„Ágætis verð“ segir Bjarni – Krafa frá stjórnarandstöðunni um rannsóknarnefnd

Stjórnarandstöðuþingmenn hafa margir brugðist við skýrslu Ríkisendurskoðunar um bankasöluna með því að ítreka fyrri kröfur um skipun rannsóknarnefndar. Þingmaður Pírata kallar eftir því að Bjarni Benediktsson stígi til hliðar sem fjármálaráðherra.

Bjarni Benediktsson og ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa tjáð sig um skýrslu Ríkisendurskoðunar í dag.
Bjarni Benediktsson og ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa tjáð sig um skýrslu Ríkisendurskoðunar í dag.
Auglýsing

Stjórn­mála­menn hafa það sem af er degi brugð­ist við inni­haldi skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um sölu á 22,5 pró­senta hlut í Íslands­banka, sem gerð var opin­ber í morgun eftir að hafa verið til nokkuð ítar­legrar umfjöll­unar í Kjarn­anum og fleiri fjöl­miðlum sem komu höndum yfir skýrsl­una frá því í gær­kvöldi.

Farið verður yfir efni skýrsl­unnar á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar síðar í dag. Kjarn­inn tók saman við­brögð þing­manna sem komið hafa fram í fjöl­miðlum og á sam­fé­lags­miðlum það sem af er degi.

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra (D)

„Þessi sala er ekk­ert hafin yfir gagn­rýni en mér finnst eftir sem áður að hún hafi tek­ist vel,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra við RÚV.

Sam­kvæmt því sem kemur fram á vef RÚV sagði Bjarni að stóra myndin skipti mestu, að feng­ist hefði fjöl­breytt eign­ar­hald og „ágætis verð“ fyrir hlut rík­is­ins í bank­an­um. Alltaf væri hægt að horfa í bak­sýn­is­speg­il­inn og spyrja sig hvort ekki hefði verið hægt að gera betur og fá hærra verð.

„Í mínum huga er þetta bara ágætis verð og það segir ekk­ert annað í skýrsl­unni en að svo virð­ist sem fjár­hags­legra hags­muna rík­is­ins hafi verið ágæt­lega gætt,“ er haft eftir Bjarna á vef RÚV.

Kristrún Frosta­dóttir (S)

For­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sagði við Vísi að skýrslan væri svört að hennar mati.

„Ábyrgðin er ráð­herr­ans. Skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­unar er áfell­is­dómur yfir verk­lagi ráð­herra við sölu Íslands­banka. Hún stað­festir það sem við bentum á í vor,“ sagði Kristrún og bætti við að allt benti til þess að að lögum um sölu­með­ferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum hefði ekki verið fylgt hvað varð­aði hæsta verð og jafn­ræði.

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar. Mynd: Eyþór Árnason

„Sam­kvæmt skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar kann sleif­ar­lag ráð­herra að hafa skaðað hags­muni rík­is­sjóðs. Og jafn­ræðis var ekki gætt. Fyrir vikið er traust til stjórn­valda og til fjár­mála­kerf­is­ins lask­að. Það er alvar­leg­t,“ sagði Kristrún við Vísi.

Þór­hildur Sunna Ævars­dóttur (P)

Þór­hildur Sunna sagði í sam­tali við RÚV að hún teldi skýrsl­una „lýsa stór­felldu gáleysi bæði fjár­mála­ráð­herra og Banka­sýslu rík­is­ins gagn­vart eigum almenn­ings í land­inu, gagn­vart hags­munum rík­is­sjóðs“.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata. Mynd: Bára Huld Beck.

„Það er algjör­lega aug­ljóst að hér var ekki nógu vel vandað til verka. Þær aðfinnslur og athuga­semdir sem eru settar fram við þessa fram­kvæmd alla eru geysimargar það er erfitt að velja úr hvað er verst. En fyrst og fremst og kannski mik­il­væg­ast af þess öllu er að þetta und­ir­strikar enn og aftur nauð­syn þess að við fáum rann­sókn­ar­nefnd Alþingis í málið til þess að fara yfir þá þætti sem Rík­is­end­ur­skoðun segir sjálf að hún geti ekki farið yfir, það er laga­leg ábyrgð í mál­inu og stöðu ráð­herra,“ sagði Þór­hildur Sunna við RÚV.

Auglýsing

Sig­mar Guð­munds­son (C)

Í sam­tali við Vísi kall­aði Sig­mar skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar áfell­is­dóm yfir sölu­ferl­inu og sagði að það sem væri einna verst væri ef til vill það að „nið­ur­staðan óhjá­kvæmi­lega leiðir okkur að því að það verður mjög erfitt að selja frek­ari eign­ar­hluti í Íslands­banka í náinni fram­tíð. Vegna þess að það er allt traust far­ið.“

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar. Mynd: Bára Huld Beck.

