Fimm eftirminnileg skipsströnd

Meðal stærstu frétta ársins er strand flutningaskipsins Ever Given í Súes-skurði. Engan sakaði í strandinu og ekki varð vart við olíuleka en það sama var ekki upp á teningnum í þeim skipsströndum sem hér hafa verið tekin saman.

Töluverð olía lak úr skipinu MV Wakashio en það strandaði skammt frá Máritíus í fyrra.
Töluverð olía lak úr skipinu MV Wakashio en það strandaði skammt frá Máritíus í fyrra.
Auglýsing

Heims­byggðin hefur haft augun á skip­inu Ever Given upp á síðkastið og strandi þess í Súes-­skurð­in­um. Hið tæp­lega 400 metra langa skip sat þar fast í um sex sól­ar­hringa. Efna­hags­leg áhrif strands­ins eru gríð­ar­leg enda fara um tólf pró­sent af vöru­flutn­ingum heims­ins um Súes-­skurð­inn.

Ekki nóg með að töf hafi orðið á send­ingum heldur bein­línis skemmd­ist vara sem sat föst í gámum í skipum beggja vegna skurðs­ins og dýr á leið til slátr­unar þurftu að húka við slæman kost í skipum sem biðu eftir því að kom­ast leiðar sinn­ar.

Ef horft er á jákvæðu hlið­arnar þá sak­aði engan í strand­inu sem er ekki sjálf­gefið þegar um skips­strand er að ræða. Kjarn­inn tók saman fimm eft­ir­minni­leg skips­strönd í kjöl­far strands Ever Given. Mann­fall varð í sumum þeirra og í öðrum voru áhrifin á líf­ríkið á strand­stað gríð­ar­leg vegna olíu­leka.

Auglýsing

Exxon Valdez situr fast í Prince William sundi. Mynd: EPA

1. Exxon Valdez

Þann 24. mars árið 1989 sigldi olíu­skipið Exxon Valdez í strand í Prince William sundi í Alaska. Strandið er ef til vill jafn þekkt og raun ber vitni vegna þess hve mikil olía lak úr skip­inu með til­heyr­andi áhrifum á líf­ríkið í grennd­inni. Talið er að um 250 þús­und sjó­fuglar hafi drep­ist vegna olíu­lek­ans, tæp­lega þrjú þús­und otr­ar, um 300 sel­ir, 250 skalla­ern­ir, 22 háhyrn­ingar og millj­arðar laxa­hrogna. Þús­undir tóku þátt í hreins­un­ar­starfi á strand­stað.

Þrátt fyrir að strand Exxon Valdez sé mörgum minn­is­stætt og það alræmt vegna allrar olí­unnar sem lak úr skip­inu, þá hafa umfangs­meiri olíu­lekar orðið á síð­ustu ára­tug­um. Mestu olíu­lek­arnir eiga það þó sam­eig­in­legt að hafa orðið vegna árekstra skipa en ekki vegna strands. Olíu­lek­inn vegna strands Exxon Valdez er sá mesti sem orðið hefur í Banda­ríkj­unum ef frá er tal­inn olíu­lek­inn sem varð frá Deepwa­ter Horizon olíu­bor­p­all­inum í Mexík­óflóa árið 2010.

Forsíða Morgunblaðsins 6. mars 1997.

2. Víkar­tindur

„Nítján skip­brots­menn af þýska flutn­inga­skip­inu víkart­indi björg­uð­ust giftu­sam­lega um borð í þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-LÍF, eftir að skipið strand­aði skammt frá Þjórs­ár­ósi um klukkan 20:30 í gær­kvöld­i.“ Á þessum orðum hófst for­síðu­frétt Morg­un­blaðs­ins fimmtu­dag­inn 6. mars 1997, morg­un­inn eftir strand Víkart­inds en Eim­skip hafði skipið þá á leigu.

