Pæling dagsins: Sigmundur fékk afmælisgjöfina sem hann óskaði sér

9951316234-eb1a344909-z.jpg
Auglýsing

Ríkisstjórninni tókst að koma nánast öllum á óvart þegar hún tilkynnti síðdegis í gær að til stæði að eyða stöðu Íslands sem umsóknarríkis að Evrópusambandinu. Málið var ákveðið á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag, kynnt þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna í gær og þjóðinni allri, ásamt stjórnarandstöðu, í sexfréttum RÚV.

Út frá almannatengslafræðum var málið ágætlega afgreitt af hendi ríkisstjórnarinnar. Allar tímasetningar virtust vel hannaðar til að valda ríkisstjórninni sem minnstum skaða á þessum fyrstu metrum þess óumflýjanlega slags sem framundan er.

Málið komst í hámæli fjölmiðla skömmu fyrir kvöldfréttir þannig að stóru sjónvarpsfréttatímunum gafst lítill tími til að gera annað en að óma ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Leiðtogum stjórnarandstöðunnar gafst líka lítill tími til að melta það áður en þeir þurftu að tjá sig um málið. Það var til að mynda mjög sýnilegt í Kastljósþætti gærkvöldsins að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vissi mun betur hvað hann ætlaði að segja (hann talaði aðallega um síðustu ríkisstjórn og þjóðaratkvæðagreiðslur í kringum Icesave) en Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem var búinn að vita af umsóknarendingunni í rúman klukkutíma.

Auglýsing

En hentuglegast af öllu var að forsætisráðherra þjóðarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, var staddur í Kaupmannahöfn í fríi þegar stormurinn skall á. Hann átti nefnilega stórafmæli, varð fertugur, og því eðlilega ekki til viðtals á meðan.

Fyrir liggur að forsætisráðherrann fékk hins vegar nákvæmlega það sem hann vildi í afmælisgjöf.


Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.

Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er nýsköpun ekki lengur töff?
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None