Bandaríkin hyggjast loka Guantanamo-fangabúðunum

guantanamo.jpg
Auglýsing

Skrif­stofa for­seta Banda­ríkj­anna er að leggja loka­hönd á áætlun sem miðar að því að Guant­ana­mo-fanga­búð­unum á Kúbu verði lok­að. Í búð­unum eru grun­aðir erlendir hryðju­verka­menn fang­els­að­ir. Frá þessu var greint í dag.

Fanga­búð­irnar í Guant­anamo hafa valdið Barack Obama, banda­ríkja­for­seta, tölu­verðum vand­ræðum í for­seta­tíð hans og telja sér­fræð­ingar að nú sé allt kapp lagt á að klára til­lögur að frum­varpi og afgreiða það í þing­inu áður en kjör­tíma­bil hans er úti. Tals­maður Hvíta húss­ins segir rík­is­stjórn­ina vona að málið flæk­ist ekki fyrir repúblikönum í banda­ríska þing­inu sem áður hafa komið í veg fyr­ir­ lokun fanga­búð­anna.

Fang­elsið var sett á lagg­irnar utan landamæra Banda­ríkj­anna eftir árás­irnar á Tví­bura­t­urn­ana í New York 11. sept­em­ber 2001 en í fyrri kosn­inga­bar­áttu Obama lof­aði hann að loka Guant­anamo strax á fyrsta ári sínu sem for­seti. Þar hafa fangar verið beittir mann­rétt­inda­brot­um, en talið er að pynt­ingar séu not­aðar til að knýja fram upp­lýs­ingar sem nota má gegn föng­un­um.

Auglýsing

Þegar hafa fangar verið fluttir úr fanga­búð­unum til heima­landa sinna og er fjöldi fanga þar 116. Banda­ríkin vilja hins vegar ekki flytja 69 jem­enska fanga til heima­lands síns vegna ótryggs ástands þar.

Banda­ríska dag­blaðið The New York Times hefur heim­ildir fyrir því að stjórn­völd í Was­hington hafi áhyggjur af því að varn­ar­mála­ráð Banda­ríkj­anna, Penta­gon, sé að draga lapp­irnar þegar kemur að flutn­ingi fanga úr Guant­ana­mo.

Ash Carter, varn­ar­mála­ráð­herra, var þannig settur þröngur tímara­mmi til að taka ákvörðun um flutn­ing nokk­urra fanga en hann gat raunar ekki ákveðið sér­staka dag­setn­ingu. Repúblikanar á Banda­ríkja­þingi hafa fært fyrir því rök að flutn­ingur fanga úr haldi Banda­ríkj­anna kunni að leiða til frels­unar þeirra og að fang­arnir muni þá berj­ast gegn banda­rískum hags­mun­um.

Repúblikan­inn John McCain, for­maður varn­ar­mála­nefndar öld­unga­deildar Banda­ríkja­þings, hefur ávalt hvatt Obama til að leggja til áætlun um lokun fanga­búð­anna. McCain var for­seta­efni repúblik­ana gegn demókrat­anum Obama árið 2008. Hann var sjálfur stríðs­fangi í Vietnam­stríð­inu og sætti pynt­ingum sem slík­ur.

McCain hefur bent á að lokun fanga­búð­anna muni þýða að þeir fangar sem enn eru í búð­unum verði leiddir fyrir dóm­ara og úrskurður kveð­inn upp í þeirra máli.

USA GUANTANAMO BAY CONGRESS John McCain

 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sighvatur Björgvinsson
Enginn ber ábyrgð – bara þjóðin
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum
Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra
Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.
Kjarninn 20. janúar 2020
Togarinn Heinaste.
Ríkisútgerðin í Namibíu á ekki fyrir launum rúmlega þúsund starfsmanna
Fischor, ríkisútgerðin í Namibíu, þurfti að fá viðbótarkvóta frá ríkinu til að geta átt fyrir launum. Fiskinn á mögulega að veiða á Heinaste, verksmiðjutogara sem Samherji er ásakaður um að vera að reyna að selja sjálfum sér á hrakvirði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling sakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands vorið 2018.
Norskt félag kaupir rúmlega sjö prósent í Heimavöllum fyrir tæpan milljarð
Virði bréfa í Heimavöllum, sem hefur vart haggast mánuðum saman, tók kipp í morgun þegar greint var frá því að norskt leigufélag hefði keypt stóran hlut í félaginu. Kaupverðið var í kringum milljarð króna.
Kjarninn 20. janúar 2020
Bilið á milli ríkra og fátækra heldur áfram að aukast samkvæmt Oxfam-samtökunum.
Rúmlega tvö þúsund manns eiga meiri auð en 60 prósent íbúa jarðar
Í árlegri skýrslu Oxfam-samtakanna kemur fram að 22 ríkustu karlar í heimi eigi meira af auði en allar konur sem búa í Afríku samanlagt. Ef tveir ríkustu karlar heims myndu stafla öllum fé sínu upp í bunka, og setjast á hann, þá sætu þeir í geimnum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Fimm tæknifyrirtæki í einstakri yfirburðastöðu sem efi er um að sé sjálfbær
Apple, Microsoft, Alphabet (móðurfélag Google), Amazon og Facebook eru verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna. Það er einsdæmi að fimm fyrirtæki úr tengdum geira séu í fimm efstu sætunum á slíkum lista. Í raun eru þau markaðssvæði, ekki eiginleg fyrirtæki.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None