Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa skuldbundið sig til að taka við 100 þúsund flóttamönnum á ári frá árinu 2017, og er það einkum horft til flóttamanna frá Sýrlandi, Írak og Afgannistan. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá þessu í dag eftir fund með þýskum embættismönnum.
Bandaríkin er land þar sem fólk fær annað tækifæri og getur fundin von um betra líf,“ sagði Kerry þegar hann tilkynnti um aukingu á móttökukvóta flóttamanna í landinu. Þrátt fyrir aukninguna verður mikið lagt upp úr því að styrkja eftirlit og skoðun á bakgrunnsupplýsingar þeirra sem óska eftir því að fá að koma til landsins, að því er fram á vef New York Times.
Breytingin felur í sér hækkun á flóttamannakvótanum úr 70 þúsund í 100 þúsund, en Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, greindi frá því í síðustu viku að stjórnhygðust taka á móti 10 þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi á næsta ári, til viðbótar við það sem þegar hafði verið ákveðið.
Vandamálið sem snýr að flóttamönnum er gríðarlegt að umfangi, en talið er að allt að 25 milljónir manni séu nú flótta frá stríðshrjáðum svæðum Sýrlands, Íraks og Afganistan, og hefur myndast mikið mannhaf víða í Evrópu við landamæri, þar sem flóttamenn freista þess að komast á nýjan byrjunarreit, og hefja nýtt líf.
Eins og greint var frá í gær hafa stjórnvöld á Íslandi ákveðið setja um tvo milljarða króna í málaflokk sem snýr að móttöku flóttamanna, og verður gripið til aðgerða eins fljótt og kostur er.