Hugbúnaðar- og orkurisinn Apple tilkynnti um það á dag að hann ætlaði sér að halda áfram að byggja um orkuverk í Kína sem vinnur raforku úr geislum sólar. Apple hyggst reisa orkuver sem getur framleitt 200 megavött af raforku en nú þegar hefur það reist 40 megavatta orkuver.
Tim Cook, forstjóri Apple, segir í viðtali við Bloomberg að þessar ákvarðanir um uppbyggingu orkuvera, séu aðeins byrjunin á stórfelldum uppbyggingar áformum Apple þegar kemur að vistvænni orku, einkum og sér í lagi í Kína. „Loftslagsbreyingar af mannavöldum eru stærsta áskorun okkar tíma, og tími fyrir aðgerðir er núna,“ segir Cook.
Apple reveals solar energy programs to clean up its manufacturing partners In China https://t.co/LkhK44JycA
Auglýsing
— TechCrunch (@TechCrunch) October 22, 2015
Samningurinn um uppbyggingu orkuvera í Kína byggir á samningi við fyrirtækið Foxconn Technology Group, sem framleiðir iPhone og iPad fyrir Apple, en stefnan er sett á að öll starfsemi Apple á heimsvísu verði knúin áfram eingöngu með vistvænni orku, innan fimmtán ára.
Apple hefur vaxið ógnarhratt á síðustu árum, og eru í reynd fá dæmi í sögunni um viðlíka vöxt. Sala á iPhone símum og iPad spjaldtölvum hefur verið gríðarlega hröð, en um mitt þetta ár átti félagið 203 milljarða Bandaríkjadala í lausu fé frá rekstri, eða sem nemur um 26 þúsund milljörðum króna. Markaðsvirði félagsins er um 624 milljarðar Bandaríkjadala, eða sem nemur um 80 þúsund milljörðum króna.