Skoðanakönnum meðal hagfræðinga í Bandaríkjunum, sem Wall Street Journal vitnar til í umfjöllun sinni, sýnir að þeir trúa alls ekki hagtölum frá Kína, og óttast að kínversk stjórnvöld séu sífellt að fegra stöðu efnahagsmála með því að senda út falskar hagtölur.
Hagvöxtur mældist um sjö prósent í Kína á fyrri helmingi ársins, samkvæmt opinberum hagtölum stjórnvalda. Skoðanakönnun á meðal 64 hagfræðinga sem gegna ábyrgðarstöðum í Bandaríkjunum sýndi að 96 prósent aðspurðra voru á því að þetta væru ekki réttar tölur. Hagvöxturinn væri mun minni, og munaði líklega á bilinu eins til tveggja prósentustiga. Þegar Kína er annars vegar þá er hvert prósentustig í hagvexti gríðarlega mikil hagstærð, svo það er óhætt að segja að þessi hagfræðingar treysti ekki stjórnvöldum í Kína.
Nýjustu opinberu hagtölur í Kína, sem hafa ekki verið véfengdar með jafn afgerandi hætti og hagvaxtartölurnar, sýna augljósa breytingu í kínverska hagkerfinu, en útflutningur hefur dregist 5,5 prósent á þessu ári miðað við árið á undan, og innflutningur um fjórtán prósent.
Willem Buiter, aðalhagfræðingur Citibank, er einn þeirra hagfræðinga sem segir allt benda til þess að kínverskar hagtölur séu ekki nægilega áreiðanlegar, og að djúp niðursveifla í Kína á næstu misserum sé óhjákvæmileg.
What do U.S. economists think of official China statistics? http://t.co/nXPso01Opm by @jeffsparshott pic.twitter.com/061fXwAJ3B
— Wall Street Journal (@WSJ) September 11, 2015