Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar

Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.

N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Auglýsing

Rúm­lega helm­ingur þeirrar fjár­hæðar sem greidd hefur verið út í formi nýrrar ferða­gjafar stjórn­valda hefur runnið til tíu fyr­ir­tækja. Frá upp­hafi mán­að­ar, þegar nýja ferða­gjöfin tók gildi, hafa um 50 millj­ónir króna verið greiddar út og þar af hafa 25,6 millj­ónir farið til tíu fyr­ir­tækja.

Ferða­gjöfin er hluti af aðgerða­pakka stjórn­valda sem ætlað er að byggja undir íslenska ferða­þjón­ustu. Líkt og í fyrra fá allir ein­stak­lingar 18 ára og eldri fimm þús­und krónur í staf­rænu formi sem hægt er að nýta í sumar til að kaupa vörur og þjón­ustu hjá fyr­ir­tækjum sem eru gjald­geng. Gild­is­tími ferða­gjaf­ar­innar í sumar er til og með 31. ágúst.

Í efstu sæt­unum yfir þau fyr­ir­tæki sem tekið hafa við flestum ferða­gjöfum eru fyr­ir­tæki sem kunn­ug­leg eru frá topp­lista síð­ustu ferða­gjaf­ar. Sam­kvæmt tölum í mæla­borði ferða­þjón­ust­unnar sem upp­færðar voru þann 15. júní situr N1 í fyrsta sæti yfir þau fyr­ir­tæki sem tekið hafa við mestu, alls tæp­lega 5,7 millj­ónum króna. Í öðru sæti situr Sky Lagoon í Kópa­vogi, fyr­ir­tæki sem ekki náði hátt á lista í síð­ustu ferða­gjöf enda nýtt af nál­inni. Þangað hafa runnið rúm­lega 4,1 milljón króna. Í næstu sætum sitja fyr­ir­tæki sem öll voru ofar­lega á blaði í síð­ustu ferða­gjöf, Olís, KFC og Dom­in­o’s.

Auglýsing

Helm­ingur til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins

Þegar nýt­ing ferða­gjaf­ar­innar er skoðuð eftir flokkum sést að stór hluti ferða­gjafa­hafa hefur ákveðið að nýta gjöf­ina í mat og drykk, alls hafa rúm­lega 20 millj­ónir runnið til veit­inga­staða. Næst á eftir koma sam­göngur með 11,6 millj­ónir og svo afþrey­ing með 7,7 millj­ón­ir.

Hátt í helm­ingur ferða­gjafar sem nú þegar hefur verið nýttur kom í hlut fyr­ir­tækja sem stað­sett eru á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, rúmar 22,7 millj­ónir króna. Fyr­ir­tæki sem falla í flokk svo­kall­aðra lands­dekk­andi fyr­ir­tækja hafa fengið tæpar 15,8 millj­ón­ir. Land­svæðin sem næst koma eru Suð­ur­land með 3,7 millj­ónir og Norð­ur­land eystra með 3,4 millj­ón­ir.

Frá upp­hafi mán­aðar hafa tæp­lega ell­efu þús­und nýtt sér nýju ferða­gjöf­ina og þar af hafa hátt í átta þús­und full­nýtt hana.

Millj­arður í ferða­gjafir í fyrra

Sam­kvæmt mæla­borði ferða­þjón­ust­unnar var rétt rúm­lega millj­arður greiddur út í formi ferða­gjafar í síð­ustu atrennu. Ferða­gjöf 2020 átti að gilda frá júní í fyrra og út árið 2020 en var fram­lengd til loka maí á þessu ári. Af þeim 280 þús­undum sem gátu nýtt sér síð­ustu ferða­gjöf sóttu 240 þús­und gjöf­ina en heild­ar­fjöldi not­aðra gjafa nam 207 þús­und­um.

Í til­kynn­ingu sem birt var á vef stjórn­ar­ráðs­ins vegna nýrrar ferða­gjafar kemur fram að 812 fyr­ir­tæki muni taka við nýju ferða­gjöf­inni. Þar segir að lands­menn hafi ekki látið sitt eftir liggja á síð­asta ári og þeir hvattir til að end­ur­taka leik­inn. „Með end­ur­nýjun Ferða­gjafar 2021 eru ein­stak­lingar hvattir til að ferð­ast inn­an­lands í sum­ar, rétt eins og síð­ast­liðið sum­ar, eftir því sem aðstæður leyfa.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent