Rússar gera loftárásir á Sýrland úr Kaspíahafi og samhæfa árásir með sýrlenska hernum

rsz_h_52122256.jpg
Auglýsing

Rússar skutu í dag eld­flaugum á skot­mörk í Sýr­landi af her­skipum sem eru stað­sett í Kaspía­hafi. Þetta er í fyrsta sinn sem það er gert, en sam­hliða loft­árás­unum hófu her­deildir sýr­lenska stjórn­ar­hers­ins mikla sókn í mið-­Sýr­landi með hjálp loft­árása rúss­neskra her­þota.

Þetta virð­ist vera í fyrsta sinn sem sam­hæfð árás er gerð af rúss­nesku og sýr­lensku her­valdi, eftir að rúss­neski her­inn hóf loft­árásir í Sýr­landi 30. sept­em­ber. Þetta er líka í fyrsta sinn sem eld­flaugum er skotið af her­skip­um, en ljóst er að eld­flaug­arnar hafa þurft að fljúga langa vega­lengd, yfir Íran og Írak, til að ná til Sýr­lands.

Sergei Shoigu, varn­ar­mála­ráð­herra Rúss­lands, segir að fjögur her­skip hafi skotið 26 eld­flaugum á skot­mörk sem teng­ist Íslamska rík­inu. Ráðu­neytið birti mynd­band af loft­árás­unum á vef­síðu sinni og á youtu­be, eins og sjá má hér að neð­an.

Auglýsing

https://yout­u.be/iMa­sna­Af_H4

Rúss­nesk stjórn­völd segj­ast hafa hitt öll skot­mörk sín, sem hafi verið í Raqqah, Idlib og Aleppo, og þau segja að engir óbreyttir borg­arar hafi fallið í árás­un­um. Óbreyttir borg­arar og upp­reisn­ar­menn sem ekki tengj­ast Íslamska rík­inu hafa þó orðið fyrir ein­hverjum loft­árásanna hingað til.

Sýr­lenska mann­rétt­inda­vaktin segir að nú eigi sér stað áköf­ustu bar­dagar í marga mán­uði í Hama og Idlib í kjöl­far loft­árása Rússa á svæð­un­um. Að minnsta kosti 37 árásir hafi verið gerðar í dag.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None