Bandaríkin hyggjast loka Guantanamo-fangabúðunum

guantanamo.jpg
Auglýsing

Skrifstofa forseta Bandaríkjanna er að leggja lokahönd á áætlun sem miðar að því að Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu verði lokað. Í búðunum eru grunaðir erlendir hryðjuverkamenn fangelsaðir. Frá þessu var greint í dag.

Fangabúðirnar í Guantanamo hafa valdið Barack Obama, bandaríkjaforseta, töluverðum vandræðum í forsetatíð hans og telja sérfræðingar að nú sé allt kapp lagt á að klára tillögur að frumvarpi og afgreiða það í þinginu áður en kjörtímabil hans er úti. Talsmaður Hvíta hússins segir ríkisstjórnina vona að málið flækist ekki fyrir repúblikönum í bandaríska þinginu sem áður hafa komið í veg fyrir lokun fangabúðanna.

Fangelsið var sett á laggirnar utan landamæra Bandaríkjanna eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York 11. september 2001 en í fyrri kosningabaráttu Obama lofaði hann að loka Guantanamo strax á fyrsta ári sínu sem forseti. Þar hafa fangar verið beittir mannréttindabrotum, en talið er að pyntingar séu notaðar til að knýja fram upplýsingar sem nota má gegn föngunum.

Auglýsing

Þegar hafa fangar verið fluttir úr fangabúðunum til heimalanda sinna og er fjöldi fanga þar 116. Bandaríkin vilja hins vegar ekki flytja 69 jemenska fanga til heimalands síns vegna ótryggs ástands þar.

Bandaríska dagblaðið The New York Times hefur heimildir fyrir því að stjórnvöld í Washington hafi áhyggjur af því að varnarmálaráð Bandaríkjanna, Pentagon, sé að draga lappirnar þegar kemur að flutningi fanga úr Guantanamo.

Ash Carter, varnarmálaráðherra, var þannig settur þröngur tímarammi til að taka ákvörðun um flutning nokkurra fanga en hann gat raunar ekki ákveðið sérstaka dagsetningu. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa fært fyrir því rök að flutningur fanga úr haldi Bandaríkjanna kunni að leiða til frelsunar þeirra og að fangarnir muni þá berjast gegn bandarískum hagsmunum.

Repúblikaninn John McCain, formaður varnarmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, hefur ávalt hvatt Obama til að leggja til áætlun um lokun fangabúðanna. McCain var forsetaefni repúblikana gegn demókratanum Obama árið 2008. Hann var sjálfur stríðsfangi í Vietnamstríðinu og sætti pyntingum sem slíkur.

McCain hefur bent á að lokun fangabúðanna muni þýða að þeir fangar sem enn eru í búðunum verði leiddir fyrir dómara og úrskurður kveðinn upp í þeirra máli.

USA GUANTANAMO BAY CONGRESS John McCain

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None