Bjarni og Gunnar Bragi árið 2013: ESB-viðræðum ekki slitið án þingsins

gbsbb.png
Auglýsing

Bæði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra og Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra sögðu í fjöl­miðlum haustið 2013 að bera ætti slit á aðild­ar­við­ræðum við Evr­ópu­sam­bandið undir Alþingi.

Haustið 2013 lét Gunnar Bragi taka saman álits­gerð um bind­andi áhrif ­þings­á­lykt­ana, vegna ákvörð­unar rík­is­stjórn­ar­innar um að gera hlé á aðild­ar­við­ræð­um. Sam­kvæmt þeirri álits­gerð binda þings­á­lykt­anir stjórn­völd ekki umfram það sem af þing­ræð­is­venju leið­ir.

Utan­rík­is­ráð­herra sagði í kjöl­far álits­gerð­ar­innar að rík­is­stjórnin væri því ekki bundin af því að fylgja ályktun þings­ins eft­ir. Mikil umræða skap­að­ist um mál­ið, og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra kom í við­tal við RÚV og sagði að ef slíta eigi aðild­ar­við­ræðum við Evr­ópu­sam­bandið þurfi að bera þá ákvörðun undir þing­ið. Hann sagði málið þurfa að koma til kasta þings­ins á end­an­um. „Mér finnst það vera hluti af því sem er framundan hjá okkur í þing­inu. Næsta skref eigi að vera þetta.“ Hann var þá spurður sér­stak­lega um við­ræðu­slit og sagði „þú ert þá að tala um ef við­ræð­unum yrði end­an­lega slit­ið. Ég tel að það væri ákvörðun sem þyrfti að bera undir þing­ið.“ Hann sagði jafn­framt að málið væri þess eðlis að þjóðin verði að fá að hafa á því skoð­un.

Auglýsing

Tveimur dögum síðar kom Gunnar Bragi fram á ný og sagð­ist vera sam­mála Bjarna um að bera eigi slit á aðild­ar­við­ræðum við Evr­ópu­sam­bandið undir Alþingi. „Ég hef aldrei mót­mælt því að þingið þurfi að taka end­an­lega ákvörð­un. Það sem ég hef hins vegar sagt er að það megi lesa það út úr álit­inu að þess þurfi ekki. Ég hef líka sagt að ég muni ekki eiga frum­kvæði að því að leggja það til að svo verði gert. Því get ég tekið undir með Bjarna Bene­dikts­syni að það sé eðli­leg­ast að þingið taki þessa ákvörð­un,“ sagði Gunnar Bragi í við­tali við Morg­un­blað­ið. 

 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None