Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Auglýsing

Ætti hver Íslend­ingur að geta sett nafn sitt á lista sem veitir honum tæki­færi til að kaupa opin­bert hús­næði þegar hann verður 20 ára? Hús­næði sem væri fjár­magnað af lánum frá líf­eyr­is­sjóðum fyrir öllu kaup­verð­inu til langs tíma á föstum vöxt­um? Hús­næði sem síðar væri hægt að selja á mark­aði fyrir hærra ferð með þeim afleið­ingum að ríkið gæfi hverri nýrri kyn­slóð „heiman­mund“ til þess að byrja ævina á?

Þessu veltir Gylfi Zoega, pró­­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands og ytri með­­­limur í pen­inga­­stefn­u­­nefnd Seðla­­banka Íslands, fyrir sér í grein sem birt­ist í síð­asta tölu­blaði Vís­bend­ing­ar.

Í grein sinni fjallar Gylfi um deilur um pen­inga­stefnu og vaxta­kjör, sem mikið er fjallað um í umræð­unni á Íslandi í tengslum við tíðar stýri­vaxta­hækk­anir Seðla­banka Íslands, en hann hefur nú hækkað vexti tíu sinnum í röð og upp í sex pró­sent. „Ef ein­stak­ling­ur A á eina milljón í banka og ein­stak­lingur B skuldar eina milljón þá þykir rétt­látt að B greiði A vexti fyrir lán­ið. Ef verð­bólga er nú 10 pró­sent þá rýrnar banka­inni­stæðan um 10 pró­sent á ári að raun­virði og lánið sömu­leið­is. Varla telst það rétt­lát að A gefi B skulda­fyr­ir­gefn­ingu án sam­þykk­is. Þess vegna er mark­aðs­lausnin sú að B greiði A vexti sem eru hærri en 10 pró­sent til þess að verð­bólgan valdi ekki A tjóni og komi B til góða. Hag­kvæmn­is­rökin eru þau að lægri vextir myndu valda því að A tæki sína milljón út úr bank­anum og B gæti ekki fengið lán. En ef B þarf að greiða meira en 10 pró­sent á ári í vexti þá getur reynt á greiðslu­þol.“

Auglýsing
Kjarni máls­ins sé hvort það séu mann­rétt­indi að eiga rétt á því að gera átt eða leigt hús­næði. „Á ungt fólk sem vill stofna fjöl­skyldu rétt á því að geta keypt sér hús­næði á við­ráð­an­legu verði? Og eiga þeir sem hafa keypt sér hús­næði rétt á því að vaxta­kjör séu ekki síbreyti­leg og háir vextir valdi ekki búsifj­um? Kjarni máls snýst um það hvort það séu mann­rétt­indi að hafa þak yfir höf­uð­ið. Alveg eins og það eru mann­rétt­indi að geta leitað sér lækn­is­þjón­ustu, sótt skóla, fengið bætur vegna örorku eða forð­ast fátækt í ell­inn­i.“

Mark­aðs­rökin fyrir því að hafa allt hús­næði á mark­aði séu þau að hátt hús­næð­is­verð kalli á meiri hús­bygg­ingar og meira fram­boð. Leigu­þak sem setji hámark á leigu á mark­aði leiði sam­kvæmt þeim rök­umtil þess að færri hús verði byggð og skortur mynd­ist.

Þriðja leiðin

Gylfi segir það vett­vang stjórn­mála að rök­ræða um hvar rétt­indi borg­ar­anna endi og mark­að­ur­inn taki við. Hann veltir því fyrir sér í grein­inni hvort það sé til þriðja leið sem sam­einar hag­kvæmni mark­aðs og rétt­læt­is­kennd okk­ar?

„Í borg­rík­inu Singapúr, þar sem segja má að ríki menntað ein­veldi, hefur verið reynt að leysa þann vanda sem hér hefur verið lýst. Lausnin felst í því að rík­ið, þ.e.a.s. hið opin­bera, fjár­magnar bygg­ingu nýs hús­næðis sem síðan er selt ungu kyn­slóð­inni á hóf­legu verði sem mið­ast við ráð­stöf­un­ar­tekjur ungs fólks.

Hér á landi gætu líf­eyr­is­sjóðir veitt ungu fólki lang­tíma­lán á föstum vöxtum til þess að fjár

magna hús­næð­is­kaup­in. Lánin gætu nægt fyrir öllu kaup­verð­in­u.“

Í grein Gylfa ímyndar hann sér að hver Íslend­ingur sem verði 20 ára geti sett nafn sitt á lista yfir vænt­an­lega kaup­endur opin­bers hús­næðis og þegar röðin kemur að við­kom­andi þá getur hann tekið lán hjá líf­eyr­is­sjóði á föstum vöxt­um. „Ung­u ­fólki og nýjum fjöl­skyldum væri þannig tryggt hús­næði á við­ráð­an­legu verði og byrði af hús­næð­is­lánum væri við­ráð­an­leg fyrir flesta. Síðan væri hægt að selja hús­næðið á mark­aði og þá vænt­an­lega fyrir hærra verð. Þannig gæfi ríkið hverri nýrri kyn­slóð „heiman­mund“ eða höf­uð­stól til þess að byrja ævina á. Eng­inn kostn­aður væri fyrir sam­fé­lagið ef fyr­ir­tæki í opin­berri eigu byggðu hús­in, annar en sá að unnt væri að selja eign­irnar á mark­aði fyrir hærra verð. Ríkið fengi hins vegar bygg­ing­ar­kostnað end­ur­greiddan en fórn­ar­kostn­aður þess að selja ungu fólki á sann­gjörnu verði í stað þess að selja á mark­aði væri fjár­fest­ing í afkomuöryggi ungs fólk og bættum lífs­kjörum, kannski fleiri börn­um, en um­fram allt ham­ingju­sam­ari ungum kyn­slóðum sem hugs­uðu fal­lega til lands og þjóð­ar.“

Hægt er að lesa grein Gylfa Zoega í heild sinni með því að ger­­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent