Bandaríkin hyggjast loka Guantanamo-fangabúðunum

guantanamo.jpg
Auglýsing

Skrif­stofa for­seta Banda­ríkj­anna er að leggja loka­hönd á áætlun sem miðar að því að Guant­ana­mo-fanga­búð­unum á Kúbu verði lok­að. Í búð­unum eru grun­aðir erlendir hryðju­verka­menn fang­els­að­ir. Frá þessu var greint í dag.

Fanga­búð­irnar í Guant­anamo hafa valdið Barack Obama, banda­ríkja­for­seta, tölu­verðum vand­ræðum í for­seta­tíð hans og telja sér­fræð­ingar að nú sé allt kapp lagt á að klára til­lögur að frum­varpi og afgreiða það í þing­inu áður en kjör­tíma­bil hans er úti. Tals­maður Hvíta húss­ins segir rík­is­stjórn­ina vona að málið flæk­ist ekki fyrir repúblikönum í banda­ríska þing­inu sem áður hafa komið í veg fyr­ir­ lokun fanga­búð­anna.

Fang­elsið var sett á lagg­irnar utan landamæra Banda­ríkj­anna eftir árás­irnar á Tví­bura­t­urn­ana í New York 11. sept­em­ber 2001 en í fyrri kosn­inga­bar­áttu Obama lof­aði hann að loka Guant­anamo strax á fyrsta ári sínu sem for­seti. Þar hafa fangar verið beittir mann­rétt­inda­brot­um, en talið er að pynt­ingar séu not­aðar til að knýja fram upp­lýs­ingar sem nota má gegn föng­un­um.

Auglýsing

Þegar hafa fangar verið fluttir úr fanga­búð­unum til heima­landa sinna og er fjöldi fanga þar 116. Banda­ríkin vilja hins vegar ekki flytja 69 jem­enska fanga til heima­lands síns vegna ótryggs ástands þar.

Banda­ríska dag­blaðið The New York Times hefur heim­ildir fyrir því að stjórn­völd í Was­hington hafi áhyggjur af því að varn­ar­mála­ráð Banda­ríkj­anna, Penta­gon, sé að draga lapp­irnar þegar kemur að flutn­ingi fanga úr Guant­ana­mo.

Ash Carter, varn­ar­mála­ráð­herra, var þannig settur þröngur tímara­mmi til að taka ákvörðun um flutn­ing nokk­urra fanga en hann gat raunar ekki ákveðið sér­staka dag­setn­ingu. Repúblikanar á Banda­ríkja­þingi hafa fært fyrir því rök að flutn­ingur fanga úr haldi Banda­ríkj­anna kunni að leiða til frels­unar þeirra og að fang­arnir muni þá berj­ast gegn banda­rískum hags­mun­um.

Repúblikan­inn John McCain, for­maður varn­ar­mála­nefndar öld­unga­deildar Banda­ríkja­þings, hefur ávalt hvatt Obama til að leggja til áætlun um lokun fanga­búð­anna. McCain var for­seta­efni repúblik­ana gegn demókrat­anum Obama árið 2008. Hann var sjálfur stríðs­fangi í Vietnam­stríð­inu og sætti pynt­ingum sem slík­ur.

McCain hefur bent á að lokun fanga­búð­anna muni þýða að þeir fangar sem enn eru í búð­unum verði leiddir fyrir dóm­ara og úrskurður kveð­inn upp í þeirra máli.

USA GUANTANAMO BAY CONGRESS John McCain

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None