„Það þarf að stofna og setja á lagg­irnar rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is,“ sagði Sig­mar við Vísi. Í sam­tali við mbl.is ítrek­aði þing­mað­ur­inn að þörf væri rann­sókn­ar­nefnd vegna söl­unn­ar.

„Mér finnst þessi skýrsla eig­in­­lega mun dekkri en að maður átti von á,“ sagði Sig­mar við mbl.­is.

Björn Leví Gunn­ars­son (P)

Nokkuð hefur verið fjallað um trún­að­ar­brest innan stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar í kjöl­far þess að fjöl­miðlar tóku efni skýrsl­unnar til umfjöll­unar áður en hún hafði verið kynnt í nefnd­inni og birt opin­ber­lega.

Á for­síðu Morg­un­blaðs­ins í dag var haft eftir Birgi Ármans­syni for­seta Alþingis að það væru „mikil von­brigði“ að fjöl­miðlar hefðu komið höndum yfir skýrsl­una.

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Mynd: Bára Huld Beck.

Björn Leví þing­maður Pírata skrif­aði á Face­book að trún­aður yfir efni skýrslna frá Rík­is­end­ur­skoðun væri hugs­aður til þess að þing­menn hefðu tæki­færi til að kynna sér efni máls áður en fjöl­miðlar færu að krefja þá svara.

„Æi, þetta er nú ekk­ert rosa­legur trún­að­ur. Þessi "trún­aður" var settur upp fyrir þing­menn þannig að það væri ekki verið að reka hljóð­nema upp í and­litið á þeim áður en þau hefðu tæki­færi til þess að lesa skýrsl­una.

Áður fyrr birti rík­is­end­ur­skoðun bara skýrsl­una strax opin­ber­lega þegar hún var til­bú­in.

Þannig að þetta er ótt­ar­legt væl í for­seta þings­ins þarna. Ég hef ekki orðið mikið var við fréttir með við­tölum við ólesna þing­menn hvort sem er,“ skrif­aði Björn Leví í morg­un.

Fjár­mála­ráð­herra eigi að stíga til hliðar

Í sam­tali við Frétta­blaðið kom Björn Leví því svo á fram­færi að hann vildi að Bjarni Bene­dikts­son stigi til hliðar á meðan spurn­ingum væri enn ósvarað um söl­una.

„Mér finnst rosa­­lega aug­­ljóst að fjár­­­mála­ráð­herra á ekki að vera neins staðar þar sem hann er mög­u­­lega fyrir ein­hverju ferli í rann­­sókn­inni á þessu,“ sagði Björn Leví við Frétta­­blaðið og bætti við að aug­ljóst væri ráð­herra hefði brugð­ist sinni skyldu, sinni ábyrgð, gagn­vart þeirri ákvarð­ana­töku sem hann hefði komið að.

Helga Vala Helga­dóttir (S)

Helga Vala þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sagði í færslu á Twitter fyrr í dag að það væri „bara einn stjórn­mála­maður sem hefur hag af því að leka banka­skýrsl­unni fyrir kynn­ingu Rík­is­end­ur­skoð­unar sól­ar­hringi seinna“ en til­greindi ekki hvaða stjórn­mála­mann hún átti við.

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar. Mynd: Bára Huld Beck

„Mig grunar að við fáum að heyra mjög oft næstu daga að við þurfum öll að læra af þessu…“ hafði þing­mað­ur­inn áður sagt á sam­fé­lags­miðl­inum í gær­kvöldi, eftir að fyrstu fréttir af efni skýrsl­unnar bár­ust út.

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dóttir Gunn­ars­dóttir (P)

Arn­dís Anna þing­maður Pírata sagði í sam­tali viðmbl.is í morgun að skýrslan væri „kannski fyrst og fremst áhuga­verð að því leyti að rík­­is­end­­ur­­skoð­andi er að stað­festa það að hann hef­ur mjög tak­­mark­aðar vald­heim­ild­ir og tak­­markað hlut­verk í þessu“ og sagði ljóst að skipa þyrfti rann­sókn­ar­nefnd.

Arndís Anna Krístinardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata. Mynd: Skjáskot/Alþingi

„Rík­­is­end­­ur­­skoð­andi er bara að vinna sína vinnu en við vor­um búin að benda á það ít­rekað að það væri ekki nóg að rík­­is­end­­ur­­skoð­andi færi yfir þetta. Það hefði átt að setja rann­­sókn­­ar­­nefnd í gang strax eins og við fór­um fram á,“ sagði Arn­­dís Anna við mbl.­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent