AGS gagnrýnir samkomulagið við Grikkland harðlega - gæti sett allt í uppnám

h_52020465-1.jpg
Auglýsing

Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn varar á ný við því að Grikk­land þurfi mun meiri afskriftir skulda en lán­ar­drottnar þeirra bjóða þeim nú upp á. Afskriftir á skuldum er eina leiðin til þess að gera skuld­irnar sjálf­bær­ar. Ný skýrsla sem sjóð­ur­inn gerði og var opin­beruð í gær­kvöldi inni­heldur harða gagn­rýni á Evr­ópu­sam­band­ið.

Skýrslan sem var birt í gær­kvöldi var afhent fjár­mála­ráð­herrum evru­ríkj­anna, evru­hópn­um, um helg­ina, áður en gengið var frá sam­komu­lagi við Grikk­land. Evru­ríkj­unum var því ljóst að sjóð­ur­inn væri mjög ósáttur við sam­komu­lagið áður en gengið var frá því.

Þar kemur fram að Evr­ópu­sam­bands­ríki þurfi að gefa Grikk­landi 30 ár til að end­ur­greiða allar skuldir sínar við ESB, og þá þurfi að fram­lengja veru­lega í lán­um. Ef það verður ekki gert munu lán­ar­drottnar Grikk­lands þurfa að sætta sig við mjög miklar nið­ur­fell­ingar skulda.

Auglýsing

Þetta er í fyrsta sinn sem þessi mikli ágrein­ingur milli AGS og ESB, lán­ar­drottna Grikk­lands, er opin­ber­aður þótt rætt hafi verið um hann fyrr og skjölum frá AGS lekið á síð­ustu vikum sem benda til þessa.

BBC hefur eftir hátt­settum emb­ætt­is­manni innan Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins að sjóð­ur­inn muni aðeins taka þátt í þriðju neyð­ar­lána­veit­ing­unni til Grikkja ef Evr­ópu­sam­bandið setur fram skýra áætl­un. Sam­komu­lagið sem nú er á borð­inu er alls ekki nóg.

Síðar í dag mun gríska þingið taka afstöðu til fjölda frum­varpa sem gera breyt­ingar á efna­hags­kerf­inu í sam­ræmi við það sem evru­ríkin kröfð­ust af Grikk­landi. Talið er að skýrsla AGS muni gera Alexis Tsipras, for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands, enn erf­ið­ara fyrir að fá gríska þingið til að sam­þykkja frum­vörp­in.

Grein­ing AGS bendir á að skuldir Grikkja nálgist nú að verða 200 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu á næstu tveimur árum. Það sé með öllu ómögu­legt. Þá gagn­rýnir sjóð­ur­inn áætl­anir um að Grikkir eigi að geta verið með 3,5% afgang af vergri lands­fram­leiðslu næstu ára­tug­ina, eins og krafa er um í sam­komu­lag­inu. Sjóð­ur­inn segir hag­vaxt­ar­á­ætl­anir óraun­sæjar og segir að stjórn grísku bank­anna sé hörmu­leg og ekki sé verið að taka á þeim mál­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None