Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar

Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.

N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Auglýsing

Rúmlega helmingur þeirrar fjárhæðar sem greidd hefur verið út í formi nýrrar ferðagjafar stjórnvalda hefur runnið til tíu fyrirtækja. Frá upphafi mánaðar, þegar nýja ferðagjöfin tók gildi, hafa um 50 milljónir króna verið greiddar út og þar af hafa 25,6 milljónir farið til tíu fyrirtækja.

Ferðagjöfin er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda sem ætlað er að byggja undir íslenska ferðaþjónustu. Líkt og í fyrra fá allir einstaklingar 18 ára og eldri fimm þúsund krónur í stafrænu formi sem hægt er að nýta í sumar til að kaupa vörur og þjónustu hjá fyrirtækjum sem eru gjaldgeng. Gildistími ferðagjafarinnar í sumar er til og með 31. ágúst.

Í efstu sætunum yfir þau fyrirtæki sem tekið hafa við flestum ferðagjöfum eru fyrirtæki sem kunnugleg eru frá topplista síðustu ferðagjafar. Samkvæmt tölum í mælaborði ferðaþjónustunnar sem uppfærðar voru þann 15. júní situr N1 í fyrsta sæti yfir þau fyrirtæki sem tekið hafa við mestu, alls tæplega 5,7 milljónum króna. Í öðru sæti situr Sky Lagoon í Kópavogi, fyrirtæki sem ekki náði hátt á lista í síðustu ferðagjöf enda nýtt af nálinni. Þangað hafa runnið rúmlega 4,1 milljón króna. Í næstu sætum sitja fyrirtæki sem öll voru ofarlega á blaði í síðustu ferðagjöf, Olís, KFC og Domino’s.

Auglýsing

Helmingur til höfuðborgarsvæðisins

Þegar nýting ferðagjafarinnar er skoðuð eftir flokkum sést að stór hluti ferðagjafahafa hefur ákveðið að nýta gjöfina í mat og drykk, alls hafa rúmlega 20 milljónir runnið til veitingastaða. Næst á eftir koma samgöngur með 11,6 milljónir og svo afþreying með 7,7 milljónir.

Hátt í helmingur ferðagjafar sem nú þegar hefur verið nýttur kom í hlut fyrirtækja sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu, rúmar 22,7 milljónir króna. Fyrirtæki sem falla í flokk svokallaðra landsdekkandi fyrirtækja hafa fengið tæpar 15,8 milljónir. Landsvæðin sem næst koma eru Suðurland með 3,7 milljónir og Norðurland eystra með 3,4 milljónir.

Frá upphafi mánaðar hafa tæplega ellefu þúsund nýtt sér nýju ferðagjöfina og þar af hafa hátt í átta þúsund fullnýtt hana.

Milljarður í ferðagjafir í fyrra

Samkvæmt mælaborði ferðaþjónustunnar var rétt rúmlega milljarður greiddur út í formi ferðagjafar í síðustu atrennu. Ferðagjöf 2020 átti að gilda frá júní í fyrra og út árið 2020 en var framlengd til loka maí á þessu ári. Af þeim 280 þúsundum sem gátu nýtt sér síðustu ferðagjöf sóttu 240 þúsund gjöfina en heildarfjöldi notaðra gjafa nam 207 þúsundum.

Í tilkynningu sem birt var á vef stjórnarráðsins vegna nýrrar ferðagjafar kemur fram að 812 fyrirtæki muni taka við nýju ferðagjöfinni. Þar segir að landsmenn hafi ekki látið sitt eftir liggja á síðasta ári og þeir hvattir til að endurtaka leikinn. „Með endurnýjun Ferðagjafar 2021 eru einstaklingar hvattir til að ferðast innanlands í sumar, rétt eins og síðastliðið sumar, eftir því sem aðstæður leyfa.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent