Pæling dagsins: Sigmundur fékk afmælisgjöfina sem hann óskaði sér

9951316234-eb1a344909-z.jpg
Auglýsing

Rík­is­stjórn­inni tókst að koma nán­ast öllum á óvart þegar hún til­kynnti síð­degis í gær að til stæði að eyða stöðu Íslands sem umsókn­ar­ríkis að Evr­ópu­sam­band­inu. Málið var ákveðið á rík­is­stjórn­ar­fundi á þriðju­dag, kynnt þing­flokkum rík­is­stjórn­ar­flokk­anna í gær og þjóð­inni all­ri, ásamt stjórn­ar­and­stöðu, í sexfréttum RÚV.

Út frá almanna­tengsla­fræðum var málið ágæt­lega afgreitt af hendi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Allar tíma­setn­ingar virt­ust vel hann­aðar til að valda rík­is­stjórn­inni sem minnstum skaða á þessum fyrstu metrum þess óum­flýj­an­lega slags sem framundan er.

Málið komst í hámæli fjöl­miðla skömmu fyrir kvöld­fréttir þannig að stóru sjón­varps­frétta­tímunum gafst lít­ill tími til að gera annað en að óma ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Leið­togum stjórn­ar­and­stöð­unnar gafst líka lít­ill tími til að melta það áður en þeir þurftu að tjá sig um mál­ið. Það var til að mynda mjög sýni­legt í Kast­ljós­þætti gær­kvölds­ins að Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vissi mun betur hvað hann ætl­aði að segja (hann tal­aði aðal­lega um síð­ustu rík­is­stjórn og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur í kringum Ices­a­ve) en Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem var búinn að vita af umsókn­ar­end­ing­unni í rúman klukku­tíma.

Auglýsing

En hent­ug­leg­ast af öllu var að for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­inn­ar, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, var staddur í Kaup­manna­höfn í fríi þegar storm­ur­inn skall á. Hann átti nefni­lega stóraf­mæli, varð fer­tug­ur, og því eðli­lega ekki til við­tals á með­an.

Fyrir liggur að for­sæt­is­ráð­herr­ann fékk hins vegar nákvæm­lega það sem hann vildi í afmæl­is­gjöf.Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None