Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára

Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.

Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Auglýsing

Hópur vís­inda­manna og frum­kvöðla til­kynnti um það fyrr í þess­ari viku að hann ætl­aði sér að end­ur­vekja loð­fíla með hjálp erfða­tækni með það fyrir augum að loð­fíl­arnir muni flakka um freð­mýrar Síber­íu. Fyrir verk­efn­inu fer fyr­ir­tækið Colos­sal sem nýverið tryggði sér 15 milljón dala fjár­mögn­un, sem jafn­gildir tæp­lega tveimur millj­örðum króna. Vonir for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins standa til þess að fjár­magnið muni gera upp­risu loð­fíls­ins mögu­lega og það innan sex ára.

Fyrir fyr­ir­tæk­inu fer Dr. George Church sem er líf­fræð­ingur við Harvard háskóla. Hann viðr­aði hug­mynd­ina fyrst opin­ber­lega í Ted fyr­ir­lestri árið 2013 en um það leyti hafði orðið mikil fram­þróun í rann­sóknum á erfða­fræði útdauðra dýra. Á þeim tíma varð í fyrsta sinn hægt að end­ur­gera gena­mengi útdauðra dýra með því að nota deo­xýrí­bósa­kjarn­sýru dýranna, DNA þeirra, sem fengið var úr stein­gerv­ing­um. Þar með var orðið mögu­legt að skoða hvað það er í erfða­efni útdauðu dýr­anna sem greinir þau frá náskyldum dýra­teg­undum sem enn eru til stað­ar.

Blanda erfða­efni loð­fíls í frumur Asíu­fíls

Á heima­síðu Colos­sal segir að fyr­ir­tækið ætli sér ekki bein­línis að reisa loð­fíl­inn upp frá dauð­um, heldur sé mark­miðið að búa til kulda­þol­inn fíl sem er líf­fræði­leg hlið­stæða loð­fíls­ins. „Dýrið mun ganga eins og loð­fíll, líta út eins og hann og hljóma eins og hann en það sem skiptir mestu máli er að dýrið mun búa í þeim vist­kerfum sem útrým­ing loð­fíls­ins skildi eftir yfir­gef­in,“ segir á vef Colos­sal.

Auglýsing

Vonir vís­inda­mann­anna sem fara fyrir verk­efn­inu er að dýrið verði eins konar blend­ingur loð­fíls og Asíu­fíls sem mun stand­ast níst­ings­kulda freð­mýr­anna. Asíu­fíll­inn er náskyldur loð­fílum og í útrým­ing­ar­hættu. Vís­inda­menn­irnir ætla að búa til fóst­ur­vísi á til­rauna­stofu sem mun bera erfða­efni loð­fíls. Til að byrja með eru húð­frumur Asíu­fíls teknar og þær erfða­breyttar þannig að þær beri erfða­efni loð­fíla.

Vís­inda­menn­irnir bera saman gena­mengi loð­fíls­ins, sem eru fengin úr loð­fílum sem fund­ist hafa varð­veitt í freð­mýrum, og Asíu­fíls­ins og ætla þannig að ein­angra þá erfða­vísa loð­fíl­anna sem gera það að verkum að þeim vex feldur og þeir hafa þykkt fitu­lag sem gerir þeim kleift að búa við mik­inn kulda. Úr þessu verður til egg sem ber erfða­efni loð­fíls­ins í kjarna og ef vís­inda­mönn­unum tekst að láta það skipta sér verður til fóst­ur­vís­ir.

Eftir að fóst­ur­vísir­inn er til­bú­inn er næsta skref tækni­frjóvg­un. Sam­kvæmt heima­síðu verk­efn­is­ins mun Afr­íku­fíll ganga með fóstrið sem er blend­ingur loð­fíls og Asíu­fíls. Afr­íku­fíll­inn varð fyrir val­inu vegna þess að sú teg­und er stærri en Asíu­fíll­inn og því tal­inn henta betur til að ganga með loð­fíla­fóstrið. Þar að auki er teg­undin ekki í útrým­ing­ar­hættu líkt og Asíu­fíll­inn. Teg­undin er vissu­lega í hættu, sem er næsta þrep fyrir neðan í flokkun dýra í útrým­ing­ar­hættu.

Hafa beint sjónum sínum að „af-út­rým­ingu“

Sam­kvæmt umfjöllun New York Times hefur Dr. George Church bakkað með þá hug­mynd að láta kýr af teg­und Afr­íku­fíla gegna hlut­verki stað­göngu­mæðra í verk­efn­inu, enda þyrfti tölu­verða hjörð til þess að koma hinni nýju teg­und á legg. Því hefur önnur lausn orðið ofan á, að hrein­lega búa til eins konar til­búið leg sem verður fóðrað með legs­lím­húð sem búin verður til úr stofn­frum­um. Dr. Church er bjart­sýnn á að það muni ganga eft­ir, þrátt fyrir að slík til­búin leg eigi sér fá for­dæmi sem eru öllu minni að gerð en þau sem munu verða notuð á með­göngu loð­fíls­ins. Með­gangan tekur um tvö ár og undir það síð­asta er þyngd fóst­urs­ins orðin hátt í 100 kíló.