Eftir að vél skips­ins hafði bil­að, dag­inn sem skipið strand­aði, tók það að reka að landi. Varð­skipið Ægir mætti á vett­vang en skip­stjóri Víkart­inds hafn­aði hins vegar aðstoð Land­helg­iss­gæsl­unn­ar. Að lokum gaf skip­stjór­inn eftir og Ægir hóf til­raunir við að koma taug í skip­ið. Aðstæður voru væg­ast sagt ekki góðar og í seinni til­raun Ægis til að koma taug í Víkart­ind fékk varð­skipið á sig brot­sjó með þeim afleið­ingum að einn báts­manna Ægis hafn­aði í sjónum og lést.

Líkt og áður segir tókst að bjarga öllum úr áhöfn Víkart­inds með hjálp þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar. „Það er hæpið að björg­un­ar­sveitir í landi hefðu komið mönn­unum í land án þyrl­unn­ar, fyrr en skipið rak að landi. Þyrlan sann­aði sig með glæsi­brag,“ sagði Jón Her­manns­son, svæð­is­stjóri björg­un­ar­að­gerða, í áður­nefndri frétt Morg­un­blaðs­ins. Aðstæður voru enda mjög slæmar og björg­un­ar­menn í landi sáu ekki skipið þegar skip­verjar voru hífðir um borð í þyrl­una þrátt fyrir að skipið væri aðeins um 100 til 150 metrum frá landi.

Sam­kvæmt rann­sókn­ar­skýrslu um strandið var „miklu meng­un­ar­slysi“ forðað með vel heppn­aðri dæl­ingu á olíu úr skip­inu en talið er að um 95 pró­sent af olíu skips­ins hafi verið dælt úr því. Þannig tókst að afstýra bráða­meng­un­ar­slysi eins og það er orðað í skýrsl­unni en mikil vinna fór auk þess í að tína rusl úr fjör­unni í nágrenni skips­ins, svo sem timb­ur, pappír og annað slíkt sem hafði rekið á land.

Árið 2018 sagði Frétta­blaðið frá því að það sem eftir væri af Víkart­indi hefði komið upp úr sand­in­um, 21 ári eftir strand.

Wilson Muuga sat fast á strandstað skammt frá Sandgerði í um fjóra mánuði. Mynd: Flickr/breyr

3. Wil­son Muuga

Aðfar­arnótt 19. des­em­ber 2006 strand­aði flutn­inga­skipið Wil­son Muuga við Hvals­nes á Suð­ur­nesj­um. Skipið var þá á leið frá Grund­ar­tanga til Rúss­lands. Sam­kvæmt umfjöllun um strandið í bók­inni Ísland í ald­anna rás, 2001-2010 þá bil­aði svo­nefndur gýrókompás með þeim afleið­ingum að skipið beygði sjálf­krafa og án við­vör­unar í átt að landi þegar það var statt skammt sunnan við Sand­gerði.

Danska varð­skipið Triton sigldi í átt að strand­stað en skipið var þá næst strand­inu og óskað var eftir því að það færi á stað­inn til að kanna aðstæð­ur. Skip­herra varð­skips­ins ákvað að setja út björg­un­ar­bát og hefja flutn­ing á áhöfn Wil­son Muuga frá borði. Aðstæður til björg­un­ar­starfa voru erf­ið­ar, vindur var hvass og öldu­hæð eftir því. Björg­un­ar­bát­ur­inn varð vél­ar­vana og honum hvolfdi með þeim afleið­ingum að allir um borð fóru í sjó­inn, alls átta skip­verj­ar.

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unnar var þá þegar á leið á strand­stað og hóf áhöfn hennar leit að skip­verj­unum átta. Sjö þeirra fund­ust en einn báts­maður af varð­skip­inu hafði lát­ist eftir að flot­galli hans rifn­aði og fyllt­ist af sjó. Félagar hans höfðu haldið honum á floti um tíma en örmögn­uð­ust og misstu hann frá sér. Eftir að skip­verjum varð­skips­ins hafði verið bjargað hófust flutn­ingar á áhöfn Wil­son Muuga í land með þyrl­unni og varð henni allri bjarg­að.

Skipið mátti dúsa á strand­stað í um fjóra mán­uði uns það var loks dregið í burtu. Olíu hafði þá verið dælt úr því en í tönkum skips­ins voru um 120 tonn af svartolíu og 25 tonn dísilol­íu.

Costa Concordia liggur á strandstað við eyjuna Giglio. Mynd EPA.

