Novator, félag Björgólfs Thor Björgólfssonar, ætlar ásamt meðeiganda sínum, félaginu Tollerton sem er í eigu Panos Germanos, fjárfestis frá Grikklandi, að selja símafyrirtækið P4 fyrir um tvo milljarða Bandaríkjadala, samkvæmt heimildum Reuters. Það er upphæð sem nemur um 250 milljörðum króna, en Novator á tæplega helmingshlut í félaginu.
P4 er fjórða stærsta farsímafyrirtæki Póllands með tæplega fjórðungs markaðshlutdeild á farsímamarkaði og með um þrettán milljónir viðskiptavina.
Í frétt Reuters segir að formlegt bréf um söluferlið hafi verið sent til fjárfestingabanka, og vilji seljendur koma ferlinu af stað með ráðgjöfum sem fyrst.
Auglýsing