Á vef­síðu Colos­sal er loð­fíll­inn sagður vera mik­il­vægur vernd­ari jarð­ar­inn­ar. Þar segir að verk­efnið marki þátta­skil í af-út­rým­ingu (e. de-ext­inct­ion) sem fyr­ir­tækið hefur beint sjónum sínum að. Að mati Colos­sal sé útrým­ing dýra­teg­unda gríð­ar­stórt vanda­mál sem heim­ur­inn standi frammi fyrir og að fyr­ir­tækið ætli sér að laga það.

Dr. George Church, einn stofnenda Colossal. Mynd: Colossal

Það sem vakir fyrir for­svars­mönnum verk­efn­is­ins er að breyta ásýnd freð­mýr­anna með hjálp loð­fíl­anna og þar með leggja lóð á vog­ar­skál­arnar í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Að sögn Colos­sal breytt­ist umhverfi túndr­anna eftir að loð­fíl­arnir hurfu af sjón­ar­svið­inu. Mosa­vaxnir skógar og vot­lendi urðu ríkj­andi á stórum svæðum sem áður höfðu verið gresjur sem bundu kolefni. Stjórn­endur Colos­sal vilja meina að með því að end­ur­vekja loð­fíl­anna og koma stórum hjörðum þeirra fyrir á fyrri heim­kynnum megi snúa við þiðnun þess­ara svæða. Þeir geti til að mynda hjálpað til við það að halda jarð­vegi sífreðnum með því að ryðja skóg­ana og end­ur­heimta gresjurnar sem að sögn Colos­sal þiðna síð­ur.

Aðrir vís­inda­menn efast um ágæti verk­efn­is­ins

Í áður­nefndri umfjöllun New York Times er vitnað til ann­arra vís­inda­manna sem efast mjög um það að Colos­sal tak­ist ætl­un­ar­verk sitt við að koma loð­fílum á legg. En ef af því verður standa for­svars­menn verk­efn­is­ins auk þessi frammi fyrir stórum sið­ferði­legum spurn­ing­um. Spurn­ingum sem snúa meðal ann­ars að því hvort það geti talist mann­úð­legt að búa til dýr á rann­sókn­ar­stofu, dýr sem lítil þekk­ing er á. Önnur spurn­ing sem enn á eftir að svara snýr að því hvort að fyr­ir­tækið megi hrein­lega sleppa loð­fíl­unum lausum, enda sé það ófyr­ir­séð hvaða áhrif dýrin munu hafa á vist­kerfið á þeim svæðum sem yrðu að heim­kynnum þeirra.

Önnur spurn­ing, sem eflaust liggur beint við að spyrja, er sú hvort að þetta sé skil­virkasta leiðin til að end­ur­heimta túndr­urnar og tryggja sífrera í jörðu. Í umfjöllun The Guar­dian er vitnað í dr. Vict­oriu Herride, þró­un­ar­líf­fræð­ing við breska nátt­úru­minja­safnið í London en hún telur verk­efnið ekki ger­legt. „Til þess að þetta myndi ganga upp þyrfti skali verk­efn­is­ins að vera gríð­ar­leg­ur. Við erum að tala um að það þyrfti hund­ruð þús­unda loð­fíla, með­ganga hvers og eins er um 22 mán­uðir og svo tekur þá 30 ár að verða full­vaxta,“ segir Dr. Vict­oria Herridge.

Svo eru aðrir vís­inda­menn sem efast um gagn­semi loð­fíl­anna til þess að vernda sífrer­ann. Gar­eth Phoen­ix, pró­fessor við Sheffi­eld háskóla, bendir á það í grein The Guar­dian að marg­þættar lausnir séu nauð­syn­legar til þess að stemma stigu við lofts­lags­vánni en að stíga þurfi var­lega til jarðar á heim­skauta­svæðum til þess að valda ekki skaða.

„Loð­fílar eru nefndir sem lausn til þess að stöðva þiðnun sífrer­ans því þeir fella tré, traðka niður og þjappa jarð­veg­inn og ummynda lands­lag­inu í gresjur sem getur stuðlað að því að jarð­veg­ur­inn hald­ist kald­ur,“ segir Gar­eth Phoen­ix. „Aftur á móti þá vitum við að í skógum á heim­skauta­svæðum gegna tré og mosi lyk­il­hlut­verki í að verja sífrer­ann svo því væri það að fjar­lægja trén og traðka niður mos­ann það síð­asta sem þú myndir vilja gera“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent