Evrópusambandið ávítar Ungverja fyrir meðhöndlun flóttafólks

flottafolk_ungverjaland.jpg
Auglýsing

Dimitris Avr­omopou­los, yfir­maður flótta­manna­mála hjá Evr­ópu­sam­band­inu (ES­B), átelur Ung­verjum fyrir harka­leg við­brögð við straumi flótta­manna og hæl­is­leit­enda til lands­ins. Ung­verjar hafa lokað landa­mærum sínum að Serbíu og sigað óeirða­lög­reglu á flótta­menn svo þeir kom­ist ekki til lands­ins. Frétta­stofan Reuters greinir frá þessu.

Á blaða­manna­fundi með utan­rík­is- og inn­an­rík­is­ráð­herrum Ung­verja­lands sagði Avr­omopou­los megnið af flótta­fólk­inu sem kemst til Evr­ópu „Sýr­lend­inga sem þurfa á okkar aðstoð að halda“. „Það er ekki til sá veggur eða það haf sem þú reyndir ekki að kom­ast yfir ef þú flýrð ofbeldi og hryll­ing,“ sagði hann og bætti við að girð­ingar Ung­verja gætu aðeins verið skamm­tíma­lausn og aðeins til þess fallnar að senda flótta­fólkið ann­að. Um leið eykst ósætt­ið.

HUNGARY EU REFUGEES MIGRATION CRISIS Dimitris Avramopou­los (fyrir miðju) ræðir við inn­an­rík­is­ráð­herran Sandor Pinter (til vinstri) og utan­rík­is­ráð­herran Peter Szi­jjarto.

Auglýsing

 

Kjarn­inn greindi frá því í morgun að Ban Ki-moon, fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, væri brugðið vegna aðgerða Ung­verja gegn flótta­mönnum við landa­mæri lands­ins. Sú með­ferð væri óásætt­an­leg.

Utan­rík­is­ráð­herran ung­verski, Peter Szi­jjar­to, gagn­rýndi hins vegar emb­ætt­is­menn Evr­ópu­sam­bands­ins og Sam­ein­uðu þjóð­anna. Hann sagði stofn­an­irnar taka stöðu með flótta­fólk­inu sem stæði aðeins fyrir upp­þoti með því að grýta ung­verska lög­reglu­menn í átökum þar sem 20 særð­ust. Flótta­fólkið væri með því að hvetja til ofbeld­is.

Djúpur ágrein­ingur um það hvernig á að takast á við straum fólks sem flýr átök og stríð fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs og í Mið-Aust­ur­löndum er milli aðild­ar­ríkj­anna 28 í Evr­ópu­sam­band­inu. Nýverið kynnti Jean-Claude Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórnar sam­bands­ins, við­bragðs­á­ætlun um það hvernig lönd sam­bands­ins dreifi ábyrgð­inni á að hjálpa flótta­fólk­inu. Lang flestir kom­ast inn fyrir landa­mæri ESB í Grikk­landi, Ítalíu og Ung­verja­landi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None