„Auðvitað verður þetta frábært sumar“

„Hvað heldur þú Alma, heldur þú að sumarið verði gott?“ Bjart var yfir þríeykinu á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þó að ekki sé búið að tala við veðurfræðinga telur sóttvarnalæknir að við getum átt von á betra sumri í ár en í fyrra.

Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Víðir Reynisson.
Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Víðir Reynisson.
Auglýsing

„Að­eins svona á léttu nót­un­um,“ sagði Arn­hildur Hálf­dán­ar­dóttir frétta­maður á RÚV, á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. „Hvernig verður sum­ar­ið? Verður hægt að halda stórar sam­komur, halda hátíð­ir, fara til útlanda?“

Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn sem mættur var á fund­inn eftir tveggja vikna „sum­ar­frí“ svar­aði að bragði: „Sum­arið verður gott.“

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir tók hlæj­andi undir það. „Sum­arið verður gott,“ end­ur­tók hann. „Við höfum ekki talað við veð­ur­fræð­ing­ana um það en ég held að við getum horft björtum augum fram á sum­ar­ið. Ef allt gengur eins og við erum að von­ast til, það gengur vel í bólu­setn­ing­un­um, við komum til með að fá meira af bólu­efni heldur en við gerðum ráð fyrir og von­andi kemur ekki bakslag þar, þá getum við létt tölu­vert á [að­gerð­um] og átt betra sumar en við áttum í fyrra.“

Hann sagði það auð­vitað mis­mun­andi hvaða skiln­ing fólk legði í „gott“ sumar en „ég held að það sé fyllsta ástæða til að vera bara mjög bjart­sýnn á að okkur tak­ist að létta veru­lega á með útbreidd­ari bólu­setn­ing­um.“

Víðir snéri sér þá að Ölmu Möller land­lækni og spurði: Hvað heldur þú Alma, held­urðu að sum­arið verði gott?“

Hún hik­aði ekki áður en hún svar­aði og sagði: „Ég held það. Ég held að það verði gott veður og ég held líka að við verðum búin að bólu­setja fleiri. Við sáum það í fyrra að veiran lág svo­lítið í lág­inni og hún gerir það vænt­an­lega eftir árs­tíð­um. Þannig að auð­vitað verður þetta frá­bært sum­ar. En ég hugsa að flestir verði kannski að ferð­ast inn­an­lands enda er það það besta í heim­i.“

Víð­ir: „Sam­mála því“.

Auglýsing

Þau voru mætt öll þrjú á upp­lýs­inga­fund á ný, þrí­eykið sem fyrir nákvæm­lega ári síðan hafði leitt lands­menn í gegnum hæstu hæðir fyrstu bylgju far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar. Þá var 641 maður í ein­angrun á land­inu og 20 smit höfðu greinst þann dag, þó mun færri en nokkrum dögum áður þegar þau reynd­ust yfir 100 á einum sól­ar­hring og hafa aldrei orðið fleiri.

Í gær greind­ist engin með kór­ónu­veiruna inn­an­lands. Átta­tíu eru í ein­angr­un.

Þó að létt hafi verið yfir þrí­eyk­inu er það svar­aði spurn­ing­unni um sum­arið voru ýmis alvar­legri mál rædd á fundi dags­ins. Víðir byrj­aði á að stappa stál­inu í þjóð­ina og minnti á að sá árangur sem íslenskt sam­fé­lag hefði náð síð­asta árið væri „ótrú­lega flott­ur“. Sagði hann það vera for­rétt­indi að hafa fengið að taka þátt í verk­efn­inu og að fylgj­ast með við­brögðum þjóð­ar­innar í þeim erf­ið­leikum sem á hafa dun­ið. „Aldrei hefur sam­fé­lagið verið nálægt því að bugast,“ sagði hann. „nú er vor í lofti og bjart­ari tímar framund­an. Þurfum að halda áfram, halda áfram að þrauka. Íslenskt sam­fé­lag hefur staðið sig vel. Og ætlum að gera það áfram.“

Níu­tíu greindust inn­an­lands á þremur vikum

Frá því aðgerðir inn­an­lands voru hertar fyrir um þremur vikum (25. mars) hafa níu­tíu manns greinst inn­an­lands. 70 pró­sent hafa verið í sótt­kví við grein­ingu. Öll eru smitin af und­ir­af­brigði breska afbrigðis veirunnar og má rekja þau öll til landamæranna, að sögn Þór­ólfs, og í flestum til­vikum til fólks sem hefur ekki farið eftir leið­bein­ingum í sótt­kví.

Eng­inn greind­ist inn­an­lands í gær en fimm á landa­mær­un­um. Síð­ast­liðnar þrjár vikur hafa rúm­lega þrjá­tíu greinst með virkt smit þar – um helm­ingur í fyrri skimun og þar með um helm­ingur í þeirri seinni.

Tveir liggja á Land­spít­al­anum með COVID-19. Annar þeirra er á gjör­gæslu og í önd­un­ar­vél. Það er maður um sjö­tugt sem kom með flugi til lands­ins.

Þórólfur sagði vel hafa gengið að stöðva þær hóp­sýk­ingar sem voru í upp­sigl­ingu inn­an­lands fyrir þremur vik­um.

Bólu­setn­ingar ganga vel og nú hafa tæp­lega 70 þús­und manns fengið að minnsta kosti eina sprautu og tæp­lega 30 þús­und eru full­bólu­sett­ir. „Við getum sagt að við erum á nokkuð góðum stað í far­aldr­inum þessa stund­ina og mik­il­vægt að standa saman til að varð­veita þennan árang­ur,“ og ítrek­aði mik­il­vægi aðgerða á landa­mær­unum og per­sónu­bundnar sótt­varnir í því sam­bandi. „Á þann máta munum við kom­ast út úr far­aldr­in­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent