Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar

Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.

N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Auglýsing

Rúm­lega helm­ingur þeirrar fjár­hæðar sem greidd hefur verið út í formi nýrrar ferða­gjafar stjórn­valda hefur runnið til tíu fyr­ir­tækja. Frá upp­hafi mán­að­ar, þegar nýja ferða­gjöfin tók gildi, hafa um 50 millj­ónir króna verið greiddar út og þar af hafa 25,6 millj­ónir farið til tíu fyr­ir­tækja.

Ferða­gjöfin er hluti af aðgerða­pakka stjórn­valda sem ætlað er að byggja undir íslenska ferða­þjón­ustu. Líkt og í fyrra fá allir ein­stak­lingar 18 ára og eldri fimm þús­und krónur í staf­rænu formi sem hægt er að nýta í sumar til að kaupa vörur og þjón­ustu hjá fyr­ir­tækjum sem eru gjald­geng. Gild­is­tími ferða­gjaf­ar­innar í sumar er til og með 31. ágúst.

Í efstu sæt­unum yfir þau fyr­ir­tæki sem tekið hafa við flestum ferða­gjöfum eru fyr­ir­tæki sem kunn­ug­leg eru frá topp­lista síð­ustu ferða­gjaf­ar. Sam­kvæmt tölum í mæla­borði ferða­þjón­ust­unnar sem upp­færðar voru þann 15. júní situr N1 í fyrsta sæti yfir þau fyr­ir­tæki sem tekið hafa við mestu, alls tæp­lega 5,7 millj­ónum króna. Í öðru sæti situr Sky Lagoon í Kópa­vogi, fyr­ir­tæki sem ekki náði hátt á lista í síð­ustu ferða­gjöf enda nýtt af nál­inni. Þangað hafa runnið rúm­lega 4,1 milljón króna. Í næstu sætum sitja fyr­ir­tæki sem öll voru ofar­lega á blaði í síð­ustu ferða­gjöf, Olís, KFC og Dom­in­o’s.

Auglýsing

Helm­ingur til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins

Þegar nýt­ing ferða­gjaf­ar­innar er skoðuð eftir flokkum sést að stór hluti ferða­gjafa­hafa hefur ákveðið að nýta gjöf­ina í mat og drykk, alls hafa rúm­lega 20 millj­ónir runnið til veit­inga­staða. Næst á eftir koma sam­göngur með 11,6 millj­ónir og svo afþrey­ing með 7,7 millj­ón­ir.

Hátt í helm­ingur ferða­gjafar sem nú þegar hefur verið nýttur kom í hlut fyr­ir­tækja sem stað­sett eru á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, rúmar 22,7 millj­ónir króna. Fyr­ir­tæki sem falla í flokk svo­kall­aðra lands­dekk­andi fyr­ir­tækja hafa fengið tæpar 15,8 millj­ón­ir. Land­svæðin sem næst koma eru Suð­ur­land með 3,7 millj­ónir og Norð­ur­land eystra með 3,4 millj­ón­ir.

Frá upp­hafi mán­aðar hafa tæp­lega ell­efu þús­und nýtt sér nýju ferða­gjöf­ina og þar af hafa hátt í átta þús­und full­nýtt hana.

Millj­arður í ferða­gjafir í fyrra

Sam­kvæmt mæla­borði ferða­þjón­ust­unnar var rétt rúm­lega millj­arður greiddur út í formi ferða­gjafar í síð­ustu atrennu. Ferða­gjöf 2020 átti að gilda frá júní í fyrra og út árið 2020 en var fram­lengd til loka maí á þessu ári. Af þeim 280 þús­undum sem gátu nýtt sér síð­ustu ferða­gjöf sóttu 240 þús­und gjöf­ina en heild­ar­fjöldi not­aðra gjafa nam 207 þús­und­um.

Í til­kynn­ingu sem birt var á vef stjórn­ar­ráðs­ins vegna nýrrar ferða­gjafar kemur fram að 812 fyr­ir­tæki muni taka við nýju ferða­gjöf­inni. Þar segir að lands­menn hafi ekki látið sitt eftir liggja á síð­asta ári og þeir hvattir til að end­ur­taka leik­inn. „Með end­ur­nýjun Ferða­gjafar 2021 eru ein­stak­lingar hvattir til að ferð­ast inn­an­lands í sum­ar, rétt eins og síð­ast­liðið sum­ar, eftir því sem aðstæður leyfa.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent