Mark Karpeles, forstjóri japanska bitcoin-miðlarans Mt. Gox, hefur verið handtekinn í Japan, samkvæmt fréttum CNN. Honum er gefið að sök að hafa falsað upplýsingar um hversu margar bitcoin-einingar voru til staðar í miðlunarkerfi félagsins og blekkt þannig viðskiptavini Mt. Gox. Hann hefur neitað að hafa brotið af sér og lét hafa eftir sér í samtali við Wall Street Journal að hann hefði ekki gert neitt rangt.
Bitcoin er fyrsta raunverulega rafræna myntin, sem hefur enga samsvörun í raunheimum, og hafa viðskipti með hana verið lífleg allt frá því að þau tóku að vinda upp á sig árið 2009.
Það vakti mikla athygli þegar fyrirtækið Mt. Gox, sem var tekið til gjaldþrotaskipta í fyrra, fór á hliðina eftir að bitcoin-einingar að jafnvirði um fimmtíu milljarða króna hurfu úr miðlunarkerfinu.
Stuttu síðar kvaðst félagið hafa fundið 200 þúsund bitcoin-einingar í rafrænu „veski“ sem stjórnendur þess sögðust hafa ranglega talið að væri tómt. Þetta þótti mörgum grunsamlegt og leiddi til rannsóknar á fyrirtækinu og síðan handtökunnar nú.
Leader of Mt. Gox Bitcoin Exchange Arrested in Tokyo: (TOKYO)—The head of the failed Japan-based bitcoin excha... http://t.co/QOD9rwinBL
— US Magazine Links (@dlusmagazine) August 1, 2015