Japönsku bílaframleiðendurnir Toyota og Nissan þurfa að innkalla 6,5 milljónir bíla vegna galla í loftpúðum í bílunum, sem fyrirtækið Takata framleiðir. Gallar í framleiðslu á loftpúðum er ástæðan.
Toyota þarf að innkalla tæplega fimm milljónir bíla og Nissan 6,5 milljónir. Í tilkynningum frá bílaframleiðendunum segir að þetta sér gert eftir að rannsóknir sýndu að loftpúðakerfi frá Takata hefðu verið gölluð, en engin slys hafa verið rakin til þessara kerfa.
Samkvæmt frásögn breska ríkisútvarpsins BBC, sem greindi frá málinu dag, hafa um tíu bílaframleiðendur á heimsvísu innkallað 25 milljónir bíla frá árinu 2008, vegna galla í loftpúðakerfum frá Takata.
Auglýsing