Beinn rekstrarkostnaður ÁTVR var um 2,8 milljarðar króna í fyrra. Þar af fóru 1,6 milljarðar króna í laun og launatengd gjöld fyrir þau 270 ársverk sem reiknuð voru unnin á árinu. Forstjórinn, Ívar J. Arndal, fékk alls 15,8 milljónir króna í laun. Það gera 1.316 þúsund krónur á mánuði.
ÁTVR er stofnun í eigu íslenska ríkisins sem er með einokun á sölu á tóbaki og áfengi. Af þeim rúmu 27 milljörðum króna sem hún veltir á ári fara um 22,5 milljarðar króna í vasa ríkisins. Þorri þeirrar upphæðar er hins vegar tilkomin vegna skatta og gjalda sem lögð eru á áfengi og tóbak, eða 21,3 milljarðar króna. Því kemur einungis 1,2 milljarðar króna af þeim peningum sem renna til ríkisins á ári til vegna arðgreiðslna.
[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_08_07/52[/embed]
Þetta er aðeins stutt útgáfa af umfjölluninni. Lesa má ítarlega umfjöllun um ÁTVR í nýjustu útgáfu Kjarnans.