Áhuginn á NFT minnkar

Bæði hefur dregið úr verðmæti viðskipta með NFT-auðkenni á stafrænum verkum og fjölda þeirra á síðustu vikum.

Að mati Bloomberg gæti minnkandi áhugi á NFT viðskiptum verið merki um að áhrif efnahagspakka Bandaríkjastjórnar séu að dvína.
Að mati Bloomberg gæti minnkandi áhugi á NFT viðskiptum verið merki um að áhrif efnahagspakka Bandaríkjastjórnar séu að dvína.
Auglýsing

Verð staf­rænna verka sem keypt eru með svoköll­uðu NFT-auð­kenni hafa minnkað um tvo þriðju á síð­ustu vik­um, eftir að hafa náð hámarki í lok febr­ú­ar­mán­að­ar. Sömu­leiðis hefur dregið hratt úr við­skiptum með verk­in. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg, en má einnig sjá á vef­síð­unni Nonfungi­ble, sem fylgist með þróun NFT-við­skipta.

Sam­kvæmt vef­síð­unni áttu rúm­lega þrjú þús­und við­skipti með NFT-auð­kennum sér stað síð­asta sól­ar­hring­inn, þar sem hver sala var að með­al­tali virði rúm­lega þús­und Banda­ríkja­dala. Þetta er 67 pró­sentum lægra með­al­sölu­verð en þann 22. febr­ú­ar, þegar hvert lista­verk var keypt á 4.300 Bandaríkjadali.

Auglýsing

Með­al­fjöldi við­skipta hefur líka minnk­að, en hann var nær fjórum þús­undum á dag ef litið er til síð­ustu sjö daga og nær fimm þús­undum á dag ef litið er á með­al­tal síð­ustu 30 daga.

Kjarn­inn hefur áður fjallað um NFT, sem er nokk­urs konar auð­kenn­ing með bálka­keðju­tækni. Með þess­ari tækni er hægt að tryggja upp­runa staf­rænna lista­verka sem auð­velt er að fjöl­falda, þar sem ein­ungis einn getur verið skráður eig­andi þeirra. NFT mætti því líkja við hlut­deild­ar­skír­teini eða afsal á ákveðnum hlut­um.

Á síð­ustu mán­uðum hefur NFT við­skiptum fjölgað tölu­vert, sem meðal ann­ars er talið vera vegna auk­inna umsvifa skamm­tíma spá­kaup­mennsku á hluta­bréfa­mörk­uðum vest­an­hafs, meiri áhættu­sækni og vax­andi vin­sælda raf­mynta, sem hægt er að nota sem gjald­miðil í þessum við­skipt­um.

Í frétt Bloomberg er því einnig velt upp hvort þessi þróun sé afleið­ing nýsam­þykkts efna­hag­s­pakka Banda­ríkja­stjórn­ar, sem fól í sér stórar milli­færslur til heim­ila. Sömu­leiðis segir frétta­veitan að minni við­skipti síð­ustu daga og vikna gætu verið vís­bend­ing um að áhrifa þessa efna­hag­s­pakka hafi dvín­að.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Bloomberg

Líkt og sjá má á mynd hér að ofan er með­al­verð NFT-við­skipta síð­ustu vik­una nokkuð lægri en með­al­talið í mars­mán­uði og mun lægra en með­al­talið í febr­ú­ar­mán­uði, þegar það stóð í tæpum 1.800 Banda­ríkja­döl­um. Hins vegar er það enn fjór­falt hærra en með­al­verð NFT-við­skipta í jan­ú­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent