Skoski tenniskappinn Andy Murray ætlar að gefa 50 pund, eða um tíu þúsund krónur, til Unicef fyrir hvern ás sem hann nær á tennisvellinum, það er að skora stig beint úr uppgjöf. Peningurinn á síðan að renna í gegnum starf Unicef til flóttamanna sem flýja stríðshrjáð svæði í milljónatali, einkum Sýrland, Írak og Afganistan.
Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir Murray að hann hafi einfaldlega talið það skyldu sína að gera eitthvað, eftir að hafa fylgst með fréttum af vanda flóttamanna sem eru að reyna að komast í örvæntingu til Evrópu.
Andy Murray will donate £50 for every ace for the rest of 2015 to help the refugee crisis http://t.co/grOWe2qwzv pic.twitter.com/NmIqXn7RhR
Auglýsing
— BBC Sport (@BBCSport) September 17, 2015