Hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 6,7 prósent í maí, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Hlutfall starfandi af mannfjölda og hlutfall atvinnulausra stóð í stað milli maí 2014 og maí 2015. Ef litið er til fjölda fækkaði atvinnulausum lítillega eða um 700 manns og hlutfall atvinnulausra er lægra sem nemur 0,5 prósentustigum.
Maí er sá mánuður ársins þar sem atvinnuleysi mælist mest miðað við aðra mánuði. Ástæðan er sú að á vormánuðum kemur ungt fólk í auknum mæli inn á vinnumarkaðinn í leit að sumarstörfum. Atvinnuleysi á meðal 16-24 ára mældist 15,4 prósent í maí en 4,6 prósent hjá 25 ára og eldri. Sömu tölur voru 16,7 prósent og fimm prósent í maí 2014.
Atvinnuleysi á Íslandi frá maí 2014 til maí 2015 | Create infographics