Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur að afskrifa þurfi enn meira af skuldum Grikkja en gert hefur verið til þessa, og nýtt samkomulag um endurgreiðslu á skuldum landsins gerir ráð fyrir. Skuldastaðan sé ekki sjálfbær og það geti verið hættulegt fyrir inniviði hagkerfisins í Grikklandi að skera of mikið niður.
Grikkir munu fá 86 milljarða evra að láni á næstu þremur árum samkvæmt efnahagsáætlun sem stjórnvöld hafa samþykkt og kröfuhafar sömuleiðis.
Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC mun fyrsti lánahlutinn vera upp á 26 milljarða evra, um 3.800 milljarðar króna, og fara um 10 milljarðar evra af því í að endurskipuleggja bankakerfi landsins. Á móti þurfa stjórnvöld að fara út í víðtækar hagræðingaraðgerðir og eignasölu.
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, segir að efnahagsáætlunin þurfi að taka meira tillit til þess að nauðsynlegt sé að afskrifa meira af skuldum Grikklands.
My remarks at today’s Finance & Society forum http://t.co/7apWTMYbZl pic.twitter.com/vdnVk8IDLl
— Christine Lagarde (@Lagarde) May 6, 2015