Bjarni segist ætla að kynna hugmyndir um endurskipulagningu lífeyriskerfisins

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir of marga vera að ljúka starfsævi sinni án ríkra lífeyrisréttinda. Tími sé kominn til að breyta kerfinu. Síðast var það gert 2016, með jöfnun lífeyrisréttinda. Enn á eftir að efna forsendur þeirra breytinga.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vill leggja líf­eyr­is­kerfið á Íslandi til hliðar í þeirri mynd sem það er nú og byggja upp nýtt frá grunni. Hann seg­ist vera að leggja loka­hönd á hug­myndir í þá veru og að hann ætli sér að kynna þær innan tíð­ar. 

Þetta kom fram í við­tali við Bjarna í þætt­inum Bítið á Bylgj­unni í morgun

Bjarni sagði þar að það þyrfti að sætta sig við að of margir væru ekki að ljúka starfsævi sinni með rík líf­eyr­is­rétt­indi og því þyrfti að hugsa kerfið upp á nýtt. „Nota skatt­kerfið ann­ars vegar til að styðja við þessa hópa, auka svig­rúm til atvinnu­þátt­töku án skerð­inga, og hins vegar að hætta að líta á þetta sem bætur heldur stuðn­ings­kerfi sem byggir á rétt­ind­um.“

Vís­aði í breyt­ing­arnar 2016

Í við­tal­inu sagði Bjarni að kerf­inu hefði verið breytt veru­lega árið 2016, þegar hann var fjár­mála­ráð­herra líkt og nú, og að nú væri kom­inn sá tíma­punktur að ráð­ast þyrfti í enn rót­tæk­ari breyt­ing­ar. 

Auglýsing
Þær breyt­ingar sem Bjarni vísar í að hafi verið gerðar fólust í því að sam­komu­lag var gert um að sam­ræma opin­bera og almenna líf­eyr­is­kerfið með þeim hætti að opin­berir starfs­menn myndu ekki njóta lengur betri líf­eyr­is­rétt­inda en þeir sem starfa á einka­mark­aði. Í stað­inn áttu þeir að fá betur borgað og meiri launa­hækk­anir næsta ára­tug­inn til að jafna stöðu opin­berra starfs­manna og ann­arra í launa­þró­un.

Með því að sam­ræma líf­eyr­is­kerfin átti loks að vera hægt að nálg­ast kjara­samn­inga heild­rænt og vinna skipu­lega að því að koma í veg fyrir að höfr­unga­hlaup launa­hækk­ana myndi grafa undan því mark­miði að bæta kjör íslenskra launa­manna. 

Í sam­komu­lag­inu var sömu­leiðis fjallað um að launa­kjör opin­berra starfs­manna yrðu jöfnuð við þau sem tíðkast á almennum mark­aði. Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu átti launa­jöfn­unin að nást innan ára­tugar en iðgjöld áttu að hækka á móti í almenna kerf­inu í 15,5 pró­sent.

Á móti áttu opin­berir starfs­menn að sam­þykkja stór­tækar breyt­ingar á líf­eyr­is­rétt­inda­vinnslu sinni. Stærstu breyt­ing­arnar voru þær að líf­eyr­i­s­töku­aldur var hækk­aður úr 65 í 67 ár, sjóðs­söfnun myndi byggja á föstum iðgjöldum og ávinnsla rétt­inda yrði ald­urstengd. 

Sam­hliða yrði ábyrgð launa­greið­enda, ríkis og sveit­­ar­­fé­laga, á sjóð­unum afnum­in.

Lof­orð sem ekki hefur verið efnt

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, sem send var til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins í sept­em­ber 2016, kom fram að laun opin­berra starfs­manna væru um það bil 16 pró­sent lægri en starfs­manna á almennum vinnu­mark­aði á þeim tíma.

Það var því launa­mun­ur­inn sem þurfti að vinna upp næsta ára­tug­inn umfram almennar launa­hækk­an­ir. 

Svarið byggði á sam­an­burði Hag­stofu Íslands á launa­mun opin­berra starfs­manna og þeirra sem starfa á almennum vinnu­mark­aði. Sá fyr­ir­vari var þó gerður á því að launa­sam­an­burð­ur­inn væri erf­iður og aðilar sam­komu­lags­ins töldi sig ekki geta byggt frek­ari vinnu um launa­sam­an­burð á grunni nið­ur­stöðu Hag­stof­unn­ar. Því varð ofan á að byggja þyrfti vinn­una á „betri for­sendum og ræð­ast frekar á milli aðila.“

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun júní að nú, þegar fimm ár eru liðin frá því að sam­komu­lagið var gert, væri langt í land að laun opin­berra starfs­manna séu í takti við laun á almenna mark­aðn­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent