Pæling dagsins: Sigmundur fékk afmælisgjöfina sem hann óskaði sér

9951316234-eb1a344909-z.jpg
Auglýsing

Rík­is­stjórn­inni tókst að koma nán­ast öllum á óvart þegar hún til­kynnti síð­degis í gær að til stæði að eyða stöðu Íslands sem umsókn­ar­ríkis að Evr­ópu­sam­band­inu. Málið var ákveðið á rík­is­stjórn­ar­fundi á þriðju­dag, kynnt þing­flokkum rík­is­stjórn­ar­flokk­anna í gær og þjóð­inni all­ri, ásamt stjórn­ar­and­stöðu, í sexfréttum RÚV.

Út frá almanna­tengsla­fræðum var málið ágæt­lega afgreitt af hendi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Allar tíma­setn­ingar virt­ust vel hann­aðar til að valda rík­is­stjórn­inni sem minnstum skaða á þessum fyrstu metrum þess óum­flýj­an­lega slags sem framundan er.

Málið komst í hámæli fjöl­miðla skömmu fyrir kvöld­fréttir þannig að stóru sjón­varps­frétta­tímunum gafst lít­ill tími til að gera annað en að óma ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Leið­togum stjórn­ar­and­stöð­unnar gafst líka lít­ill tími til að melta það áður en þeir þurftu að tjá sig um mál­ið. Það var til að mynda mjög sýni­legt í Kast­ljós­þætti gær­kvölds­ins að Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vissi mun betur hvað hann ætl­aði að segja (hann tal­aði aðal­lega um síð­ustu rík­is­stjórn og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur í kringum Ices­a­ve) en Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem var búinn að vita af umsókn­ar­end­ing­unni í rúman klukku­tíma.

Auglýsing

En hent­ug­leg­ast af öllu var að for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­inn­ar, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, var staddur í Kaup­manna­höfn í fríi þegar storm­ur­inn skall á. Hann átti nefni­lega stóraf­mæli, varð fer­tug­ur, og því eðli­lega ekki til við­tals á með­an.

Fyrir liggur að for­sæt­is­ráð­herr­ann fékk hins vegar nákvæm­lega það sem hann vildi í afmæl­is­gjöf.Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None