4. Costa Concor­dia

Örfáum klukku­stundum eftir að Costa Concor­dia lagði úr höfn í viku­langa sigl­ingu um Mið­jarð­ar­hafið kom babb í bát­inn. Skip­stjór­inn hafði ákveðið að sigla nær eyj­unni Giglio undan ströndum Tosk­ana hér­aðs til þess að gleðja far­þega sína, enda eyjan fal­leg. Skip­stjór­inn sigldi of nærri eyj­unni og stærð­ar­innar gat kom á skrokk skips­ins eftir að það sigldi utan í grjót á grynn­ingum undan ströndum eyj­ar­inn­ar.

Vatn tók að flæða inn í skipið og vél­ar­rúm þess fór á kaf. Við það sló einnig raf­magni út um borð. Vegna vinda tók stjórn­laust skipið að reka aftur í átt til eyj­ar­innar Gigl­io. Skipið tók svo niður skammt frá landi og lagð­ist á hlið­ina. Flestir far­þeg­ana komust í björg­un­ar­báta en rým­ing skips­ins var erfið sökum þess hve mikið skipið hall­aði í sjón­um. Í slys­inu fór­ust alls 32. Alls voru 3.206 far­þegar um borð þegar það strand­aði en 1.023 í áhöfn.

Skip­inu var komið á flot og það dregið til Genóa þar sem það var rifið í brota­járn.

Francesco Schettino, skip­stjóri Costa Concor­dia, var að lokum dæmdur til 16 ára fang­els­is­vistar vegna slyss­ins. Skip­stjór­inn var harð­lega gagn­rýndur fyrir það að hafa komið sér frá borði áður en búið var að koma öllum far­þegum og öðrum í áhöfn í björg­un­ar­báta. Á meðan rétt­ar­höld yfir skip­stjór­anum stóðu yfir á hann að hafa haldið því fram að hann hafi bein­línis fallið útbyrðis þegar skipið var að leggj­ast á hlið­ina, beint ofan í björg­un­ar­bát sem síðan hafi siglt með hann til lands, þvert á óskir hans sjálfs.

Skip­inu, eða flaki þess, var komið á flot rúmum tveimur árum eftir að það strand­aði. Það var dregið til hafnar í Genóa sem liggur norð­ar­lega á Ítal­íu, við Lígúr­íu­haf­ið. Þar var skipið rifið í brota­járn.

MV Wakashio eftir að það klofnaði í tvennt. Mynd: EPA

5. MV Wakashio

Það eru ekki nema rúmir átta mán­uðir síðan síð­astt varð alvar­legur olílu­eki vegna skips­strands. Í júlí í fyrra strand­aði skipið MV Wakashio skammt undan ströndum Mári­tí­us. Um 4.000 tonn af olíu voru í tönkum skips­ins og um 1.000 tonn hið minnsta eru talin hafa farið í sjó­inn í kringum strand­stað.

Í umfjöllun BBC er olíu­lek­inn ekki sagður mik­ill í sam­an­burði við aðra olíu­leka sem orðið hafa á und­an­förnum ára­tugum en að áhrifin verði engu að síður mikil og lang­vinn. Allt í kringum strand­staðin eru mikil kór­al­rif sem eru mik­il­væg fyrir líf­ríki hafs­ins. Þá hafa sér­fræð­ingar áhyggjur af því að olían í haf­inu muni hraða kór­al­bleik­ingu.

Skipið klofn­aði í ágúst í fyrra og var fremri hluta þess sökkt. Nú stendur yfir nið­ur­rif á þeim hlluta skips­ins sem ekki var sökkt en til stendur að end­ur­vinna það sem hægt er að end­ur­vinna af skip­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Gervitunglamynd sem tekin var 24. febrúar sýnir vel hversu snjólétt var suðvestanlands á meðan aðrir landshlutar voru huldir snjó.
Veturinn sem varla varð (á suðvesturhorninu)
Vetrarins sem við höfum nú kvatt verður minnst fyrir sögulega úrkomu sem olli náttúruhamförum á Seyðisfirði. Hann einkenndist auk þess af skyndihlýnun sem varð til þess að með eindæmum snjólétt var á Suðvesturlandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent