Startup Reykjavík viðskiptahraðallinn fer fram í þriðja sinn nú í sumar og stendur yfir frá 16. júní til 23. ágúst. Sem fyrr barst mikill fjöldi umsókna. Brátt verður frá því greint hvaða tíu verkefni munu taka þátt í sumar.
Samtals bárust 240 umsóknir þetta árið sem er 16% aukning frá fyrra ári, að því er segir í tilkynnningu. Arion banki og Klak Innovit standa að Startup Reykjavík, að því er segir í fréttatilkynningu.
Einar Gunnar Guðmundsson, forsvarsmaður nýsköpunar hjá Arion banka, segist í tilkynningu ánægður með hvernig Startup Reykjavík hefur náð að festa sig í sett og eflt nýsköpunarumhverfið á Íslandi.
Þau frumkvöðlateymi sem valin verða til þátttöku verða tilkynnt á Startup Iceland ráðstefnunni, sem hefst í næstu viku. Teymin sem verð valin til áframhaldandi þátttöku munu fá tvær milljónir í hlutafé gegn 6% hlut.
2 milljónir í hlutafé frá Arion banka gegn 6% hlutdeild í fyrirtækinu
10 vikna tímabil þar sem teymin geta fengið ráðgjöf frá mentorum víðs vegar að úr atvinnulífinu
Sameiginleg aðstaða allra viðskiptateymanna
Tækifæri til að kynna sig og verkefni sín fyrir fjárfestum á lokadegi verkefnisins
Arion banki hefur fjárfest í tuttugu sprotafyrirtækjum í gegnum Startup Reykjavík á síðustu tveimur árum og mun fjárfesta í tíu til viðbótar í sumar, á þeim forsendum sem að framan greinir.
Einar Gunnar Guðmundsson, forsvarsmaður nýsköpunar hjá Arion banka, segist í tilkynningu ánægður með hvernig Startup Reykjavík hefur náð að festa sig í sett og eflt nýsköpunarumhverfið á Íslandi.