri hún loks kom­in, brúnaslúðran, eftir að hafa verið talin af í ára­tugi.

„Við áttum engan veg­inn von á þessu,“ segir Razky Fauzan í sam­tali við Guar­di­an. „Við fundum ein­fald­lega fugl sem við könn­uð­umst ekki við.“

Meira en 1.700 fugla­teg­undir eru á eyjum Indónesíu. Margar eyj­anna eru lítt kann­að­ar. Á síð­asta ári fund­ust fimm nýjar teg­undir söng­fugla á eyj­un­um.

3. Löng ganga grá­úlfs vekur athygli

Grá­úlfur lagði nýverið að baki mörg hund­ruð kíló­metra ferða­lag frá Oregon til Kali­forn­íu. Úlf­ur­inn ber stað­setn­ing­ar­tæki og er ferða­lagið það lengsta sem merktir úlfar hafa farið í.

Um er að ræða karl­dýr sem vís­inda­menn þekkja sem OR-93. Margir fagna tíð­ind­unum því þó að OR-93 sé ekki fyrsti úlf­ur­inn sem fer frá Oregon til Kali­forníu eru þeir ekki margir á þeim slóð­um. Úlfum var útrýmt í Kali­forníu á síð­ustu öld. Sú útrým­ing var studd af hinu opin­bera og gerð til að vernda búfé.

Úlfurinn OR-93 ber staðsetningartæki um hálsinn.

OR-93 dvelur nú í Sierra Nevada-fjall­garð­in­um, sem fer bæði um Kali­forníu og Nevada.

Grá­úlfar hafa notið verndar um hríð og stofnar þeirra hafa tekið vel við sér á ákveðnum svæð­um. Hins vegar ákvað rík­is­stjórn Don­alds Trump að taka grá­úlfinn af lista yfir dýr í útrým­ing­ar­hættu og er hann því aftur eltur – hund­eltur – og drep­inn.

Í síð­ustu viku mátti veiða 119 úlfa í Wiscons­in, svo dæmi sé tek­ið. Mun fleiri dýr voru þó drep­in, að minnsta kosti 216. Oft eru hundar not­aðir til að þefa úlfa uppi áður en þeir eru svo skotn­ir.

 Þekkt er að á þeim stöðum þar sem úlfar hafa átt end­ur­komu hafa margir aðrir þættir vist­kerf­is­ins einnig tekið við sér og jafn­vægi kom­ist á.

4. Skjald­bökur teknar í skjól

Í kulda­kast­inu í Texas um miðjan febr­úar hófu sjálf­boða­liðar umfangs­miklar björg­un­ar­að­gerðir á skjald­bökum úr sjónum undan ströndum rík­is­ins. Dýra­vernd­un­ar­sam­tökin Sea Turtle Inc., björg­uðu yfir 4.500 skjald­bökum á nokk­urra daga tíma­bili. Farið var út á bátum og einnig á sundi til að sækja dýrin og koma þeim fyrir inn­an­dyra. 

Sæskjaldbökur í hundruða tali í skjóli fyrir kuldanum í Texas.

Sæskjald­bökur eru sér­lega við­kvæmar fyrir hita­breyt­ingum í sjón­um. Þegar sjór­inn kólnar eins og hann gerði við Texas í febr­ú­ar, halda þær með­vit­und en geta nær ekk­ert hreyft sig. Þetta ástand verður svo til þess að þær eiga á hættu að drep­ast. Fimm sæskjald­bökur halda til í námunda við Texas og eru þær allar í útrým­ing­ar­hættu eða við­kvæmri stöðu.

Þegar mesti kuld­inn var um garð geng­inn var skjald­bök­unum sleppt í hafið á nýjan leik.



5. Mör­gæs í merki­legum lit

Í leið­angri á Suð­ur­skauts­land­inu árið 2019 sá belgíski ljós­mynd­ar­inn Yves Adams, eins og vænta mátti, hóp kónga­mör­gæsa. Þær eru auð­þekkj­an­legar á svörtum og gulum fjöðr­unum á háls­in­um. En ein þeirra vakti sér­staka athygli ljós­mynd­ar­ans. Mör­gæsin sú var ólík hinum að lit. Hún hafði gult höf­uð, föl­bleikan gogg en engar fjaðrir voru svart­ar. 

Hún er með bleikan gogg og fætur og gul um höfuðið. Mynd: Yves Adams

Adams var staddur á eyj­unni Suð­ur­-­Ge­orgíu og var að taka búnað sinn saman þegar hann sá hina ein­stöku mör­gæs og náði af henni mörgum myndum sem hann hefur loks­ins birt opin­ber­lega.

Engu er lík­ara en að mör­gæsin hafi farið í klór­bað en skýr­ingin á útlit­inu er erfða­fræði­leg og felst í skorti á ákveðnum lit­ar­efn­um.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent