56 prósent pólskra innflytjenda hafa upplifað hatursorðræðu

Meirihluti pólskra innflytjenda á Íslandi hefur upplifað hatursorðræðu hér á landi og stór hluti þess hóps ítrekað. Lektor í lögreglufræðum segir málfrelsi oft notað sem réttlætingu fyrir hatursorðræðu.

Pólverjar eru lang fjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi eða um 36 prósent allra innflytjenda. Meira en helmingur þeirra hefur orðið fyrir hatursorðræðu.
Pólverjar eru lang fjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi eða um 36 prósent allra innflytjenda. Meira en helmingur þeirra hefur orðið fyrir hatursorðræðu.
Auglýsing

„Jafn­vel þótt hat­urs­glæp­ir, hat­urs­orð­ræða eða hat­urs­full fram­koma af öðru tagi sé skil­greind sem lítt alvar­leg sam­kvæmt lög­um, getur fram­koman eða ofbeldið haft gríð­ar­leg áhrif og alvar­legar afleið­ingar fyrir þolend­ur.“

Þetta er meðal þess sem segir í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg um það sem fram kom á ráð­stefnu mann­rétt­inda- og lýð­ræð­is­skrif­stofu Reykja­víkur í Ver­öld – húsi Vig­dísar í gær, þar sem fjallað var um hatur og félags­lega inn­gild­ingu.

Auglýsing

Meðal spurn­inga sem leitað var svara við á ráð­stefn­unni voru hvernig tækla mætti hat­urs­orð­ræðu, hvernig tryggja mætti inn­gild­ingu inn­flytj­enda og hvernig styðja mætti við fjöl­menn­ingu. Eyrún Eyþórs­dótt­ir, lektor í lög­reglu­fræð­um, var meðal fram­sögu­manna og fjall­aði hún um hat­urs­glæpi á Íslandi. Fram kom í máli hennar að lítið sé vitað um þessa glæpi hér á landi en hún hefur rann­sakað þá, meðal ann­ars með við­tölum við þolendur og með net­könnun sem lögð var fyrir pólska inn­flytj­endur hér á landi í fyrra.

Stór hluti Pól­verja hér á landi ítrekað upp­lifað hat­urs­orð­ræðu

Tæp­lega þús­und pólskir inn­flytj­endur svör­uðu net­könnun Eyrún­ar. Um tvö pró­sent þeirra höfðu upp­lifað lík­am­legt ofbeldi á Íslandi vegna upp­runa síns, en 56 pró­sent höfðu upp­lifað hat­urs­orð­ræðu og stór hluti þess hóps ítrek­að. Pól­verjar eru lang fjöl­menn­asti hópur inn­flytj­enda hér á landi. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Hag­stof­unni voru 20.520 Pól­verjar búsettir hér á landi í upp­hafi síð­asta árs eða 35,9 pró­sent allra inn­flytj­enda.

Eyrún sagði mál­frelsi oft notað sem rétt­læt­ingu fyrir hat­urs­orð­ræðu og sagði frá dæmum af hat­urs­fullum ummælum og annarri slíkri hegð­un. Þá sagði hún eyði­legg­ingu á munum algenga og að oft hefðu ger­endur tengsl við þolendur sína; til dæmis nágranna­tengsl og tengsl í gegnum vinnu­stað.

Ísland eft­ir­bátur nágranna­þjóð­anna

María Rún Bjarna­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri gegn staf­rænu ofbeldi hjá emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra, var einnig með erindi á ráð­stefn­unni. María sýndi gögn sem sýna vel hve Ísland er eftir á sam­an­borið við hin Norð­ur­lönd­in.

Þannig hefur fólk mun frekar tekið eftir eða upp­lifað hat­urs­full ummæli, ein­elti, áreiti eða hót­anir síð­ustu tólf mán­uði á Íslandi en í Nor­egi. Þá taldi fólk á Íslandi sig mun frekar í erf­ið­leikum með við­brögð við hat­urs­orð­ræðu og reynd­ist fólk hér á landi mun síður hafa gert eitt­hvað til að bregð­ast við hat­urs­fullum ummælum eða áreiti á net­inu.

Fyrsta skrefið að við­ur­kenna að ras­ismi er vanda­mál á Íslandi

Antiras­ist­arnir, fjórar stúlkur á aldr­inum 16 til 19 ára sem halda úti vett­vangi fyrir raddir lit­aðra ein­stak­linga á Instagram og halda jafn­framt fræðslu­fyr­ir­lestra, voru einnig með erindi á ráð­stefn­unni. Anna Sonde, Kristín Reyn­is­dótt­ir, Val­gerður Kehinde Reyn­is­dóttir og Johanna Haile standa að baki hópnum og hlutu þær nýverið frum­kvöðla­verð­laun NSC fyrir að fræða fólk um kyn­þátta­for­dóma og mis­munun á Íslandi.

„Kristín tal­aði um hvernig væri fyrir lit­aða ein­stak­linga að alast upp hér á landi og nefndi slá­andi dæmi um fram­komu fólks í hennar garð. Vala beindi orðum sínum sér­stak­lega að mennta­kerf­inu og sagði að ef sam­fé­lagið ætti að vera öruggt þyrfti að byrja í skól­un­um. Á allri grunn­skóla­göngu sinni hefði hún aldrei lært um aðra kyn­þætti og fjöl­breyti­leika mann­flór­unnar og kenn­arar hefðu ekki kunnað að bregð­ast við ras­isma. Jóhanna sagði fyrsta skrefið að við­ur­kenna að ras­ismi væri vanda­mál á Íslandi og að áætl­anir mættu ekki bara snú­ast um við­brögð við vanda sem væri til stað­ar, heldur þyrfti að fyr­ir­byggja vanda­mál­ið. Sögð­ust þær vilja gera sam­fé­lagið betra og örugg­ara fyrir fram­tíð­ar­kyn­slóðir og koma í veg fyrir að önnur börn þyrftu að upp­lifa það sem þær gengu í gegnum í sinni æsku. Allir þyrftu að líta sér nær,“ segir í til­kynn­ingu Reykja­vík­ur­borgar um erindi Antiras­ist­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent