„Af hverju þarf að fækka bílum?“

Oddviti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík sér enga ástæðu til að fækka bílum á höfuðborgarsvæðinu. Hann vill auka umferðarflæði í borginni til að minnka mengun og innleiða „Viðeyjarleið“ sem tengir byggðir borgarinnar saman.

Jóhannes Loftsson, oddviti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík.
Jóhannes Loftsson, oddviti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík.
Auglýsing

„Það er ástandið í borg­inni sem hvetur okkur til að fara af stað,“ segir Jóhannes Lofts­son, odd­viti Ábyrgrar fram­tíð­ar, í sam­tali við Eyrúnu Magn­ús­dóttur í kosn­inga­hlað­varpi Kjarn­ans, Með orðum odd­vit­anna. Í hlað­varp­inu er rætt við alla odd­vita þeirra ell­efu fram­­­boða sem bjóða sig fram í borg­­­ar­­­stjórn­­­­­ar­­­kosn­­­ing­unum sem fram fara næst­kom­andi laug­ar­dag, 14. maí.

Flokk­ur­inn var stofn­aður fyrir Alþing­is­kosn­ing­arnar í fyrra og bauð fram í Reykja­vík­­­ur­­kjör­­dæmi norð­ur. Stefnu­mál Ábyrgrar fram­tíðar lutu helst að efa­­semdum tengdum kór­ón­u­veiru­far­aldr­inum og gagn­­semi bólu­­setn­inga. Flokk­­ur­inn hlaut 144 atkvæði, eða 0,1 pró­sent atkvæða.

Auglýsing

Með ástand­inu í borg­inni á Jóhannes fyrst og fremst við slæma stöðu í hús­næð­is­málum og „þétt­ing­ar­stefnu“ Reykja­vík­ur­borgar sem flokk­ur­inn er mót­fall­inn. Hann segir ákveðið tíma­móta­á­stand í borg­inni.

„Þessi stefna, þessi þétt­ing­ar­stefna eins og hún leggur sig núna, hún gengur rosa­lega mikið út á það að það er verið að rífa hús­næði sem fyrir er, það er verið að auka flækju­stig­ið, að byggja upp, það er verið að setja inn ein­hver svona inn­viða­gjöld sem tengj­ast því að borga fyrir ein­hverja borg­ar­línu og borga fyrir alls konar við­bæt­ur, borga fyrir pálma­tré, bara alveg uppi í maður veit ekki hvað, það er alltaf að bæta ein­hverju ofan á. Þetta er ekk­ert endi­lega eitt­hvað sem ein­stak­ling­ur­inn sjálfur myndi velja að eyða pen­ingnum sínum í,“ segir Jóhann­es.

Við­eyj­ar­leiðin muni leysa sam­göngu­vanda borg­ar­innar

Eina lausn­in, að hans mati, er að byggja ódýr­ara með því að byggja á ódýr­ari svæð­um. Ábyrg fram­tíð leggur því til að tengja byggðir borg­ar­innar frekar sam­an, meðal ann­ars með svo­kall­aðri „Við­eyj­ar­leið“, sem felst í að leggja Sunda­braut­ina í gegnum Við­ey, með botn­göngum frá Laug­ar­nes­inu út í Viðey og tengja við Gufu­nes.

„Sú teng­ing ein myndi laga umferð­ar­vanda­málin á Sæbraut­inni og Miklu­braut­inni, og svo taka aðra teng­ingu beint norður um göng til Kjal­ar­nes­svæð­is­ins og þá ertu kom­inn með risa, risa, risa, land­svæði sem er nær mið­bænum í ferða­tíma heldur en þessi úthverfi sem við erum að byggja í dag. Þú ert svo snöggur að ferð­ast þegar komin er hrað­braut í bæinn og það er okkar lausn.“

Jóhannes segir að með þess­ari lausn, Við­eyj­ar­leið­inni, sé í raun verið að leysa sam­göngu­vanda borg­ar­inn­ar. „Við erum að minnka borg­ina í tíma. Við erum að byggja þar sem auð­velt er að ferð­ast hratt.“

Jóhannes segir Ábyrga fram­tíð hlynnta öllum sam­göngu­mát­um. Það sé þó ekki rétt að færri bílar mengi minna heldur þurfi að lag­færa flæði á umferð­inni. Jóhannes sér ekki til­efni til að fækka bílum í umferð­inni. „Af hverju þarf að fækka bíl­um? Ég bara spyr þig, það eru allir að nota bíla? Vilja menn ekki fara í Costco?“ segir Jóhannes og bendir á að barna­fólk að mjög erfitt með að vera ekki á bíl.

„Viljum við ekki geta gert þessa hluti sem við erum að gera í dag?“ spyr Jóhann­es, sem telur það veru­lega lífs­gæða­skerð­ingu að vera án bíls til lengri tíma.

Ábyrg fram­tíð vill tempra ábyrgð­ar­laust vald

Í þætt­inum fer Jóhannes einnig yfir sögu flokks­ins og gildi hans. Hann segir Ábyrga fram­tíð vilja tempra ábyrgð­ar­laust vald. „Við viljum að þegar hið opin­bera hefur vald yfir þegn­unum að þeir beri þá ábyrgð gagn­vart þeim sem það hefur vald yfir. Ef það er ekki hægt þá viljum við að þegn­arnir fái meira vald ef hið opin­bera getur ekki höndlað ábyrgð­ina, það er grund­vall­ar­þema í öllum okkar stefnu­mál­u­m.“

„Besti aðil­inn til að hafa vald yfir okkur erum við sjálf því við berum ábyrgð á okkar ákvörð­un­um. Ef þú afsalar þessu valdi til ein­hverra ábyrgð­ar­lausra emb­ætt­is­manna þá eru teknar ákvarð­anir sem eru ekki endi­lega þínir hags­mun­ir, heldur ags­munir emb­ætt­is­manns­ins, kannski eitt­hvað sem átti ekki að gera og hann er ábyrgð­ar­laus ef illa fer og þú berð ábyrgð­ina,“ segir Jóhann­es. Dæmi um slíkt er staðan í hús­næð­is­málum að hans mati.

Á móti borg­ar­línu sem er „rán­dýr fram­kvæmd“

Jóhannes fer einnig yfir fleiri stefnu­mál flokks­ins í þætt­inum svo sem í sam­göngu­mál­um, sem fel­ast meðal ann­ars í því að skipta göngu­ljósum út fyrir göngu­brýr á Miklu­braut, efl­ingu dagor­eldra­kerf­is­ins í stað auk­innar áherslu á leik­skóla og borg­ar­lín­una, sem flokk­ur­inn er á móti.

„Við erum ein­fald­lega á móti borg­ar­lín­unni. Þetta eru rán­dýr fram­kvæmd vegna þess að það á að fjár­magna borg­ar­lín­unnar með lóða­sölu og það eru inn­viða­gjald líka við veg­ina. Borg­ar­línan ber meiri keim af því að vera nán­ast fast­eigna­þró­un­ar­verk­efni frekar en að vera sam­göngu­verk­efn­i,“ segir Jóhannes sem telur að verði borg­ar­línan útfærð sam­kvæmt núver­andi áætlun verði not­endur hennar fáir.

Sam­­­kvæmt nýj­­­ustu kosn­­­inga­­­spá Kjarn­ans og Bald­­­urs Héð­ins­­­sonar er Ábyrg fram­tíð annað tveggja fram­boða í Reykja­vík sem mæl­ast ekki með fylgi. Hitt fram­boðið er Reykja­vík – besta borg­in. En Jóhannes er bjart­sýnn á að ná sæti í borg­ar­stjórn í kom­andi kosn­ingum á laug­ar­dag. „Já ég bara vona það besta.“

Hægt er að hlusta á við­talið við Jóhannes í heild sinni í spil­ar­anum hér að neð­an:

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent