233 fengu 16,2 milljarða króna í arðgreiðslur

Sá hópur sem fær arðgreiðslur vegna eignar sinnar í íslenskum fyrirtækjum telur alls 23.388 manns. Helmingur þeirra fær minna en 30 þúsund krónur í arð hver. Eitt prósent hópsins skipti á milli sín þriðjungi allra arðsgreiðslna.

kampavín
Auglýsing

Heild­ararð­greiðslur úr íslenskum fyr­ir­tækjum til ein­stak­linga í eig­enda­hópi þeirra voru rúm­lega 48 millj­arðar króna á árinu 2019. Af þeirri upp­hæð fóru 16,2 millj­arðar króna, eða þriðj­ungur af arðs­tekjum ein­stak­linga, til eitt pró­sent þeirra sem fengu hæstar arð­greiðsl­ur. Sá hópur telur 233 ein­stak­linga.

Þetta kemur fram í umfjöllun um arð­greiðslur á árinu 2019 í nýj­ustu útgáfu Tíund­ar, frétta­blaðs Skatts­ins.

Þar segir að á árinu 2019 hafi alls 23.388 ein­stak­lingar fengið greiddan arð af hluta­bréf­um. Alls námu þær arð­greiðslur rúmum 48 millj­örðum króna. Helm­ingur þeirra, alls 11.694 ein­stak­ling­ar, sem fengu greiddan arð fengu minna en 30 þús­und krónur í sinn hlut hver.

Efsta tíu pró­sent þeirra sem fengu arð­greiðslur fékk á hinn bóg­inn sam­an­lagt 38 millj­arða króna, sem þýðir að um 79,1 pró­sent af öllum arði sem greiddur var út árið 2019 fór til þessa 2.338 manna hóps. Langstærsti hluti þeirrar upp­hæðar fór til efsta fimm pró­sent hóps­ins, sem taldi 1.169 ein­stak­linga, eða 30,6 millj­arðar króna. Því fékk sá rúm­lega þús­und manna hópur næstum tvær af hverjum þremur krónum sem greiddar voru út í arð vegna eignar í fyr­ir­tækjum hér­lendis á árinu 2019. 

Auglýsing
Í umfjöll­un­inni í Tíund segir svo: „Eitt pró­sent hlut­hafanna, eða 233 ein­stak­ling­ar, fengu svo meira en 31,5 millj­ónir í arðs­tekjur á árinu 2019 en sam­an­lagðar tekjur þess­ara ein­stak­linga voru 16,2 millj­arð­ar, sem var þriðj­ungur eða 33,4 pró­sent arðs­tekna ein­stak­linga. Þá fékk annað pró­sent hlut­hafa meira en 18,1 milljón í arð en sam­an­lagður arður þessa næst tekju­hæsta hund­raðs­hluta var um 5,5 millj­arð­ar. Þessi tvö pró­sent fram­telj­enda sem fengu greiddan arð fengu því 21,7 millj­arða greidda í arð sem var 44,8 pró­sent heild­ararðs­ins. “

Eiga einnig hluta­bréf erlendis

Arð­greiðslur hafa auk­ist umtals­vert á und­an­förnum árum. Fyr­ir­tæki lands­ins greiddu til að mynda út tveimur millj­örðum króna, eða um 4,5 pró­sent, meiri arð til ein­stak­linga sem voru skatt­skyldir hér árið 2019 en árið áður. 

Þegar kreppan sem geis­aði eftir banka­hrunið stóð sem hæst, á árinu 2010, greiddu félög lands­ins 15,7 millj­arða króna í arð. Hæst risu þær árið 2017 þegar arð­greiðslur voru alls 61,3 millj­arðar króna. Arð­greiðslur dróg­ust svo saman árin 2018 og 2019.

Þeim sem fá arð fækkar hins veg­ar. Árið 2019 fengu 1.154 færri fjöl­skyldur greiddan arð frá íslenskum fyr­ir­tækjum en árið áður, 13.587 sam­an­borið við 14.741 árið 2018. Í Tíund segir að þetta sé mesta fækkun síðan í hrun­inu árið 2009 en þá fækk­aði þeim sem fengu greiddan arð um 32.825 frá árinu á und­an. 

Íslend­ingar sem greiða skatta hér­lendis eiga ekki ein­ungis hluti í íslenskum fyr­ir­tækj­um. Alls áttu 4.497 fjöl­skyldur hluta­bréf erlend­is. Þau voru metin á 15 millj­arða króna, en vert er að taka fram að hluta­bréf eru metin á nafn­virði, sem segir ekk­ert til um hvert mark­aðsvirði þeirra er. 

Arður af erlendum hluta­bréfum var 1,2 millj­arðar árið 2019 en 444 fjöl­skyldur fengu greiddan arð af slíkum eign­um. Arður af erlendum hluta­bréfum jókst um 167 millj­ónir á milli ára eða um 16 pró­sent.

Búast má við auknum sölu­hagn­aði

Til við­bótar við arð­greiðslur geta eig­endur hluta­bréfa í fyr­ir­tækjum leyst út hagnað með því að selja eign­ar­hluti sína. Á árinu 2019 nam sölu­hagn­aður af hluta­bréfum íslenskra skatt­greið­enda 26,5 millj­örðum króna auk þess sem annar sölu­hagn­aður var 4,5 millj­arðar króna. 

Sölu­hagn­að­ur­inn hefur dreg­ist saman á und­an­förnum tveimur árum, en hann náði hámarki eftir banka­hrun árið 2017 þegar hagn­að­ur­inn var alls 43,5 millj­arðar króna.

Í ljósi þess að virði Úrvals­vísi­talan, sem mælir þróun á gengi bréfa þeirra tíu félaga í íslensku kaup­höll­inni sem eru með mesta selj­an­leika, hefur hækkað um 80 pró­sent á rúmu ár, og að við­skiptum með hluta­bréf hefur fjölgað veru­lega, má ætla að sölu­hagn­aður hluta­bréfa frá því að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á verði mynd­ar­legur á árinu 2020. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent