Rússar gera loftárásir á Sýrland úr Kaspíahafi og samhæfa árásir með sýrlenska hernum

rsz_h_52122256.jpg
Auglýsing

Rússar skutu í dag eld­flaugum á skot­mörk í Sýr­landi af her­skipum sem eru stað­sett í Kaspía­hafi. Þetta er í fyrsta sinn sem það er gert, en sam­hliða loft­árás­unum hófu her­deildir sýr­lenska stjórn­ar­hers­ins mikla sókn í mið-­Sýr­landi með hjálp loft­árása rúss­neskra her­þota.

Þetta virð­ist vera í fyrsta sinn sem sam­hæfð árás er gerð af rúss­nesku og sýr­lensku her­valdi, eftir að rúss­neski her­inn hóf loft­árásir í Sýr­landi 30. sept­em­ber. Þetta er líka í fyrsta sinn sem eld­flaugum er skotið af her­skip­um, en ljóst er að eld­flaug­arnar hafa þurft að fljúga langa vega­lengd, yfir Íran og Írak, til að ná til Sýr­lands.

Sergei Shoigu, varn­ar­mála­ráð­herra Rúss­lands, segir að fjögur her­skip hafi skotið 26 eld­flaugum á skot­mörk sem teng­ist Íslamska rík­inu. Ráðu­neytið birti mynd­band af loft­árás­unum á vef­síðu sinni og á youtu­be, eins og sjá má hér að neð­an.

Auglýsing

https://yout­u.be/iMa­sna­Af_H4

Rúss­nesk stjórn­völd segj­ast hafa hitt öll skot­mörk sín, sem hafi verið í Raqqah, Idlib og Aleppo, og þau segja að engir óbreyttir borg­arar hafi fallið í árás­un­um. Óbreyttir borg­arar og upp­reisn­ar­menn sem ekki tengj­ast Íslamska rík­inu hafa þó orðið fyrir ein­hverjum loft­árásanna hingað til.

Sýr­lenska mann­rétt­inda­vaktin segir að nú eigi sér stað áköf­ustu bar­dagar í marga mán­uði í Hama og Idlib í kjöl­far loft­árása Rússa á svæð­un­um. Að minnsta kosti 37 árásir hafi verið gerðar í dag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent
None